Jólaboðinn ljúfi ... tekin í baði ...

Jólaboðinn ljúfiSat með kaffibolla við stofugluggann og beið eftir að baðkerið fylltist. Á meðan ég lá í baði og las Hroka og hleypidóma í kilju notaði einhver tækifærið ... og nú er alhvít jörð, Langisandur er meira að segja gráhvítur. Vissi ekki að eitt stykki sunnudagsmorgunbað hefði svona mikil áhrif. Alltaf gaman að láta koma sér á óvart. Mikið ætla ég út á svalir á eftir og fara í snjókast, jafnvel búa til snjókarl.

Lestur og kósíheitLítið fór fyrir menningarlífinu í gærkvöldi. Fór greinilega of snemma á fætur (til að vernda bakið), kom mér vel fyrir í leisígörl sem ég var búin að koma vel fyrir við glugga, og með kaffibolla í annarri og góða bók í hinni sá ég fram á notalegan laugardag. Því miður sofnaði ég fljótlega og svaf eiginlega meira og minna allan daginn. Hvernig er þetta hægt? Fann fyrir gífurlegri leti erfðaprinsins í gærkvöldi við að hreyfa sig spönn frá rassi og því sleppti ég því að klæða mig og fara að hlusta á Megas. Held meira að segja að það hafi verið pönnukökur í Skrúðgarðinum. Ef ég þekki Skagamenn rétt þá hefur verið vel mætt.

Sú sætasta í ÚtsvariSigrún Ósk, meðreiðarmær mín í Útsvari, hafði samband og ég held að það væri snjallt að hittast, eins og hún stakk upp á. Stilla saman strengi, æfa svindl og svona.

Það næst illa í þriðja aðilann ... enda bissí maður. Annað en við (broskarl). Sigrún er líka blaðamaður, vinnur í Rvík og býr í næsta nágrenni við himnaríki. Já, heimurinn er lítill.

Hún ber það harkalega af sér að vera gáfnaljósið í hópnum. Hún dirfist þó ekki að þykjast vera sæta manneskjan, það sæti er frátekið ...

Say no more ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Oh, hvað þetta er kósí hjá ykkur í Himnaríki..

Mér líst einkum og sér í lagi sérdeilis prýðilega á að þú verðir í Útsvari. Hvenær verður þátturinn?

Ég skil þig vel að sofa heilan dag. Ég gæti sofið í viku, uppstyttulaust, ef ég tæki nokkrar Panodil á dag. Við erum svona næm, sum.

Góðan bata í bakinu, elsku heillin.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.11.2007 kl. 12:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þátturinn verður næsta föstudag! Argggg! Já, bakið hlýtur að verða orðið gott þá. Býst við að einhver annar en ég hlaupi í bjölluna, annars verður Beta sjúkraþjálfari brjáluð! Annars er ég eiginlega alveg að vera albata í bakinu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.11.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úff það virkar kalt á svölunum í Himnaríki

Jóna Á. Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

snjókast og snjókarl á svölum himnaríkis   ég byggi mér snjóHÚS geri snjókarl og fer í snjókast á mínum "svölum" sem er bílskúrsþak þeirra niðri hehehehe. EN ég fór á MEGAS!!! frábært kvöld.

Góðan dag himnaríkisprinsessa, ótrúkeg áhrif sem þú hefur á veðrið, dansar regndans og það rignir, lætur renna í morgunbaðið og það snjóar

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.11.2007 kl. 12:48

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Megas!! Hvar var Megas? Andsk... mig langar svooooo á Megas!! Trúi því ekki að þú hafir sofið hann af þér!

Heiða B. Heiðars, 25.11.2007 kl. 12:59

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Megas var hér í nafla alheimsins á AKRANESI hjá henni Maríu í SKRÚÐGARÐINUM! já Gurrí missti af miklu

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.11.2007 kl. 13:06

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Veistu hverjir eru í Hafnarfjarðarliðinu? Ef hann Gísli málbein er þar á meðal á ég eftir að eiga í vandræðum með að vita með hverjum ég á að halda  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.11.2007 kl. 13:14

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Megas snillingur, synd að missa af honum.

Svona lítur þetta út á vef RÚV:  

12. þáttur 30.11.

Akranes
Bjarni Ármannsson
Guðríður Haraldsdóttir
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Hafnarfjörður
Sævar Helgi Bragason
Björk Jakobsdóttir
Guðni Gíslason

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.11.2007 kl. 13:22

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Það er spurning um að þora ekki að horfa á þáttin. Er nebbnilega með hjartað í brókinni.

Flott á Skaganim í dag, Drífa Sig  út að labba kona.

Þröstur Unnar, 25.11.2007 kl. 14:02

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Skaganum ....auddað.

Þröstur Unnar, 25.11.2007 kl. 14:03

11 identicon

Skemmtu þér vel í Útsvari næsta Föstudagskvöld, ætla að horfa annars ekki mikið fyrir að horfa á þennan leiðinda þátt.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:32

12 identicon

Mikið rosalega hlakkar mig til að sjá þig keppa í Útsvari, þið rúllið þessu upp, Ég var spennt þegar ég heyrði að minn gamli heimabær (þó stutt hafi verið) væri að keppa.Var rosalega glöð að lesa að þú værir í liðinu.....Áfram Akranes ....

Magga (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:51

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Iss, þið burstið Hafnarfjörðinn....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:13

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Noh, þá er ekki nokkur spurning, held með ykkur (þó ég þekki reyndar Guðna ágætlega)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.11.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 46
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1505975

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband