Pissað upp í vindinn ...

Enn ein belgísk vafflaEf þú ert ekki að geta komist í gegnum þetta ...“ sagði kona í sjónvarpinu áðan. Mér skilst að svona málfar megi finna í nýju biblíunni. Einn prófarkalesarinn minn sagðist vera í losti yfir því og  íslenskuprófessor við Háskóla Íslands gerði athugasemdir við málfarið. Prófarkalesarinn bætti því við að það væri eins og að pissa upp í vindinn að reyna að breyta einhverju.

Hvernig getur heilt tungumál tekið svona miklum breytingum á nokkrum árum? Sjálf áttaði ég mig ekki á þessu fyrr en samstarfskona mín var spurð (í hittiðfyrra): „Hvar voruð þið að sitja?“. Mikil er ábyrgð íþróttafréttamanna. 

Íslenskukennari sagði við bekkinn minn fyrir tæpum tíu árum að stéttaskipting í þjóðfélaginu í dag kæmi fram í gegnum tungumálið. Það hlýtur að hafa breyst því að þessa dagana heyrir maður alls konar hefðardúllur, m.a. alþingismenn og ráðherra, tala svona.

Þetta voru pælingar kvöldsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þú verður bara að lesa doktorsritgerðina mína þegar hún kemur út. Hún fjallar einmitt um svona málfar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, Kristín. Mikið væri gaman að fá að lesa hana. Það er spennandi fyrir málvísindamenn að ylgjast með hvernig tungumálið þróast en mér finnst þetta vera óheillaþróun!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég myndi líka vilja lesa ritgerðina hennar Stínu.  Annars er þetta merkilegt eins og þú réttilega bendir á Gurrí þetta með örar breytingar.  Einu sinni var til s.k. "Breiðhyltska" en nú hefur hún teygt sig um víðan völl.  Á gamlaársdag mun Ó.R.G. segja; jæja koddu hérna mar, ég er ekki að fíla þig sem orðuhafaen hafðu hana samt.

Híhú!

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann segir svo í lokin: "Ég er alveg að fíla það að veita þér issa orðu, karlinn (eða kjéddlingin)." Hehehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Halla Rut

Skipti þetta máli ef allir skilja hvern annan?

Halla Rut , 24.10.2007 kl. 23:57

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

mmmmm hvað ég um mig frá mér til mín og okkur allar langar í þessa vöfflu!!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 00:03

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Ójá, heimur versnandi fer og íslenskunni fer hrakandi með honum !

Svava S. Steinars, 25.10.2007 kl. 00:10

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvar voruð þið að sitja-"where were you sitting" það er svona þegar enskan er orðið okkar annað tungumál að þá endar þetta bara í algjörum "bullshitt" er nú samt enn að þrjóskast við og leiðrétta fólk.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 00:52

9 identicon

Hér áður gargaði maður að fólki sem var að tölta yfir gangbrautir, það gargaði þá á móti og þá heyrði maður strax ef viðkomandi var Breiddari, svona Felladýr. Þegar maður heyrði að viðkomandi var Felladýr þá bremsaði maður ekki.

...þetta er jafnvel auðveldara í dag, nú eru felladýrin í appelsínugulum og bláum skokkflíkum. Þetta sparar öskur og maður ekur yfir svona aukakrónur án hiks.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 02:44

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Halla Rut, mér finnst þetta skipta máli.   Þetta er hröð þróun (til helvítis) og lúmskari en allar útlenskuslettur (sem ég er reyndar miklu sáttari við). ÉG ER EKKI AÐ GETA ÞETTA eða Ég get þetta ekki. Það síðarnefnda  finnst mér fallegra mál. Knús inn í daginn, nema breiðholtshatarinn ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 07:44

11 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er betra að pissa upp í vindinn en undan. Allavega fyrir okkur strákana. Ef maður pissar undan vindi þá þyrlast pissið upp í andlitið en upp í vindinn þá fýkur það bara á skóna. Ég er ekki að grínast :)

Birgir Þór Bragason, 25.10.2007 kl. 08:08

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhaah, ekki vissi ég þetta. Það er greinilega flóknara að vera strákur en ég hélt.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 08:13

13 Smámynd: Halla Rut

Ekki skríðið að þér finnist það eins vel skrifandi og þú ert. (hvernig var þetta annars???)

Halla Rut , 25.10.2007 kl. 22:28

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mig langar að borða tölvuskjáinn. Oj þér Guðríður að setja inn svona girnilega mynd!

...en, eins og að pissa upp í vindinn! Jú, málfar er víða orðið skelfilegt. Ég er til dæmis með þágufallssýkisofnæmi en sá andskoti er orðinn landlæg plága (ekki ofnæmið, sýkin sko).

Laufey Ólafsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband