Hneyksli í matsalnum

LitirÍ matsalnum í dag var hægt að velja um „sakleysisleg“ og frekar girnileg silungsflök, sem flestir féllu fyrir, og chili-bollur með chili-sósu. Meðfæddar gáfur mínar leiddu mig beint að chili-bollunum og ég sá ekki eftir því.

Ekki var nóg að fólkið við borðið mitt gargaði reglulega: „Bein, oj bara!“ og fleygði matnum og fékk sér chili-bollur í staðinn, heldur þurfti ég sárasaklaus að afplána að maðurinn í fjólubláu peysunni sem sat við næsta borð sneri á móti öðrum manni sem var í RAUÐUM bol.  ...  og maður setur ekki rautt og fjólublátt saman.

Tískuvitund minni og litaskynsemi var stórlega misboðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Er það ekki eins hjá Birting og það var hjá Fróða hér um aldamótin síðustu  það er gangandi tískusýning alla daga og aðal gellurnar skreppa í hádeginu og sleppa sér í búðunum. Kaupa síðan ekkert nema það heiti eitthvað. Saklaus sveitastelpa eins og ég hafi voða lega gaman af þessari vitleysu og sagði hátt og skýrt þegar ég var spurð hvaðan fötin mín kæmu að þau kæmu úr Hagkaup.

Guðný Jóhannesdóttir, 1.11.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: krossgata

Ég held ég sé með ofnæmi fyrir chili.  Það bremsar alltaf efst í hálsinum á mér og svo fæ ég svakalegt nefrennsli.  Kveður svo rammt að að minn ekta hefur ekki enn tekist að lauma ögn af chilidufti í pottrétti án þess að upp komist. 

krossgata, 1.11.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér er líka stórlega misboðið fyrir þína hönd.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.11.2007 kl. 14:32

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðný, hér er fólk reyndar ráðið eftir útliti en við tölum aldrei um það. Það þykir mont ... en við segjumst öll kaupa fötin okkar í Rúmfatalagernum. Nei, djók, héðan er langt í næstu tískuverslun og þess vegna erum við hálfhallærisleg í Hálsaskóginum, nema kannski ég. Ofnæmi fyrir chili, vá það er hræðilegt, Krossgata. Og takk fyrir stuðninginn, Katla.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 15:08

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Trúessu ekki, ætlaði einmitt að sækja um sóparastarfið hjá Birtíngi sem auglýst var í Póstinum.

Þröstur Unnar, 1.11.2007 kl. 15:22

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það verður greinilega að fara að taka þetta pappírslið út af heimilinu frá mömmu sinni svo það læri að verka sér á diskinn jafn einfaldan mat og silung.

Þórbergur Torfason, 1.11.2007 kl. 15:51

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, Þórbergur, hér treysta allir því að mötuneytið sjái um beinatínslu ... roðið var minnsta málið hjá fólkinu. Ég vann í fiski sem unglingur og það finnst ekki beinarða hjá mér í matnum ... en ég er magnvana þegar kemur að laxi og silungi, kýs að borða eitthvað annað, já, ég veit ... 

Æ, Þröstur minn, það er búið að ráða sætan strák í starfið, þú varst aðeins of seinn, ég hefði mælt með þér, issskan.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 16:02

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, sammála Þórbergi, verð að viðurkenna að mér finnst þetta óttalega slappt.  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2007 kl. 16:30

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Óttalegar nöldurskjóður eruð þið ... hmmmmm

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 16:36

10 Smámynd: Ólöf Anna

búin að svara meilinu gurrí

Ólöf Anna , 1.11.2007 kl. 17:02

11 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ef þeta er nöldur, hvað má þá kalla ýmsar upphrópanir sem maður rekst á á bloggsíðum. Mér fallast bara hendur. Ég var 8 ára þegar ég lærði að flysja kartöflur og verka bleikjuna úr Breiðabólstaðarlóninu. Er furða þó manni blöskri þumalputtarnir hjá vinnufélögum þínum. Eitthvað af þessu starfsliði hlýtur að vera komið af leikskólastiginu.........

Þórbergur Torfason, 1.11.2007 kl. 17:11

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

silungur og bein

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.11.2007 kl. 17:14

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"Það var búið að ráða sætan strák" er hann Þröstur okkar ekki mega krútt.?? Silungur með beini, þau eru nú oft svo lítil að það má gleypa þau. Vona að þú verðir komin heim fyrir rok.  Kær kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 18:21

14 identicon

Nú er að koma upp enn eitt hneykslið, þú ert semsagt að segja blákalt að þú getir ekki unnið með þessu litaða fólki?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 650
  • Frá upphafi: 1506003

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband