Allra þjóða kvikindi ...

jamaicaPólskur maturÞetta var nú meiri snilldin þarna í Skrúðgarðinum. Fullt út úr dyrum af fallegum Skagamönnum af mörgum þjóðernum. Féll fyrir pólsku súrkáli og rjómasíld, súpu frá Jamaíka, indverskum kartöfluréttum, úkraínskum kartöflum með reyktu svínakjöti, skoskum þjóðdansi, taílenskum kjúklingarétti, ungverskri kjötsúpu, kássu frá Nígeríu og þrælskemmtilegu fólki. Pólsk kona á nú heimboð í himnaríki. Veit ekki hvað hún er búin að búa lengi hérlendis en hún talar lýtalausa íslensku. Eini gallinn við þetta allt saman var að ég gleymdi myndavélinni.
Erfðaprinsinn var ekkert spenntur fyrir því að mæta en honum fannst svo gaman að ég þurfti að draga hann út eftir rúman klukkutíma. Hann var lystarlaus til að byrja með en þegar hann kom auga á taílenska kjúklingaréttinn brustu hlekkirnir og hann sagði: „Já, takk,“ þegar honum var boðið að smakka. María færði mér skaðabætur, einn latte, fyrir að hafa verið með kjötsúpu á þriðjudaginn. Hún tekur nöldrið í mér allt of alvarlega. Það var síðan algjör tilviljun að við erfðaprins þutum út þegar átti að fara að sýna línudans, ég sver það. 

Jónas olnbogabarn„Aðeins að hjálpa bróður mínum,“ sagði erfðaprinsinn og sópaði ganginn, eða þann hluta sem geislinn blokkeraði. Jónas var settur í að ryksuga, flokka korn og hreinsa arininn á meðan við skruppum út en í stað þess að vera kominn í hleðslu aftur og himnaríki tandurhreint hafði hann stöðvast ofan á lúmskum lampafæti á gamaldags þriggja arma gólflampa. Hann komst hvorki upp né niður og slökkti bara á sér. Sá fær ekki að fara á ballið. Spennan milli bræðranna er ekki úr sögunni. Jónas er allt í einu „búinn“ að ryksuga og kominn í hleðslu. Mjög grunsamlegt. Sumir þurfa greinilega frið til að horfa á sjónvarpið eða lesa ...

Yngsta systir mín á stórafmæli á miðvikudaginn. Hún hringdi áðan og sagði mér að taka annan hvorn soninn með í afmælið. Held að hún meini Jónas og vonist svo til að ég gleymi honum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið hefur verið gaman hjá þér Gurrý mín og góður matur.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.11.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahahahahaha ég vona að spennan á milli bræðranna slakni með tímanum. En sennilega rétt ákvörðun hjá þér að hleypa Jónasi ekki á ballið.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þettaa hefur verið hreinræktað fjör. Ég slapp vel með kvöldmatinn, fékk upphringingu og boðin í slátur með mús, ferlega gott. Vona að það verði logn í fyrramálið. Allavega verður stuð í strætó ef þú ert þar.  Eigðu ljúfa vinnuviku.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi þú ert svo mikið krútt kona.  Krúttkona sko.  Og erfðaprinsinn í harðri samkeppni við neysluvænu móðurina.  Hm.. ég myndi ráðleggja honum að elda kjúklingarétt til að komast á topp og skjóta helvítinu honum Jónasi ref fyrir rass.  Merkilegt hvað það brestur alltaf á fjöldaflótti undan línudansi

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 22:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko þarna átti að standa "erfðaprinsinn í harðri samkeppni við Jónas sem hefur vinningin gagnvart neysluvænu móðurinni" OMG svona er ég fljótfær.

Smjútsí

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tíhíhí

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.11.2007 kl. 22:52

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Gaman að lesa pistlana þína. ER reglulegur gestur.

Kominn tími til að þakka fyrir. Þú hefur svo mikla Guðs gjöf að geta séð hið jákvæða og skemmtilega í hversdagslífinu.

Hefurðu spáð í hvað þú ert heppin með það.

Er dálítið skotinn í honum Jónasi, ef þú heldur að hann sé upp á karlhöndina þá er ég til í að bjóða honum á deit.

Man eftir þér þegar þú bjóst á Vesturgötunni á Skaganum, það var á árunum sem mamma rak búiðina á Traðarbakka. Afgreiddi þig í einhver skipti yfir borðið þar.

Einar Örn Einarsson, 4.11.2007 kl. 23:18

8 identicon

Ah verst að hafa misst af svona kræsingum*slef* En var með Gesti í allan dag þannig að ég eldaði bara hið íslenska Lambalæri og Brúnaðar karteflur sem klikkar aldrei þannig að mínir Gestir voru saddir og sælir þegar þeir gengu úr húsi 

Brynja blog.central.is/slordal_1 (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég þarf engan Jónas ég hef nefnilega hana Sollu.

Eftir að hafa lesið um Erfðaprinsinn og Jónas og samskiptaerfiðleikum þeirra þá er ég ekki hissa á pirringnum í Erfðaprinsinum. Þú elskar greinilega hann Jónas og lætur sem hann sé sonur þinn og Erfðaprinsinn er afar uggandi um að geta setið einn að arfinum.

Hefði samt gjarnan viljað vera í Skrúðgarðinum í dag. Elska að prófa allskonar framandi mat og spá í hvað sé í honum. Mumminn minn er samt örugglega feginn. Ég fer þá ekki að nota hann eins og hverja aðra tilraunarottu í eldhúsinu. Ekki eins og það hafi gerst áður og almennt með mjög góðum árangri, ættir bara að sjá hann um miðjuna.

Fjóla Æ., 5.11.2007 kl. 00:10

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Nothing clears a room quite like line dancing. Ég sé að ég hefði átt að koma í Skrúðgarðinn. Át afganga. Damnit!

Laufey Ólafsdóttir, 5.11.2007 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 1506030

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband