27.11.2007 | 15:20
Áhyggjufækkun, peningaminnkun, gleðiaukning
Það birti yfir í Skrúðgarðinum þegar Guðmundur, bloggvinurinn besti, gekk inn. Sumir standa við hótanir gærdagsins, Guðmundur er einn þeirra. Mikið var gaman að hitta hann! Hulda, eina sanna, var í búðarápi og ég dreif hana með í Skrúðgarðinn. Súpan alveg súpergóð og þriðjudagsmömmuklúbburinn á sínum stað í öðrum sal. Sakna þeirra helling en skil þær svo sem alveg að vilja vera sér og spjalla. Hitti eina þeirra og viðraði þennan söknuð. Kjáði framan í prinsinn hennar, ógurlega sætan. Held að ég fari alveg að öðlast þann þroska að verða amma. Hef, held ég, gefið upp á bátinn að koma með litla systur fyrir erfðaprinsinn. Það væri samt kúl að hafa tæp 30 ár á milli barna. Koma tímar, koma ráð.
Útsvarsáhyggjurnar: Í gærkvöldi kíkti Sigrún Ósk, meðreiðarmær mín, í heimsókn í himnaríki. Finnst líklegt að hún verði frábær í leiklistinni. Henni tókst að koma skilaboðum til Bjarna Ármanns í gær um að hann yrði látinn hlaupa í bjölluna, enda maraþonhlaupari mikill. Ég fæ sem sagt að sitja eins og klessa og vera sæt ... og vonandi gáfuð. Um daginn fékk ég spurninguna: Í hverju ætlar þú að vera? Sú manneskja á skilið mikið þakklæti því að ég hefði annars lent í miklum vandræðum. Föt eru ekki mínar ær og kýr. Skrapp í Nínu eftir Skrúðgarðinn og fékk svo góða hjálp við að velja falleg föt að ég mun bera af öllum þeim keppendum fyrr eða síðar sem nokkurn tíma hafa tekið þátt í spurningakeppni á Íslandi, jafnvel í öllum heiminum. Held ég. Hvít skyrta, svart vesti, svartur jakki, svört hálsfesti. Jólafötin komin, líka páska-, bolludags-, hvítasunnu- ...
Fór loksins með uppáhaldsúrið mitt í viðgerð til úrsmiðsins í Lesbókinni (Morgunblaðshöll okkar Skagamanna, Tommi bílstjóri býr á efstu hæðinni). Úrið á myndinni hér t.h. er svolítið líkt því.
Reykvískur úrsmiður hafði metið úrið ónýtt og ég ætlaði loksins að kaupa nýtt úr á keðjuna. Á henni eru fjórir fallegir túrkíssteinar. Þessi frábæri úrsmiður sagði að það þyrfti bara að hreinsa úrið, í því væri gott verk og algjör óþarfi að henda því. Snillingur! Þetta gladdi mig mjög.
Svona er allt á Skaganum. Konan hjá sýslumanni hér gerði t.d. óumbeðin við ökuskírteinið mitt eftir að hún hafði úrskurðað það í gildi. Bara lítið dæmi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 211
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 903
- Frá upphafi: 1505910
Annað
- Innlit í dag: 170
- Innlit sl. viku: 736
- Gestir í dag: 163
- IP-tölur í dag: 157
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég bíð ógeðslega spennt eftir föstudagskvöldinu og vá hvað ég held með Skaganum. Það er ekki eðlilegt hvað ég held með þér, honní.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 15:24
Ó, takk, Jenný!!! Ef allir bloggvinir (sem ekki eru hafnfirskir að upplagi) loka augunum og einbeita sér að sigri Skagamanna, senda svörin í hugskeyti og svona, þá held ég að vel gangi. Þótt við sigrum ekki þá verður samt gaman, við Sigrún ákváðum það í gærkvöldi.
Guðmundur, það var frábært að hitta þig. Vonandi kemur þú sem oftast á Skagann!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.11.2007 kl. 15:34
Hæ og æ, ég þarf að horfa á útsvarið eftir á á netinu. Jólahlaðborð (er að hugsa upp afsakanir, en nei, ég hef svo oft skrópað að ég get varla gert honum Ara það). Svona er þetta með samkvæmislífið, horfði á Álftanes frá Ungverjalandi og núna þarf ég að horfa á þig vinna um miðja nótt. Ég held með liðum sem byrja á A og Á og enda á -nes! Hlakka svo til.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.11.2007 kl. 15:36
já mikið verður gaman að sjá þig á sjónvarpsskjánum, ætlar þú að taka að þér hultverkið að látbragðleik?
siggi
siggi (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:40
Ætla líka að horfa á þetta á Netinu, ef ég þori. Farðu endilega á jólahlaðborð, Anna mín.
Held, Siggi, að Sigrún fari í látbragðsleikinn, hún virkar góð leikkona, þessi elska. Ég ætla að sitja kyrr og vera sæt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.11.2007 kl. 15:50
Þó ég aki hvern dag um í Hafnarfirði og hætti á hermdaraðgerðir þá skal ég halda með Skaganum af lífi og sál. Guðmundur er náttlega eðalnáungi, það þekki ég persónulega...ekki verra að hann á líka son sem er eðal líka.
Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 16:03
ævinlega SÆT
siggi
siggi (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:04
Vildi hafa þorað til ykkar í Skrúðinn, er bara soooo feiminn.
Í hvaða vin á að hringja?
Þröstur Unnar, 27.11.2007 kl. 16:08
Þið eruð eðalfólk
Þröstur, þú þarft ekki að vera hræddur, við erum voða góð ... Takk fyrir ábendinguna, við þurfum endilega að ákveða hvern við hringjum í. Verst að Tommi strætóbílstjóri (sem veit allt) verður með rokkþátt á Útvarpi Akraness á þessum tíma.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.11.2007 kl. 16:19
Já Ekki spurning það verður sko komið sér kósí fyrir í Lazygörl með osta og næs og horft á útsvar áframm Akranes Hlakka til að sjá þig skvísuna sjálfa í nýju fötunum frá Nínu það fer svo að vera freystandi að koma við í skúðgarðinum á þriðjudögum hummmm...Seigi eins og þröstur er hálf feimin ekkert mál að feysa fólk í netheimum ennn jah læðist kannski með veggjum þar næst
Brynja blogg.central.is/skordal_1 (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:41
Mikið væri gaman að hitta þig, Brynja. Komdu endilega á Skrúðgarðinn, kannski á laugardaginn, þá verður mikið fjör. Útsending Útvarps Akraness verður þaðan sem er snilldarhugmynd!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.11.2007 kl. 16:49
OMG hvað kona (moi) er illa inni í hlutunum. Hvar og hvenær á ég að horfa á Útsvarsþátt?
Gaman að heyra hversu mikil sveitastemning er á Skaganum; þá meina ég allir svo persónulegir og hjálpsamir. Gleðilegt að úrið skuli veri í góðu lagi.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.11.2007 kl. 18:19
Á föstudaginn (kl. 20.10 held ég). Ef þú ert ekki þeim mun meiri Hafnfirðingur í hjarta þínu þá máttu alveg senda góða strauma ... mín orðin nokkuð stressuð!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.11.2007 kl. 18:22
ekki skemmtilegt þegar eitthvað sem maður eeelskar bilar og einhver ein manneskja úrskurðar það dautt..ónýtt.
reyni að glápa á föstudaginn... eða tek það bara upp á nýju græjuna
Hulda (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:53
Sko ég verð nebbla komin með sjónvarpstengingu..jamm..sjónvarpskallinn kemur á morgun og þá fær þessi familí hérna LOKSINS sjónvarp og ég hin Hafnfirska mær mun senda hafnfirsk hugskeyti í gríð og erg til liðs skagamanna og svo kemur þú auðvitað bráðum í heimsókn í Vesturbæinn..ha?
Knús með tilhlökkunarívafi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 20:12
Ef mig minnir rétt þá er það þannig með þig innanborðs þá getum við Sagamenn farið að fagna sigri. Ég horfi og sendi góða strauma.
Einar Vignir Einarsson, 27.11.2007 kl. 20:23
Jón Arnar, vona að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum. Minni á að sjónvarp bætir um 50 kílóum á fólk, sérstaklega konur (karlar verða bara herðabreiðari og karlmannlegri), og það er eiginlega tímabært að setja nýja mynd hér á bloggið. Þessi er örugglega orðin sjö ára. Guðmundur er í svo miklum afagír að hann myndi frekar hjálpa mér við að verða amma, karlormurinn ...
Hulda og Katrín, hlakka til að fá straumana frá ykkur. Og Einar Vignir, mundu að ég skrökva oft hérna á blogginu, bæði í sambandi við fegurð og gáfur. Annað ýki ég ... og dreg úr hinu. Nú er bara að giska ... heheheheh! Vona að við verðum heppin með spurningar og getum svarað einhverju!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.11.2007 kl. 20:39
Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2007 kl. 21:37
Ég hélt að enginn notaði úr lengur. Það er klukka í öllum farsímum.
Jens Guð, 27.11.2007 kl. 22:10
Hver er þessi galdraúrsmiður?Ég giska að hann heiti,Guðmundur Hannah. ?
Sá gamli félagi minn er galdramaður í úrum og klukkugaldraverkum.
Jensen (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:53
ohh ! maður verður að fara að "rekast inn" á Skrúðgarðinn á þriðjudögum í súpu, aldrei að vita hverja maðaur hittir hehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 28.11.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.