5.11.2007 | 15:08
Þrír frakkar og enginn í fríi!
Vissi að þetta yrði góður dagur, eiginlega frábær! Skemmtileg byrjun á vikunni. Ég átti stefnumót við gamla og góða vinkonu sem ég hef ekki hitt alveg hrikalega lengi. Við hittumst á Þremur frökkum og borðuðum saman hádegisverð. Í kaupbæti hitti ég óvænt aðra gamla og góða vinkonu sem búsett er í Bath í Englandi. Kom heim til að vera við jarðarför. Upplýsingar: Sú sem þjónaði okkur var að fara til Flórída seinna í dag. Englandsvinkonan flýgur heim til Englands í fyrramálið og vinkona mín mun verja jólunum á Hawaii! En ... ekki öfunda, ekki er allt sem sýnist, onei!!! Það er nefnilega allt morandi af viðbjóðslegum skordýrum í útlöndum, stórhættulegum og svo ófríðum að þau geta drepið mann úr hræðslunni einni saman. Mætti ég frekar biðja um íslenskt veður; frost og snjó með tilheyrandi geitungaskorti!
Við fengum okkur sveppasúpu í forrétt og ég get alveg sagt það og staðið við að ég hef aldrei fengið betri sveppasúpu (ekki einu sinni hérna í mötuneytinu ...). Langar að læra að búa til svona súpu og hafa sem forrétt um jólin eða eitthvað! Oft verða súpurnar of saltar á veitingahúsum en þarna var ekki klikkað á neinu. Í aðalrétt fékk vinkonan sér rauðsprettu en ég veðjaði á karfa með rjóma-wasabi-sósu. Mjög, mjög gott. Hvítvínsglas með, hikk! Ég er eiginlega enn á rassgatinu!
Góða þjónustukonan heimtaði að gefa mér leifarnar í catty-bag (vinkona mín blaðraði því að ég ætti kisur) og mér hefði nú alveg fundist við hæfi að fá þær í Harrods-poka ... svona miðað við gæði staðarins og bragð matarins ... en nei, það var Bónuspoki, eins og ég sé eitthvað lágvöruverslanagengi! Kommon, hvað ætli fólkið í strætó segi þegar ég mætti með Bónuspoka?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 51
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 500
- Frá upphafi: 1530743
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 307
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Verði þér að góðu. En það er þetta með lágvörurnar (sem einn bloggvinur benti á) eru þessar vörur í lægri hillum en gengur og gerist í búðum?
Það er líklega eina leiðin til að gera vörurnar að lágvörum. 
krossgata, 5.11.2007 kl. 15:26
Ég meinti einmitt svoleiðis lághilluvöruverslanir og bakverki í kjölfarið!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.11.2007 kl. 15:31
Þú ættir að prófa PLOKKARANN hjá ÚLLA þeir eru hvergi betri.
Einar Vignir Einarsson, 5.11.2007 kl. 15:57
Ætla sko næst í plokkfiskinn!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:25
Meira snobbið í þér kjélling.
Þröstur Unnar, 5.11.2007 kl. 17:36
Noh, voðaleg ferðalög á vinkonunum. Gætirðu ekki marið uppskrift á súpu út úr verti? Væri ekki leiðinlegt.
Takk fyrir mig
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 17:43
Mmmm ég er svöng.
Er þetta Demi More sem stendur á bak við kokkinn?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2007 kl. 17:49
Ja hérna bara flottheit á Mánudegi nammi gott
já sammála jónu er þetta Demi More þarna?
Brynja www.blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:02
Stúlkan á bak við Stefán kokk er systir hans Guðný og þau eru Úlfarsbörn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.11.2007 kl. 21:23
Það hlýtur að vita á gott, þegar vikan byrjar svona vel. Næst þegar þú ferð á Þrjá frakka mæli ég með að þú fáir þér gellur, þær eru ómótstæðilegar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.11.2007 kl. 21:25
Það þarf einhver að segja henni Guðnýju Úlfarsdóttur frá þessu.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2007 kl. 21:44
Gurrí mín, ég hélt að þú hefðir lært þetta hér um árið - kommon, ekki treysta á aðra, vertu sjálf með Harrods-poka í veskinu og notaðu hann hvenær sem færi gefst ...
Nanna Rögnvaldardóttir, 5.11.2007 kl. 22:17
Það var einmitt Guðný sem snerist í kringum okkur ... og var á leiðinni til Flórída í kvöld. Aumingja hún, pöddurnar sko.
Tek sko Harrods-poka með næst.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:46
Já, greyjið brósi minn fylgdi víst með henni Guðnýju konu sinni í þessa skelfilegu Flórídaferð.
Mar samúðast alveg í kríng.
En ég kenndi þeim nú að forðast flugurnar í þarna í gömlu daga & trúi nú alveg að þau hafi numið af sér eldri & vísari.
S.
Steingrímur Helgason, 6.11.2007 kl. 00:25
Heimurinn lítill! Mikið áttu frábæra mágkonu! Vona að þau skemmti sér vel í Flórída og gott að Guðný er vel gift!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.11.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.