Langar heim í heiðardalinn ...

Hvar eru kökur þegar maður þarf á þeim að haldaVar svo rosalega dugleg í dag að ég verðlaunaði mig með sykurdrullu, bakarístertu úr mötuneytinu, til að ná upp blóðsykrinum. Engin súkkulaðiterta til. Hefði kannski frekar átt að fara í ávaxtadeildina og fá mér bananabombur eða appelsínusúkkulaði. Langar sjúklega að fara að komast heim, Inga búin að bjóðast til að skutla mér í Mosó og nýjasta Mary Higgings-Clark bókin bíður spennt ofan í poka eftir að verða lesin í strætó. 

Þetta gerist stundum á föstudögum ... síðum til að lesa yfir er dælt í okkur fram til þrjú en þá hefst biðin langa eftir síðustu fimm síðunum eða svo. Held þó að það sé ekki viljandi gert til að ég komist ekki heim fyrir myrkur en Jón Óskar benti mér þó á að ég væri með strætó á heilanum og gaf í skyn að ég kúgaði umbrotsdeildina andlega með sakleysislegum spurningum á borð við: "Haldið þið að ég nái 16.45 strætó frá Mosó eða kannski bara 17.45?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég væri alveg til í að fara með þér í alvörubakarí  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég vona bara að þú komist heim til að lesa þessa dýrindisbók sem þú ert með í poka. Einn af mínum uppáhaldshöfundum þar á ferð.

Fjóla Æ., 2.11.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús og klem

Kristín Katla Árnadóttir, 2.11.2007 kl. 18:12

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ofdekraða kona, má ég vera þú eina helgi ? fara heim í himnaríki með frábærar bækur í poka, borða himneskar súkkulaðibækur.  Hafðu það rosalega gott um helgina min kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 19:14

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég er reyndar löngu orðin leið á Mary Higgins Clark enda farin að endurtaka sig ansi hreint mikið.  En hvað sem þið gerið, ekki láta gabba ykkur til að lesa eftir dóttur hennar, Carol.  Las eina bók eftir hana og það var sko þynnsti þrettándi sem ég hef á ævi minni lent í.  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.11.2007 kl. 19:22

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mosfellsbakaríisfrönskssúkkulaðiterta á skilið svona langt nafn.

Mary Higgings-Clark, lesa, ólaunað, viljandi ?

S.

Steingrímur Helgason, 2.11.2007 kl. 19:52

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessi nýja MHC lítur bara ágætlega út og mér líst vel á þetta sem ég er búin með. Minnir að ég hafi ekki klárað þá sem kom í fyrra. Höfundar geta ekki alltaf verið stórkostlegir ... Já, Steingrímur, viljandi en reyndar vinnutengt. Hjá sumum koma ekki jól nema þeir fái Arnald eða Mary Higgins ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.11.2007 kl. 20:05

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er kominn nýr bókalisti fyrir Leshring

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 662
  • Frá upphafi: 1506015

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 536
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband