Mergjaður dagur ...

Ekki barði ég Ástu í morgun eins og ætlunin var vegna rangra (litaðra) upplýsinga hennar um Britneyju og Kevin í gær. Hún sagðist samt ætla að halda með Britneyju þar sem stelpugreyið væri bara firrt eftir alla frægðina og ásókinina ... sem er nú fallega hugsað. Nú veit hún hið sanna í málinu. Æ, mikið eru heimsmálin flókin. Best að brjóta ekki litla heilann minn frekar um slíkt ...

Falleg mynd á fimmtudegiÞetta verður kolvitlaus dagur og þá er ég ekki bara að tala um storminn sem skellur á suðvestan- og vestanlands eftir hádegi í dag, heldur verður klikkað að gera í vinnunni. Ég hefði getað klárað sitt af hverju heima í gær en þreytan yfirbugaði ... arggg! Svo byrjaði ég að lesa bók frá Skjaldborg, Hvítur dauði, held ég að hún heiti, byrjar virkilega vel ... nammmmm. Svo kemur Arnaldur út í dag og Kolla segir að þetta sé fínasta bók. Þau eru svo dásamleg saman, hún og Páll Baldvin í Kiljunni hans Egils, þau eru oft innilega ósammála og það er enn skemmtilegra.

Gulla prófarkalesari heldur enn í þá veiku von að það finnist eitthvað gott í mér og sendi mér „sætan og krúttlegan“ póst (örugglega keðjubréf ... ) sem tengist lokum októbermánaðar (bleika slaufan?). Ég hef greinilega ekki tekið kast nálægt prófarkalesurunum varðandi sætan póst ... og hvað litlir hvolpar, kettlingar og ungbörn fara tryllingslega í taugarnar á mér í svona tilgangi ... Ég er ekki einu sinni búin að kíkja á bréfið og samt búin að eyða nokkrum mínútum í að nöldra ... hahahah

Eigið geggjaðan, klístraðan, niðursoðinn og mergjaðan dag, kæru venner, nær og fjær til sjávar og sveita ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er í kasti, þú ert morgunhress!!

Ég sem var að meila þér heilan böns af krúttlegum myndum.  Segi sonna. 

Njóttu dagsins og ég sendi þér klístraðar nóvemberkveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hlakka til að fá sætu myndirnar frá þér .... NOT!!! Góðan dag, frábæra kona!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 08:47

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jæja, allir senda Gurrí sætustu hvolpa/kettlinga/ungbarnamyndir plz :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2007 kl. 09:08

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hildigunnur, þetta er ekki fyndið ... (ég drep þig ... sjá myndband hjá hross.blog.is um hryðjuverkamanninn)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 09:17

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er bara cool með þessa lummuvæmnispósta en ég ætla bara rétt að vona að veðrið haldi sér fram að kvöldmat. Logn og blíðu takk með ágætishita væri draumur. Svo má skella á bylur þegar ég er búin að flytja. Sjáumst Gurrí mín...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 09:29

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katrín mín, þú ert alltaf kúl ... í öllu, alltaf, elskan! Vona að stormurinn skelli ekki á fyrr en í kvöld þegar ALLIR (vonandi) eru heima í öryggi og hlýju ... (sko ég get verið jafnvæmin sjálf og lummuvæmnispóstur en ég vona þetta samt)!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 10:19

7 Smámynd: krossgata

Ómægod og það er rétt að ganga í garð tíð allra sætu-krúttlegu-jóla-snjóbolta-jólasveina-jólatrjáa-ungbarna-kettlinga-frostrósamynda póstanna. 

Það tilkynnist hér með að öll netföng sem finnast í tengslum við mig eru ekki netföng.  

krossgata, 1.11.2007 kl. 10:46

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Oj, barasta. Krúttleg keðjubréf.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.11.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 642
  • Frá upphafi: 1505995

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 519
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband