Ofsótt af kjötsúpu

UppbyggingMikil ánægja ríkir með Þjóðahátíðina í Skrúðgarðinum sl. sunnudag. María sagði mér yfir súpunni í dag að það hefði komið skemmtilega á óvart hversu vel var mætt, það var fullt út úr dyrum og eins daginn áður þegar Ármann Reynisson kynnti vinjetturnar sínar.

Við erfðaprins ókum einn brimhring um Skagann þótt það verði ekki háflæði fyrr en kl. 16. Tók mynd á leið upp Faxabrautina sem sýnir örlítið þá uppbyggingu sem er í gangi. Verið er að byggja stórt hús, risastórt, stærra en Turninn í Kópavogi. Húsið hægra megin er gamla mjólkurstöðin, einu sinni Veitingahúsið Langisandur, og nú eru þar íbúðir.  Skagamenn voru 6.000 fyrir nokkrum mánuðum, nú nálgumst við 60.000, styttist í 6 milljónir með þessu áframhaldi.

Afmælisbörn dagsins eru Katrín Fjeldsted læknir og Margrét Blöndal útvarpskona. Þær fá náttúrlega klikkaðar afmæliskveðjur úr himnaríki. Litla systir og systursonur eiga svo afmæli á morgun.  Mía systir hringdi og sagði að okkur erfðaprinsi væri boðið í kjötsúpu á laugardaginn í tilefni af 15 ára afmæli sonarins. Er farin að halda að kjötsúpa ofsæki mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ég elska kjötsúpur.    Sérstaklega alíslenska.  Ég fékk gúllassúpu í hádeginu, sem er ljómandi eintak af kjötsúpu, það var heldur mikið chili í súpunni samt og bremsaði hver skeið í hálsinum og tók smá umhugsunarstopp á leið sinni niður í maga og jú jú nefrennslið mætti samviskusamlega á staðinn.  Að öðru leyti allra fínasta súpa.

krossgata, 6.11.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stórhættuleg súpa sem Krossgata hefur borðað.

Gurrí mín, er það meitlað í stein í Skrúðgarðinum að hafa kjötsúpu á þriðjudögum? How about að little felxibility?  Knús á ykkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já hún er góð kjötsúpan það er verst að hún skuli ofsækja þig knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2007 kl. 13:33

4 identicon

Blessuð frænka

Skilaðu afmæliskveðju til litlu systur frá töntu og borðaðu vel af kjötsúpu á laugardag en þá ætla ég að vera í Barcelonuborg með minni stóru dóttur að

forðast rigninguna og rokið (sem örugglega eltir mig) kveðja Svana tanta

tanta Svana (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:34

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jenný, hún María er hætt að vera með kjötsúpu á þriðjudögum, bara fyrir mig. Hún klikkaði þó á því sl. þriðjudag og gaf mér latte á sunnudaginn í skaðabætur. María gerir allt fyrir mig, þessi elska. Súpan í dag var algjör dýrð, kúffull af grænmeti og sterku kryddi. Það rauk út úr eyrunum á mér sem sagði mér að chili væri í henni. Samt var hún ekkert of bragðsterk, if you know what I mean!

Skila kveðjunni, tanta mín, og góða skemmtun í Barcelona!!! Svakalega hefur þetta verið flott súpa, Krossgata, rekur án efa allt kvef á byrjunarstigi á brott.

Knús á þig, Katla mín!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.11.2007 kl. 13:39

6 identicon

er ekki bara ágætt að borða kjötsúpuna... í staðinn fyrir eitthvað nammiógeð ?

Hulda (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:20

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, kjötsúpa er allt í lagi í hófi, ekki þegar hún ofsækir mann.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.11.2007 kl. 21:26

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Vildi gjarnan vera ofsótt af gúllassúpu, en kjötsúpa er reyndar ágæt líka.  Þarf að fara að skella mér til þín á Skagann, skulda þér enn afmælisgjöf !

Svava S. Steinars, 6.11.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

voðalegt kjötsúputal er þetta manneskjur mínar. Ég er í megrun. Hættið að tala um mat.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.11.2007 kl. 01:31

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Svava, þín er sárt saknað og systur þinnar einnig! Jóna, Só Sorrí, My dásamlega Darling!!! Héðan í frá verður talað um ísbjarnaeldi og landhelgismálið, ekki orð um mat framar!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.11.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband