25.11.2007 | 16:32
Ævintýri á morgunslopp ... viðrun og jólamynd
Erfðaprinsinn viðraði háaldraða móður sína, eins og góðir synir gera á sunnudögum, og við skruppum í Skrúðgarðinn. Þvílík jólastemmning. Búið að skreyta jólatré og undir því lágu girnilegir jólapakkar. Börnin á staðnum voru alveg að missa sig, fullorðna fólki reyndi að halda stillingu sinni.
Heitt súkkulaði og ostakaka fyrir þá gömlu, súkkulaðikaka og kaffi fyrir ungann. Smakkaði á sjúklega girnilegu köku erfðaprinsins og kræst, fann hnetu- eða núggatbragð eitthvað hræðilega skelfilegt. Sjúkkitt að við pöntuðum ekki tvær svona, það munaði litlu. Sumar tertur leyna greinilega illilega á sér.
---------- -------------- ------------------ ------------
Fórum í búð og í anddyrinu þar sátu tveir undir sölumenn með tombólu. Keypti mjög fallega jólamynd, bauð 200 kall í hana og fékk. Efnilegur listamaður að nafni Guðmundur bjó hana til. Hún fær heiðursstað í himnaríki.
Ég lenti í svaðalegu ævintýri í dag, eða hefði gert ef erfðaprinsinn hefði ekki verið heima, held ég. Dyrabjallan hringdi, ég, spennufíkillinn í sloppnum einum fata, ýtti á OPNA, og beið spennt. Jú, þetta var enginn annar en húsfélagsformaðurinn! Hann þurfti að mæla eitthvað á svölunum. Hrópaði til hans þegar hann var á leiðinni upp stigana: Ja, ég er nú eiginlega nakin, var að koma úr baði! Fyrstu vonbrigðin komu þegar hann svaraði: Geturðu ekki farið í slopp? og það örlaði á skelfingu í rödd hans. Sumir hefðu nú farið að hlaupa ... Ég er í slopp, sagði ég þreytulega. Formaðurinn var með tommustokk með sér (leikfang lostans hjá hugmyndaríku fólki sem notar m.a. grilláhöld og strauborð jöfnum höndum líka), dreif sig beint út á svalir ... og mældi. Hann sá síðan nýju bókina eftir Yrsu á stofuborðinu og eftir það átti hún hug hans allan. Ég sagðist vera búin með tvo kafla og væri voða spennt, gæti mælt með henni só far. Tek það fram að sloppurinn minn er fyrst og fremst hlýr, langt því frá sexí, enda bý ég á Íslandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 136
- Sl. viku: 670
- Frá upphafi: 1505961
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 540
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Guðríður geðshræringarvaki!
Æri þig fyrir siðanefnd Feministafélagsins,ef þú hættir ekki að "Flassa" svona framan í Bloggheiminn.
Fengir aldrei að kalla þig Feministabelju framar ella og þá væru góð ráð dýr!?
Magnús Geir Guðmundsson, 25.11.2007 kl. 18:59
Æ, nú langar mig sjúklega í heitt súkkulaði. Það er nefnilega hollt. Sneisafullt af andoxunarefnum og steinefnum.
Jens Guð, 25.11.2007 kl. 20:08
LOL helvítis húsfélagsformaðurinn
Jóna Á. Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 22:13
Jamm, segðu. Kannski misskildi ég allt saman ... gerði þetta líka kannski til að hann myndi hringja á undan sér næst!!! Arggggg! Það er út af svona aðstæðum sem best er að fólk hringi og spyrji hvernig standi á. Ég klæði mig ekki stundvíslega klukkan níu á sunnudagsmorgnum og bíð pen eftir því að gestir komi mögulega eða kannski, búin að baka og allt! Er nokkur þannig?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:41
Það þarf ekki mikið að kosta
að verð´alveg heltekinn losta
um húsverði við tölum
sem eru teknir á svölum
og eru fullir af hormónaþorsta!
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 23:47
Takk fyrir góðar færslur alltaf ylja þær og kitla hláturtaugarnar.
Bestu kveðjur Ingigerður.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 25.11.2007 kl. 23:51
sofðu vel kæra Gurrí
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.11.2007 kl. 00:19
flott jólamynd! verður gaman að sjá hvernig útkoman verður með bókina hennar Yrsu, hef einmitt verið að spá í að bæta henni við sem aukajólagjöf hjá mér... (svo laumar maður sér kannski í hana þegar viðkomandi er búin að lesa hana)
Hulda (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 00:27
Ég er búinn að kæra þig fyrir ritstuld út af þessu "háaldraða móður sína" fyrir ritstjórn 'moggeríisbloggerísins' en veit sem er að það er mér náttúrlega fyrirfram tapað mál.
Já ertu með hnetuofnæmi gæzkan, það lá að. (Woman who hate nuts united.)
Formaður þinn er tilfínnínglega heft kynlega gagnslaust tröll, & klárlega minni femínizdabelja en við tvær til samans. Byltíng & yfirtaka á húsfélaginu er eina leiðin til þess að fækka mögulegum endurtekníngum á jafn niðrandi uppákomum án uppáferða sem þessarar.
Ég kaupi alltaf sloppa sem að hægt er að tvímenna í á mitt konudýr.
Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 00:54
Þú hefðir auðvitað átt að brosa daðurslega og láta sloppinn opnast aðeins...auðvitað alveg "óvart". Hefði samstundis komið þér í flokk tálkvenda í hans huga, hann myndi því mæta næst með rauðvín og osta ekki tommustokk
Svava S. Steinars, 26.11.2007 kl. 01:21
Hrikalega eruð þið fyndin, elskurnar ... hahahahahahah
Sko, Steingrímur, ég hef kallað mig háaldraða í rúm 20 ár a.m.k. síðan ég heimtaði að sonur minn leyfði mér, háaldraðri móður sinni, að sitja í eina lausa sætinu í strætó!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.11.2007 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.