Þjóðahátíð í Skrúðgarðinum

Indverskur maturVið erfðaprins hrutum yfir hádegisfréttum í stofunni og svo aftur yfir Stöð 2 plús klukkutíma seinna. Held að veðrið geri þetta að verkum. Kalt, hvasst, lægð og svona. Ætlum þó að fara að hypja okkur niður í Skrúðgarð á þjóðahátíðina sem er á vegum Rauða krossins. Þar verður fólk af ýmsum þjóðernum ... og matur, sem er æðislegt þar sem fátt finnst í ísskápnum í himnaríki. Vona að sem flestir Skagamenn mæti. Þetta er liður í Vökudögum og stendur frá 14-18 í dag. Skyldi Tommi brjóta odd af matlæti sínu og prófa eitthvað annað en sviðahausa, bringukolla og kjötsúpu? Það verður nú spenna dagsins. 

Held að fleiri en Skagamenn séu velkomnir, hviðurnar á Kjalarnesi eru ekki nema rétt yfir 20 m/sek. Strætó fer í 32.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Var að koma úr borginni eftir vel útilátið át í Perlunni og Bændahöllinni. Iss logn á Nesinu.

Ertu viss um að fleiri Skagamenn séu velkomnir.

Þröstur Unnar, 4.11.2007 kl. 14:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki að djóka, frú Guðríður, þegar ég segi þér að ég sit og les blogg vafin innan í teppi. Brrrrr mér er svo kallt og það hvín í öllu.  Dásamlegt, enda alltaf hægt að bæta á sig flíkum og teppum en ekki hægt að strippa af sér hita (mannstu í sumar?).

Vona að Tommi gefi öðrum mat séns því þá verður svo gaman að lifa hjá honum.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ligg hér með kisu minni í algjöru letikasti x ég veit ekki hvað, smá rok af og til og frekar dimmt yfir. Þarf að bregða mér í borgina á morgun og vona bara að veðrið verði til friðs, nenni ekki látum.  Verði ykkur mæðginum að góðu maturinn í SKrúðgarðinum, ætli ég reyni ekki að kreista eitthvað út úr ísskáps lufsunni, nenni ekki út í búð.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 16:14

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ásdís, það verður sól, 3 stiga hiti og 10 m/sek og norðvestlægur vindur í höfuðborginni á morgun ef  marka má norsku veðursíðuna mína, www.yr.no.

Jenný, ég sit einmitt núna með rósótta teppið mitt yfir mér og skil ekki hvernig líf mitt var fyrir teppi!!!

Já, Þröstur, þú hefur hálftíma. Þetta er bæði fyrir Skagamenn og ekki Skagamenn. Svo gaman þótt maður sé ekki svangur. Hvað varstu að snobbast þarna í Perlunni eða á Hótel Sögu? Ég las vitlaust á mælinn, það voru ekki nema 10 m/sek á Kjalarnesi í dag, ekki 20!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.11.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband