Nótt hinna þúsund ... handklæða

Rigning innandyraStórt baðhandklæði er komið í gluggann í bókaherberginu. Erfðaprinsinn sat við tölvuna og tók ekki eftir því að það dældist rigning inn um litla, opnanlega gluggann sem var lokaður. Nokkrir millirúmsentimetralítrar, eða svona 12.549 dropar, höfðu lekið alla leið niður á gólf. Það hefur ekki gerst áður. Setti eldhúsrúllubréf til að þétta gluggann, hefði líklega þurft steypuhræru. Lúmska rigningin hefði eflaust fundið sér leið í gegnum hana líka. Dagblöð og stórt handklæði eru líka við svaladyrnar. Hvað er eiginlega hægt að gera? Ég er búin að fá menn þrisvar eða fjórum sinnum til að þétta og spartla og borga fyrir það, samt lekur. Ef maður fengi þrumur og eldingar með þessu vatnsveðri yrði ég miklu sáttari.

Erfðaprinsinn er kominn upp í rúm með Arnald, rosa spenntur, og svei mér ef ég fer ekki að drífa mig upp í líka ... með Mary. Ansi spennuþrungið kvöld fram undan í himnaríki, hnegg, hnegg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott rigningarkvöld, elsku kona. Hér lemja regnhryjur alla glugga og þar sem mismunandi halli er á þeim, verður úr margradda(eða tóna) synfónía. Gersamlega geggjað.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

assgotans vesen er þetta með lekann hjá þér kona.

Ég var að lesa fyrstu bls í Arnaldi á netinu og sá að það er vitnað í þig sem krítikker. Svo hætti ég að lesa því ég hef ákveðið að Bretinn gefi mér þessa í jólagjöf.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.11.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega er alltaf kósí að lesa óveðursrapportin þín.  Verð græn af öfund mínus leiki. Nigthy, nigthy

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Saumakonan

Velkomin í hópinn.... hér duga sko ekki handklæðin heldur er ég með heilu balana  í borðstofunni... gardínurnar leiða vatnið í balann þar sem það lekur fyrir OFAN gluggann hjá mér og það ekkert smá!    "dropp.... dropp... dropp... dropp" niðar í eyrunum á mér alltaf hreint og svo eru nýju flísarnar í forstofunni allar á floti líka þar sem lekur í gegnum þröskuldinn.  *dæs*    Líður eiginlega eins og í teiknimyndunum þar sem það eru pottar útum alla íbúð og maður þarf að hlaupa á milli!!!

Saumakonan, 3.11.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, þetta er gjörsamlega geggjað. Náttúruöflin í miklu stuði. Erfðaprinsinn hló hátt að móður sinni þegar hún benti honum á nýlega að ef það kæmi harður jarðskjálfti myndi hún mögulega rúlla út um gluggann sem er í sömu hæð og rúmið ... og alla leiðina út í sjó. Maður lifir spennandi lífi hérna. Annars er lekinn minn greinilega ekkert miðað við hjá Saumakonunni ... argggg. Hugmyndin góð að leiða vatnið ofan í bala. Ég prófaði þetta með eldhúsgluggann einu sinni og það hálffylltist stór blómapottur (án blóms). Best að sjá hvað ég get gert núna ef það heldur svona áfram að rigna. Þarf að kíkja á www.yr.no, flottu veðursíðuna mína.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:52

6 identicon

Þið hefðuð átt að skipta, viss um að erfðaprinsinn hefði nú skemmt sér betur mað Mary í rúminu og þú með Arnaldi - nei segi nú bara sona

Jónsi (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 09:22

7 identicon

Í Búsetablokkinni í Kópavogi notuðum við 4 ísbox sem gluggaskreytingu í forstofunni í heila 2 mánuði. Mæli með ísboxum í rigningartíð.

JóhannaH (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 10:14

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nú er bókaspjallið komið í gang á síðunni minni, um bókina Sendiherrann. Endilega leggðu orð í belg ef þú hefur tíma.

Marta B Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 14:20

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn. Hvernig er í himnaríki.  Jóna vinkona okkar er að leita af símanúmerinu hjá GUÐI, hefur þú einhver ráð??  Þú ert greinilega með lekavandamál. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 14:32

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var einmitt að hugsa það sama, Jónsi ... Jóhanna, held að ísbox séu of lítil í þennan leka ... arggg. Ég kíki á síðuna eftir Þjóðahátíð, Marta. Já, og góðan dag, Ásdís, veit ekki öll símanúmer þótt ég sé minnug á tölur ... skal reyna að komast að því. Hehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.11.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband