Pasta bloddí pasta

Pasta bloddí pastaBæði venjulegi maturinn og grænmetisrétturinn voru löðrandi í pasta. Í gamla daga var pasta ljómandi gott og óheyrilega gaman að búa til mismunandi rétti úr því. Stundum urðu þeir of sterkir, ef ég missti mig t.d. í chili-inu, ekki kannski mjög ítalskt ... svo fékk ég nóg af þessu hveitidrasli einn daginn.

Þegar ég var lítil var spagettí soðið jafnlengi og kartöflur og bragðaðist dásamlega með hakki og tómatsósu eða bara tómatsósu. Kokkteilsósan var svo fundin upp á unglingsárum mínum, ég er af þessari frægu 78-kynslóð sem var að komast upp á sitt besta þegar hamborgarar og franskar ruddu sér til rúms á landinu. Arfur 68-kynslóðarinnar er líklega tónlistin og afslappelsið (jafnvel hassið) en þessi 78 skilur tekkið og kokkteilsósuna eftir sig. Man eftir einni jólamáltíð heima á Rauðalæk, fullorðna fólkið fékk rjúpur og við unglingarnir kjúklinga  ... og rjómalagaða kokkteilsósu með. Þetta VAR spennandi nýjung á þessum tíma og þótti mjög flott. Kjúklingar voru líka ansi dýrir á þessum tíma. Jamm.

Þetta var matarvonbrigðablogg dagsins.

P.s. Veit hver hringdi í morgun. Það var ekkert æsispennandi, eiginlega bara næstum því rangt númer!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég borða ekki pasta, enda af 68´kynslóðinni.  Finnst þetta soðna hveiti zero girnilegt.

Ég hefði farið að gráta í mötuneytinu í dag.  Alveg hágráta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

alveg er ég sammála með þetta blessað pasta, það er ekki mjöööööög spennandi matur. 

Vonbrigði með símtalið sem þú misstir af, var búin að sjá fyrir mér æsispennandi blogg

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.11.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var farin að hlakka mikið til fyrramálsins þegar þetta hefði endurtekið sig EN ég með símann í bandi um hálsinn og hefði ekki misst af símtalinu frá dularfulla aðdáandanum sem ætlaði að bjóða mér far í rokinu. Það gerist örugglega samt eitthvað, frú Guðrún.

Það munaði minnstu að ég gréti, hágréti í mötuneytinu, Jenný!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.11.2007 kl. 14:53

4 identicon

Þið kunnið ekki gott að "éta" Meta Sumir pasta réttir geta verið allgjört lostæti nammi namm svo ekki græt ég við að slafra svoleiðis góðgæti Nú er blíða og sól á skaganum flott gluggaveður svo Róleg verður ferð þín heim!

Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehheh, Guðmundur, það verður súpa, ekki kjötsúpa þó!

Jú, jú, Brynja mín, til er gott pasta en það er harla erfitt að búa það til fyrir 200 manns svo gott verði.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.11.2007 kl. 15:16

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bannað að koma í kaffi milli 10 og 11 rúmlega, þá er ég í sjúkraþjálfun. Allir sem heimsækja mig á þriðjudögum eru settir í að segja mér lífsreynslusögu til að birta í Vikunni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.11.2007 kl. 15:36

7 identicon

Ég er enn mikill pastamaður ... en það þarf helst að vera með einhverju ... kjúklingar og pasta .... rækjur og pasta ....

 matarkveðjur úr norðrinu!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:42

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðmundur, ég myndi sko ekki reyna að pynta upp úr þér sögur, elskan. Við hefðum hvort eð er um nóg að spjalla. Ég verð komin í Skrúðgarðinn undir hálftólf. Vonandi verður góð og djúsí súpa. Og vonandi kemurðu!!!

Pastakveðjur norður og til ljónynjunnar ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.11.2007 kl. 09:03

9 Smámynd: Andrés.si

Pasta er ekki sem verstur matur nei. En ef þíð blogfélagar kaupið pokka til þess að klára öllu í 15 minutum er það vondur matur, sem ekki er ætlað okkur 68 kynslóðini. Ég var með pasta á disknum í gær. Og þar vantar ekki grænum og nyrna baunum í sósuni. 

Einmitt. Áður hef ég skrífað um súrkkál súpu. Hvar erum við staddir Gurri? :) 

Kv 

Andrés.si, 28.11.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 1505931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband