Hvessir hratt á Kjalarnesi

Kjöt í karrí í venjulega matnum, pastaréttur í grænmetisdeildinni, sjávarréttasúpa í súpunum. Maður nokkur sagði þegar hann stóð við hlið mér þar sem við gengum frá diskunum okkar að honum hefði ekki fundist súpan góð ... Held að hann hafi bara verið að halda uppi samræðum ... eða hvað.

Komst að því að tónleikar Páls Óskars á laugardaginn eru í raun krakkaball, ókeypis inn og fullorðið fólk fær aðgang í fylgd með börnum ... Svo spilar hann ekki fyrr en kl. 23 í Breiðinni, gamla hótelinu. Nenni ekki þangað, fer frekar á barnaballið, búin að fá dóttur Ellýjar lánaða.

Ásta var að hringja. Hviðurnar nálgast hratt 30 m/sek í Kjalarnesinu og við erum að hugsa um að drífa okkur bara af stað fljótlega. Ætla að reyna að sofa sætt og vel í nótt þrátt fyrir veðurhaminn sem spáð hefur verið.

Strákarnir í hönnunardeildinni sögðust vera sárir yfir dótahorninu í Hagkaup, sérlega ætlað strákum. Þeim finnst nefnilega gaman að kaupa í matinn og elda, enda eru þeir ekki vanvitar sem horfa slefandi á sjónvarp þegar þarf að kaupa lífsnauðsynjar inn til heimilisins. Tek það fram að ég vil ekki hekluhorn, þótt ég hafi gaman af því að hekla, og vita af erfðaprinsinum aleinum að velja í matinn. Hvað þá eiginmanni, ef ég hefði gengið út aftur. Annars nenni ég ekki að æsa mig mikið yfir þessu. Ég vil endilega hafa mun á kynjunum ... bara ekki launamun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki launamun, ekki aðstöðumun.  Það er á hreinu.  Meiri bjánarnir hjá Hagkaupum að gefa svona skít í konur sem eyða peningunum sínum hjá þeim og í leiðinni gera lítið úr körlum, sem eru auðvitað, eins og þú réttilega segir, engir slefandi vanvitar.

Farðu varlega Gurrí mín og njóttu lífsins örugg heima í Himnaríki.  Ekki dunda þér í "pabbahorninu" þegar þú kaupir inn.  (Audda ferðu í Einarsbúð).

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko ég ætla að heimta karlaaðstöðu í Einarsbúð á upphækkuðum palli, með kaffihorni, kakóhorni, og útkíkki yfir hinar íðilfögru Skagameyjar sem versla þar allan liðlangan daginn.

Mundi fara að drífa mig Gurrí, annars þarftu að synda, held ég.

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, Þröstur, svo sest ég hjá þér og hef útsýni yfir alla sætu karlana í Einarsbúð ... góð hugmynd, segi Einari frá þessu á eftir.

Held að Ásta hljóti að fara að koma, Jenný. Við höfum keyrt á milli í 42 m/sek, nú að verða 30 ... en algjör óþarfi að taka sénsinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:30

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Kökublaðið er sjúklega flott hjá ykkur. Til hamingju stelpur þið eruð snillingar.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:45

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Best að skutlast eða láta bara feykja sér í næstu búð og fá sér kökublað og bíða svo aftur eftir meðvindi og láta feykja sér heim...

Knús og hlakka til að sjá Maddömuna annað kvöld á skjánum. Sjónvarp breytir lífi manns.S egi það og skrifa. Og svo getur maður hlustað á þig í útvarpinu á laugardaginn. Þú ert sannkallaður fjölmiðill Gurrí mín..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 171
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 863
  • Frá upphafi: 1505870

Annað

  • Innlit í dag: 137
  • Innlit sl. viku: 703
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband