Góður árstími - jólabækurnar

Inga engillStressdagur til hálfsjö í gær og þá kom engill og keyrði mig heim. Já, það eru til englar. Skil ekki alveg hvernig sumir komast í peysu fyrir vængjum. Við vöknun upp úr 10 í morgun var ekki einu sinni til orka til að búa til latte og sú ákvörðun tekin að fá bara í bakið. Held að ég þurfi að fá mér nýja dýnu. Einu sinni gistum við Hilda hjá vinkonu hennar á Akureyri og elsta barnið fór úr rúmi fyrir mig. Glerhörð dýna sem lagaði sig eftir líkamanum. Held ég hafi aldrei sprottið jafnhress upp úr nokkru rúmi en eftir að sofið heila nótt í því.

Erfðaprinsinn er á krá eins og svo oft á laugardögum og er það fótboltinn sem tælir, ekki brennivínið. Er að hugsa um að laumast til að setja Jónas af stað í fjarveru hans. Skilst að West Ham hafi skorað eitt mark.

Best að lufsast til að drekka latte-inn minn og lesa meira í bókinni Grunnar grafir eftir Fritz M. Jörgensen, það er skemmtilegur höfundur, íslenskur, hann skrifaði líka kiljuna Þrír dagar í október. Kláraði barnabókina hennar Gerðar Kristnýjar í gærkvöldi og er stórhrifin, minnir að hún heitir Veislan á Bessastöðum. Hrikalega fyndin og skemmtileg. Já, það er gaman á þessum árstíma. Allt í drasli en fullt af bókum. Erfðaprinsinn er að lesa nýja bók eftir sama höfund og Artemis Fowl og er vægast sagt stórhrifinn. Held að við höfum bæði erft barnslegan bókasmekk frá föður mínum sem argaði úr hlátri yfir Andrésblöðum til dauðadags.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Það er ekkert mál að komast í peysu þrátt fyrir vængi.  Maður verður bara að muna að kaupa peysur með 4 ermum.    Ég kann vel við bækur eftir Eoin Colfer.  Var að koma út ný?

krossgata, 10.11.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, hún heitir Óskalistinn og ég bíð bara eftir að stráksi klári hana til að ég geti lesið hana.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.11.2007 kl. 17:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 19:22

4 identicon

"Best að lufsast til að drekka latte-inn minn"

Maður lifir bara einu sinni.

Áramótaheit í nóvember: 

Allri drykkju kaffi-latte linni

léttilega' á vigtina þá fer. 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:55

5 identicon

Leiðrétting: Maður lifir AÐEINS einu sinni

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mail til þín ljúfust. en ég finn bara mi-adressuna.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.11.2007 kl. 23:57

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Drífðu þig í því já að fá þér sjúkradínu, heyrist þetta vera lýsing á einni slíkri!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 02:44

8 Smámynd: www.zordis.com

Nýja dýnu, ekki spurning!  Spurning að láta bókaforlögin fjármagna dýnuna þar sem þú ert svo diggur lestrarhestur   Ég vildi að ég væri svona dugleg að lesa eins og þú ... kanski ég grípi eitt stk andrésblað!

Sunnudagsknússlur!

www.zordis.com, 11.11.2007 kl. 10:49

9 identicon

hi hvenær ætlar þú að bjóða mér uppá latti uppiá skaga

siggi (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 652
  • Frá upphafi: 1506051

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband