5.11.2007 | 23:52
Reiður vörubílstjóri, dásamlegt myndband og ný spennubók
Undarlegt. Maður tyllir sér í leisígörl og ætlar að horfa á kvöldfréttirnar, hvílir augun eitt andartak og ... stekkur fram í tíma! Ég horfði þrútnum augum á erfðaprinsinn og spurði örg: Af hverju léstu mig sofa til hálfellefu? Hann flissaði og harðneitaði að láta kenna sér um svefnleysi móður sinnar sem las of lengi í gærkvöldi.
Þegar ég gekk inn í strætó seinnipartinn í dag fóru allt í einu hlutirnir að gerast hratt. Vörubíll kom hratt í áttina að strætó og stoppaði þannig að bílstjóragluggarnir mættust, vörubíllinn sneri sem sagt á móti umferðinni. Vörubílstjórinn (ath. Elvis hóf feril sinn sem vörubílstjóri) gargaði brjálaður á Heimi bílstjóra en ekki heyrðust orðaskil. Líklega skothelt gler, a.m.k. orðhelt. Ég lagði ekki einu sinni í að brosa daðurfullt til reiða mannsins þótt ég noti vanalega hvert tækifæri þegar ég sé menn ... Farþegarnir voru hissa og störðu á manninn, sérstakleg þeir sem voru í vagninum þegar hann kom í Háholtið til að hleypa okkur bíðandi farþegunum inn. Heimir sat sallarólegur og fylgdist með, fátt fær greinilega haggað dyraverði sem vinnur í Borg óttans um helgar. Forsaga málsins er sú að þegar Heimir kom úr Mosfellsdalnum og ók inn í nýjasta hringtorg Mosfellinga kom vörubíllinn á fleygiferð og svínaði fyrir Heimi, tók tvær akreinar, og Heimir gerði sér lítið fyrir og ... flautaði (þeytti bílhornið), enda var hann með dýrmæta farþega innanborðs, þungan bíl með langa hemlunarvegalengd og slíkt.
Þarna sást í verki hvað við Íslendingar hötum þegar það er flautað á okkur. Vörubíllinn elti sem sagt strætó til að skammast og kenna Heimi að maður flautar ekki í umferðinni þótt svínað sé fyrir mann! Ég býð ekki í leigubílstjóra frá New York á ferð hér á landi í bílaleigubíl, hann yrði myrtur á fyrsta sólarhringnum! Óttaleg móðgunargirni er þetta í umferðinni. Gleymi ekki svipnum á bílstjóranum fyrir framan okkur Hildu við bensíndæluna um árið. Hann var búinn að dæla og ég (farþegi í framsæti) flautaði blíðlega (nýkomin frá New York) til að benda honum á að hann væri ekki einn í heiminum og tefði fyrir fólki. Við fengum hroðalegt morðaugnaráð þangað til mér hugkvæmdist að benda taugaveiklunarlega á Davíð frænda sem þá var svona þriggja ára. Þá færðist blíðlegt bros yfir andlit mannsins og allt var fyrirgefið. Djöfull var ég fljót að hugsa þarna.
Fékk í hendur í dag spennubókina Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð. Kíkti aðeins í hana í strætó þótt það væri mikið stuð með Sigþóru þar og segi nú bara Dan Brown hvað? Virkar a.m.k. rosalega spennandi. Svo lendir maður í tímaflakki, ég sem var búin að ákveða að lesa í allt kvöld. Baðið var reyndar að enda við að fyllast (gott að lesa í baði) og baðvatnið er HEITT! Varúðarráðstafanir, eins og að horfa ekki á baðkerið á meðan rann í það og láta heita vatnið renna líka í baðvaskinum, dugðu og nú skal lesið. Sjúkraþjálfun, súpuhádegi og heimavinna á morgun.
------- ------------ ------------- -------------
Til gamans og vonandi ánægju kemur hér myndband sem ég vona að þið njótið jafnmikið og ég í morgun þegar ég fann það (fékk fréttatilkynningu frá söngvaranum, fór í kjölfarið á myspace-síðu hans og wúmmmm ...)
Ég elskaði lagið hér í denn og spilaði það oft á útvarpsstjörnuárum mínum en hafði ekki séð myndbandið fyrr en í morgun! Algjör snilld! Góða skemmtun.
http://youtube.com/watch?v=hhRoe2l1n2U
Sem minnir á að útvarpsstjörnuárin mín eru ekki alveg liðin. Hver haldið þið að verði með þátt hjá Útvarpi Akraness helgina 30. nóv. til 2. desember? Jú, einmitt!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 627
- Frá upphafi: 1506026
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Næst útvarp akranes til Akureyrar???
Kærar kveðjur og knús til þín að norðan, dúlla.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 00:36
Je man ekki eftir þessu lagi en gaman að sjá það sjá Pál óskar Horfði líka á myndbandið með honum og Leonce úff glatað bara Annars Elska ég röddina hans hann er æði bara ekki í þessu Leonce myndbandi Já verður að minna okkur vel á útvarpsþáttinn þegar nær dregur Ekki gleyma því mín kæra bíð spennt
Brynja (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 00:45
Ji ég þori aldrei að flauta í umferðinni...það verður nebblega allt vitlaust eins og þið Heimir sáuð hehe...skoða myndband. Kveðja til himnaríkis.
Ragnheiður , 6.11.2007 kl. 03:04
Erum við að tala um að vörubílstjórinn keyrði á sínum fjallavörubíl frá Mosfellsbæ til Akraness til þess að skammast yfir flauti? Það kostar nú aksturinn á þessum bílum, hann er ekki blankur þessi að geta bara skotist milli bæjarfélga til að skammast svolítið.
krossgata, 6.11.2007 kl. 09:49
Knús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2007 kl. 11:34
Krossgata, hann elti strætó frá hringtorginu þarna og upp í Háholt í Mosó en strætó var að koma frá því að sækja farþega Mosfellsdalinn. Þetta var frekar fyndin upplifun.
Veit ekki hvort Útvarp Akranes nær alla leið norður en ég verð með tíðnina á hreinu þegar nær dregur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.11.2007 kl. 12:49
Guð minn góður, Gurrí mín, frábært myndband með honum Páli Óskari, ég var með honum í Rocky Horror i den tid, þegar MH gerði leikritið, og var það frábær upplifun, hann er algjört æði, en þetta myndband var ég aldrei búin að sjá. Ég verð greinilega að fara að leika mér á You tube, gaman að finna svona gamalt og skemmtilegt þar. Kossar og knús til þín, alltaf jafn gaman að lesa hjá þér....
Bertha Sigmundsdóttir, 6.11.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.