Með Arnald í bláum plastpoka

Við Kjalarnes kl. 17.05 í dagÞað bærðist varla hár á höfði okkar Ingu á leiðinni á Skagann rétt fyrir fimm, kannski af því að við sátum inni í lokuðum bíl. Við göngin mættum við svo miklum fjölda bíla að við héldum að það væri verslunarmannahelgin. Nei, þá höfðu tveir risabílar, þungfærir og hægir, ekið löturhægt í gegnum göngin og safnað öllum bílunum á eftir sér. Þeir voru eins og hoppandi beljur sem verið var að hleypa út í fyrsta sinn eftir veturinn. Tók mynd þar sem við vorum fyrir aftan strætó á Kjalarnesinu í dag. Þarna beygir þessi elska inn í hverfið (örugglega Elli) og hann mætir senn vagninum frá Akranesi, kannski Tomma?

Með okkur í för var nýja bókin hans Arnaldar í bláum plastpoka og nú skal lesið ... mig langar ótrúlega mikið til að klára hana í kvöld. Held að erfðaprinsinn muni gera allt til að halda mér að lestri svo að hann geti dottið í hana á morgun. Bókin byrjar vel og fyrsta (kannski eina) morðið komið ... eða mig grunar að það sé morð þótt það sé látið líta út fyrir að vera annað ...

Sá svo að hviðurnar voru komnar í 33 m/sek (úr 27) þegar Inga hélt í bæinn aftur. Strætó gengur ekki í slíkum rokum. Vona að það verði rólegheitaveður í fyrramálið þegar ég tek strætó ... í fyrsta eða annað skiptið þessa vikuna. Þetta heitir strætóvanræksla! Allt Ástu að kenna ...

Svona veður á allraheilagramessu veit á kaldan og íhleypingasaman vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla sko að kaupa bókina,  brjálað veður hjá þér  Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.11.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það væri gaman að heyra fljótlega hvernig þér líkar nýjasti Arnaldurinn. Því miður liggur sá síðasti, Konungsbókin enn hálflesin og yfirgefin þar sem ég skildi við hana. Það vantaði einhvern neista til að koma mér almennilega af stað.

Markús frá Djúpalæk, 1.11.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún Inga á nú að fá hetjuverðlaunin, ekkert smá dugleg að skutla þér. Rosalega öfunda ég þig af því að fá allar þessar bækur, ég ætla að bíða eftir Arnaldi í kilju, hin er of dýr fyrir mig. Farðu varlega í fyrramálið.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hálfnuð með Arnald, þakklát fyrir löng auglýsingahléin í House ... virðist vera dúndurbók ... held að mér takist að klára hana í kvöld. Elska hann Erlend.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Guðbjörg Hildur Kolbeins

Ekki segja frá söguþræði bókarinnar. Það myndi skemma fyrir mér jólin.

Guðbjörg Hildur Kolbeins, 1.11.2007 kl. 21:46

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Loforð!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 22:07

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gott að hann er aftur farinn að skrifa um Erlend. Mér fannst Konungsbók ekkert sérlega skemmtileg.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.11.2007 kl. 22:24

8 identicon

Samkvæmt mínum útreikningum, sem yfirleitt eru réttir og miðað við uppgefinn tíma hjá þér, var þetta Kiddi fyrir framan þig og ef allt væri rétt, hefði ég verið á bílnum á móti, en þar sem þetta er grimmur heimur, hef ég verið tekinn af 27-B og Gummi kominn í staðinn! Var ég færður í Kópavog og mér búið starf sem dagmaður á strætó þar. En laus við mig ertu eigi, ég á eftir að snúa aftur, en þá sem nöldrandi farþegi!

Góðar Stundir!

Sloppur Strætóbílstjóri! (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 22:40

9 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Spennandi að vita hvað þér finnst um þessa nýjustu, ég hef lesið allar bækur Arnaldar til þessa en komst bara alls ekki í gegnum Konungsbók þrátt fyrir tvær atlögur. Mikið rosalega hlýtur þú að vera fljót að lesa.

Þóra Guðmundsdóttir, 1.11.2007 kl. 22:44

10 identicon

Var ekki í lagi að setja línkin af þinni síðu inn á mínu síðu???vona það Annars verð ég bara skömmuð

Brynja (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 01:06

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Brynja mín, hvar er síðan þín? Þú kvittar undir sem Brynja (IP-tala skráð)!

Jú, þetta er ansi notalegt að geta lesið í gær. Ansi góður krimmi hjá Arnaldi! Ég hef ekki enn klárað Konungsbók en Sigþóra segir að hún sé æði ... verð að ´trúa því.

Þín verður sko sárt saknað, elsku Elli bílstjóri. Ég verð að taka mér rúnt um Kópavog með þér til að segja þér restina af Harry Potter.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.11.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 22
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 656
  • Frá upphafi: 1506009

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband