31.10.2007 | 08:46
Britney, fermingar og klikkuð aðdáun vegna klippingar gærdagsins
Við Ásta vorum óvanalega menningarlegar í morgun og krufðum mál Britneyju Spears til mergjar á leið til vinnu. Báðar höfum við andstyggð á Kevin Federline, óábyrgu fyllibyttunni sem fékk forræðið yfir börnum þeirra Britneyjar og finnst að hann mætti alveg fara í meðferð eins og hún og líka á foreldranámskeið. Jamm, það gengur ekki að tala eingöngu um landhelgismálið eða galla þess að ganga í Evrópusambandið eða verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum (sorrí, ég elska þetta frumvarp).
Nýja Vikan er komin í hús og Björk, dásamlega samstarfskona mín, skrifar þar grein um það þegar tvær fermingarveislur eru haldnar fyrir eitt fermingarbarn vegna ósamkomulags foreldranna, ja eða haturs. Bæði prestur og sálfræðingur segja skoðun sína á þessu og svona ... en það sem er merkilegast við greinina er að ljósmynd af ERFÐAPRINSINUM skreytir hana, hann er þar að fá sér sneið af fermingartertu! Veislan var haldin í Búsetasalnum þáverandi. Þá var Búseti til húsa í Hamragörðum (húsi Jónasar frá Hriflu), Hávallagötu 24, þar sem Kári Stefánsson keypti og hefur komið sér vel fyrir í! Ekki sakar að geta þess að lítið loftvarnarbyrgi er í kjallaranum, nema Kári hafi látið rífa það. Snilldarhús. Geri ráð fyrir að salurinn þar sem fermingarveislan var gegni nú hlutverki stássstofu. Ekki voru haldnar tvær fermingarveislur fyrir erðaprinsinn, heldur ein. Ég var reyndar atvinnulaus á þessum tíma og lögðust allir á eitt við að gera þetta glæsilegtu fermingu landsins og það tókst! Mía systir keypti t.d. fermingarfötin, mamma splæsti í tertu (bókina), Laufey vinkona keypti kransakökuna og fullt af liði bakaði, Lena tók fermingarmyndirnar og ég fékk salinn ókeypis. Fyrrverandi eiginmaður og konan hans gerðu t.d. tvær gómsætar brauðtertur, þessar elskur.
Ég ætlaði sko ekkert að skrifa um fermingarveislur í dag, penninn tók af mér völdin. Eigið sjúklega, æðislega góðan og skemmtilegan dag í dag, kæru bloggvinir, og þá er ég auðvitað ekki bara að tala um Moggabloggvinina, oseiseinei ...
P.s. Allir prófarkalesararnir (sem komu í hús á eftir mér) hafa rekið upp aðdáunaröskur yfir flottri klippingu minni. Ég reyni að vera kurteis og lítillát og segi takk, en ég er alveg sammála þeim. Anna í Mozart er snillingur! Hún hafði svo sem gott hráefni í höndunum. Mikið verður gaman þegar liðið mætir núna klukkan níu. Þá fæ ég aðdáun sem dugar mér í heila viku, og ég get sleppt því að mæta á Mörkina (Sódóma á Akranesi) í Ölver (Glæsibæ) eða á Hafnarkrána (við höfnina) í mánuð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er ekki á það bætandi - þetta með fegurðina. Hvers eiga aðrir að gjalda - meðan þú bætir bara á þína fegurð. Ég segi alltaf að því meira sem sést af fallegu fólki - því betra. Og á þar við svona eftir klippingar!! Ég ætla t.d. að forðast Hálsa-hverfið næstu vikurnar - því ekki vill maður lenda í samanburði!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 31.10.2007 kl. 09:06
Ahh, eins og ég segi alltaf: konur eru konum bestar!!! Takk, elsku Ingibjörg almáttugur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 09:12
Ég ætla einmitt í hársnyrtingu í dag. Ég ætla að láta lita hárið og stend frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Þar sem aðeins er farið að bera á ömmustrípum í hárinu langar mig ögn til að auka á þær, silfur er svo flott. (Ég er ein af þeim sem finnst silfur fallegra en gull). En þá er það vandamálið þegar silfrið fer að vaxa úr þá verður rótin svo ljót, svo ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi bara að halda mig við núverandi litasamsetningu af eigin háralit, ögn af rauðbrúnu og gulli. Hvað finnst þér?
krossgata, 31.10.2007 kl. 09:42
Hahahaha, Ingibjörg almáttugur, (þú hefur lag á að lýsa hlutunum svo dásamlega) en nú er hún komin í heilagra kvenna tölu. Ég elska efri hluta andlits og hárs en mér sýndist nú um daginn á strætómyndinni góðu, þú vera nokkuð fögur að neðri hluta andlits líka. En lífið verður að vera spennuþrungið. Til hamingju með fermingarvikuna. Ekki er ráð og blablabla. Það ætti að skrifa grein um komandi jólahaturslætin, "hvar eiga börnin að vera á aðfangadag? Ég á jóladag og gamlaársdag" aðferðina sem er svo holl og skemmtileg börnum. Hafa íslenskir foreldrar sem rífast um börnin sín aldrei heyrt um Salómon?
Njóttu dagsins og fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að blogga hjá þér
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 10:00
Jenný, þú mátt ALLTAF blogga hjá mér, elskan! Já, ég er líka fögur neðantils í andliti, þarf fljótlega að birta slíka mynd. Hef bara verið hrædd um að dónakarlar prenti hana út til að kyssa hana góða nótt beint á varirnar ... (æ, kræst, nú var ég að djóka, almáttugur minn, en þær hugmyndir að morgni dag ... jeddúdda mía).
Krossgata, í "Heitt og kalt" í Vikunni um daginn var sagt að það væri meira kúl að vera með einn lit í hárinu, ekki strípur ... en er ekki bara verið að tala um tvítuga gengið sem hefur lyst á því að elta alla tískustrauma? Ég er byltingarkennd og þótt ég hafi hlýtt þessu í gær (engar strípur) þá skaltu hafa rauðbrúnt og gull og silfur og það allt, hljómar dásamlega!!! Mér finnst silfur líka flott og kvartaði sáran yfir því við hárgrissslukonuna mína að ég væri bara með sjö grá hár í vöngum og þau sjást ekki einu sinni! Eini gallinn við hárgreiðslustofuna mína er sá að Vikan er ekki keypt þar, heldur Séð og heyrt ... sjúkraþjálfarinn minn bætir það svo sem upp og hefur bara Vikuna og eitthvað smáræði annað og fólk mætir klukkutíma fyrr í sjúkraþjálfun af því að Vikan er svo skemmtileg, segi nú svona ... Góða skemmtun í klippingu í dag.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 10:25
Ég prófaði einu sinni þetta með einn lit og það er steindautt fyrir mér. Skelli mér í litaorgíuna.
krossgata, 31.10.2007 kl. 10:32
Góð hugmynd líka, Jenný, með jólahaturslætin ... ég veit um einn pabba sem hafði RÉTT á því að hafa börnin á nýársdag ár hvert. Hann var beðinn um að skipta eitt árið og vera með þeim á gamlársdag og jafnvel allt kvöldið ef hann vildi, eða fá þau á deginum sínum og þá leyfa þeim að skreppa smástund í fimmtugs- eða sextugsafmæli móðurömmu þeirra sem haldið var´upp á á nýársdag. Nei, hann var sko ekki til í það. Börnin kvörtuðu síðan sáran þegar þau komu heim á nýársdagskvöld fyrir að hafa verið send út að leika og þurfa að hanga í sameigninni megnið af deginum þar sem pabbinn var slappur ... og treysti sér ekki til að sinna þeim sem skyldi. Það er alltaf talað um rétt foreldranna. Hvar er réttur barnanna? Arggggg
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 10:33
Líst vel á það, Krossgata!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 10:34
Ok, ég skal lesa þetta um fermingarbörnin og skilnaðarveislurnar. Mín skoðun er sú að vandamálið við skilnaði sé samkomulagið milli foreldra og annarra sem að málinu komu. Og ég skal gera játningu: Ég naut þess alveg ljómandi vel að fá 4 fermingarveislur í stað engrar á þeim tíma þegar til siðs var að selja fermingarveisluna sína fyrir utanlandsferð. Fékk líka utanlandsferðina, enda var það upphaflegi díllinn.
Sem sagt, ég seldi fermingarveisluna mína og fékk æðislega ferð til Skotlands í staðinn. Veiga afasystir mín sagðist myndu mæta í veisluna til mömmu og Ólafs fóstra míns alveg sama hvort hún yrði haldin eða ekki. Orð Veigu voru lög og mamma neyddist til að halda smá veislu fyrir nánustu ættingja. Föðurfólkinu var reyndar líka boðið, en af því vitað var að þetta var í smærri kantinum, þá ákvað Dolinda kona pabba að halda veislu fyrir föðurfólkið heima hjá þeim af því það var tilvalið tækifæri til að bjóða fullt af föðurfólkinu í veislu, líka í leiðinni til að fagna heimkomu Göggu frænku, sem þá var nýflutt heim eftir áratuga fjarveru. Nú, veislan heima var fín, en fullt af afgöngum þannig að þar varð að halda eftirfermingarveislu á þriðjudagkvöldinu. Heima hjá pabba og Dolindu var líka eitthvað um afganga og líklegast hefur einhver þurft að mæta á öðrum tíma því þar endaði þetta líka með einhverri smá eftirveislu. Þannig að ég endaði með 4 fermingaveislur OG utanlandsferðina, þar sem fermingargjafirnar voru mjög góður farareyrir. Hmm, jú við gengum líka til prests, og það var líka einhver trúarsvipur á þessu, krakkar eru ágætlega móttækilegir.
Hins vegar kvarta systurdætur eiginmannsins óspart undan því að þær fái miklu færri pakka við flest tilefni en frændurnir sem eiga fleiri ömmur og afa vegna fleiri sambúða foreldra frændanna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.10.2007 kl. 11:20
Vá, þvílík saga ... hrikalega fyndið að selja fermingarveisluna sína fyrir ferðalag en fá samt fjórar! Snilld! Tek það fram að Vikan er ekki með fermingarþema þessa vikuna, enda engar fermingar núna. Myndin af erfðaprinsinum er samt algjör snilld, eða úr fermingarveislunni hans, aðalatriði færslu minnar, múahahahahah!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 11:27
Þarf að bæta einu við varðandi skilnaðina (er mjög heit í þeim málum þar sem ég hef mjög góða reynslu af skilnaði foreldra minna): Það liggja svo margar og mismunandi ástæður að baki skilnaða en það er alveg hægt að gera ráðstafanir til að hlífa krökkunum og gera skilnaði auðvelda fyrir þá og þar skiptir mestu máli að halda ósamkomulagi utan heims barnanna. Það er alveg hægt, ég tala af reynslu, þar sem skilnaður minna foreldra var afskaplega auðveldur fyrir mig, sem þá var 5-6 ára. Nýir makar þeirra sem dúkkuðu upp á næstu árum stóðu sig líka rosalega vel. Allir töluðu saman og enginn talaði illa um hina í mín eyru. Tengdamömmu var því illa brugðið þegar ég lá á sæng með annað barnið og hún var að biðja mig að reyna að hafa áhrif á fjölskyldumeðlim sem var að skilja, tala gegn skilnaði. Ég sagði henni að ég hefði svo ljómandi góða reynslu af skilnuðum! Síðan eru 28 ár og ég hef verið í sambúð með sama manni bráðum 33 ár, sem enn kynnir sig sem fyrsta eiginmann minn! Þú þekkir liðið ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.10.2007 kl. 11:29
Var að sjá svarið þitt, Gurrí, ég ætla sem sagt að lesa þetta OG skoða myndina. Prinsinn tekur sig ábyggilega vel út!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.10.2007 kl. 11:30
Þér eruð yndisfögur frú Guðríður bæði nýklippt og með lubba. Ég ætla endilega að kíkja á erfðaprinsinn og dáist eins og þú að Önnu sem seldi veisluna sína en fékk fjórar. Anna mín, ertu viss um að þú sért ekki á rangri hillu í tölvunum? Þú ættir endilega að vera sölukona.
Steingerður Steinarsdóttir, 31.10.2007 kl. 13:23
uh.. er ég á myndinni, mér finnst að ég ætti þá að fá borgað fyrir það kæra móðir, ræðum það betur þegar þú kemur heim! :)
kveðja einar
Einar Einarsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:04
Sorrí, kæri erfðaprins, þú varst ekki orðinn sjálfráða þegar myndin var tekin (múahahaha) ... veit að við ræðum þetta samt, þú varðst ekkert smáóþolandi eftir að ég leyfði þér að fara í Heimspekiskólann ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:17
Vildi að ég hefði verið eins alsæl með mína litun og klippingu í gær. Liturinn er fínn en ég ætlaði að láta klippa mig meira en var bara orðin svo mega þreytt að ég gat ekki meira, held ég fari bara í framhaldsklippingu eftir helgina. Það mundi ekki saka að fá nýja mynd af unglambinu á bloggið. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 15:39
Er svo vanaföst að ég fer alltaf á Hárhús Kötlu og ætla nú að fara drífa mig því mín silfurgrá hár eru farin að vaxa ansi hratt upp úr rótinni og láta strípa mig aðeins úff Fermingar er að fara láta Ferma mitt 5 barn í vor og þá er svo bara síðasta eftir 2 ár en sem betur fer er bara ein veisla sem er meira en nóg
Brynja (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:01
Hvað er þetta með klippingar eiginlega... Fór til elsku systur minnar í allsherjar make over í endan sept, var með hár niður á axlir og það fékk sko að fjúka allt!!! Labbaði út með drengjakoll og nýjan lit (já sumar ömmur þurfa víst að fela gráu hárin, fer mér EKKI vel að vera grá hehe) og var ekkert smá flott eftir breytinguna Nú er svo komið að "bartarnir" fyrir framan eyrun fara að ná niður á háls og liggur við að ég geti farið að setja í tagl undir höku! Nei djók annars... ekki svoooo slæmt en samt kominn tími á nýja særingu strax hehe
Það er ég viss um að í kaffinu sem maður fær á hárgreiðslustofunum er eitthvað töfraefni sem virkar þannig að hárið bara vex.. .og vex.. og vex svo maður verði að koma aftur miklu fyrr en maður ætlaði!!
Saumakonan, 31.10.2007 kl. 18:43
Þetta hlýtur að vera árstíminn ... allavega er ég líka búin að láta laga á mér hárið aðeins... og veit um nokkra í viðbót við það
toodools
Hulda (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 19:05
Það hlýtur eitthvað að vera í loftinu sem veldur þessu hárgreiðsludóti öllu ...
Og þú addna Ragnar Örn, ég hef orð Ástu fyrir því að Kevin hafi yfirgefið konu og börn fyrir Britneyju og djammað eins og vitleysingur, hann er kannski ögn skárri en frúin fyrrverandi en við vorum sammála um að Britney væri lögð í einelti. Vissi ekki að það að ég blandaði mér í þessa umræðu yrði það eins og að stinga hendi í geitungabú ... hmmmm! Áfram Britney!!! (ef þú getur rökstutt það að Kevin sé fyrirmyndarfaðir þá skal ég lemja Ástu fyrir að fóðra mig með röngum upplýsingum!)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 19:22
Sæl Guðríður, hef afskaplega gaman að blogginu þínu en verð aðeins að kommenta, sem æstur slúðurlesari þá verð ég að vera sammála hinum orðljóta Ragnari, hún Britney hefur sýnt það aftur og aftur eftir skilnaðinn við hann K-Fed að hún er algerlega óábyrg sem móðir en hann sem hagaði sér eins og unglingur meðan á hjónabandinu stóð hefur sýnt mun meiri tilburði til að hugsa ábyrgt um börnin sín. Bendi bara á að dómari í samvinnu við foreldraþjálfara (only in America eh..?) komst að raun um að hún hefði nær engan áhuga á samvistum við strákana sína og virtist ekki kunna að tengjast þeim þegar hún fékk þá í heimsókn. Bara smá innlegg, haltu áfram að vera skemmtileg, þú ert uppáhaldsbloggarinn minn...elska Boldið þitt, kveðja Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:09
Takk fyrir þetta, Jóhanna. Það er sko alveg víst að Ásta verður lamin á morgun. Held að Ásta hafi hreinlega ekki vitað þetta með hana Britneyju. Ég hélt í alvöru að það væri verið að leggja hana í einelti og glaumgosinn sjálfur væri algjör aumingi. Nú held ég með Kevin! Hehehehhe. Meiri afskipti ætla ég ekki að hafa af málum þeirra.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 20:20
Sástu hvað Akrafjallið var undurfagurt í dag,?slú slú slúður fuuss og svei.
Jensen (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:53
Jæja, Jensen, ertu Skagamaður? Sammála þér með slúður, það er fuss og svei, en stundum verður maður nú að taka þátt í menningarlegum samræðum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 22:10
Nei ekki er karlfauskurinn Skagamaður,en á nokkra góða vini þar,ef ég þarf að kaupa mér úr eða klukku,þá fæ ég mér bíltúr úr borginni og versla við besta úrsmið landsins sem er á Akranesi, hann Guðmund Hannah.Karlfauskurinn horfir frá sínu heimili á Akrafjall og Skarðsheiði og Esjuna að sjálfsögðu.Ertu ekkert á leiðinni í útvarp?Þú varst góð á Aðalstöðinni,í den,ó já.
Jensen (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:50
Æ Gurrí, öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, ekki lemja Ástu hún vissi örugglega ekki betur
Guðrún Jóhannesdóttir, 1.11.2007 kl. 00:15
Ekki séns að ég berji hana Ástu, hún er svo frábær. Hún má líka halda með Britneyju en skv. nýjustu upplýsingum er Kevin bara þrælábyrgur gæi sem er miklu betra foreldri en aumingja firrta, litla stelpan með eldspýturnar.
Jensen, ég hef ekkert gert í því að koma mér í útvarp aftur, þótt það sé gaman .... Miklar annir, töluverð leti og sitthvað fleira gæti valdið. Hef þó undanfarin ár "farið upp á Skaga" (þá bjó ég í Vesturbæ Rvíkur) og verið með þátt í Útvarpi Akraness til styrktar góðu málefni. Eftir að ég flutti á Skagann gjaldféll ég eða eitthvað og í fyrra var eigi þörf fyrir krafta mína. Snökt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.