Fokið heim í heiðardalinn

Erfðaprins í innkaupumLaugardagsveisla í himnaríkiVið Ásta komumst heilu og höldnu (í hviðum upp á 27 m/sek) alla leið í Einarsbúð og þangað mætti erfðaprinsinn ofsaglaður, enda finnst honum fátt skemmtilegra en fara í búðir. Á meðan ég lá í hægindastól í spennumyndahorninu keypti erfðaprinsinn í matinn og það lítur út fyrir guðdómlegan kvöldverð í himnaríki á laugardag. Fimm manna veislu.

Fékk þessa líka frábæru hjálp í Einarbúð við valið, ákvað að kaupa fylltan lambahrygg með gráðaosti og villisveppum, verður tilbúið á morgun. Það er nóg að segjast ætla að halda veislu þá er ekkert lát á hugmyndum og ráðgjöf í þessarri búð. Þetta verður ekki gamaldags ósmekkleg veisla með 20 tegundum af meðlæti og kokkteilsósu, eins og ég var þekkt fyrir, alla vega ein jól í gamla daga. Þess í stað verður ferskt salat og sætkartöfluréttur. Þarf reyndar að finna sellerírót til að fullkomna þann síðarnefnda. Jamms, það er nóg að gera á stóru heimili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, værirðu til í að deila með þér sætukartöfluuppskrift.  Nota þær mikið og get alltaf þegið tilbreytingu.

Bon apitit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 20:11

2 identicon

ég vona að þú borðir nú ekki yfir þig af öllum þessa góða mat sem e-prinsin var að kaupa, á MEÐAN ÖLDURÐ móðir sat og skoðaði spennumyndir, fannstu eina til að horfa á? Er ekki komið mikið rok í himmnaríki? Hér í Norlingaholtinu er nokkuð hvasst, vara meira að seigja að hugsa um að taka niður jólaljósin sem ég er búin að setja upp á savlirnar, en ég myndi fjúka á haf út ef ég myndi leggja í það að fara út á svalir, þó er nú nokkuð þungt í mér pundið. Góð gjöf til uppáhalds móður er aldrei of dýr, og hugsaðu þér þá þarft þú ekki að naggast í honum e-prinsi að ryksuga fyrir þig. En flottur diskur t.d Ellen og "when I think of engles I think of you" í nýrri útsetningu er frábær gjöf. 'Eg verð að kaupa hann sjálfur og hlusta á hann í laumi.

bestu kv til þín og e-prinsins + katta

siggi

siggi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta var matarleg færsla.  Blogglegt smjattpatterí frá mér.

Í sveitinni er það ekki talinn góður siður við lömbin sín hryggu að fylla þau með öðru en góðum (l)anda úr pyttlu.  En auðvitað er þetta öðruvísi í úthverfum tjöruborgar.

Steingrímur Helgason, 30.11.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bíddu, er þetta fjölskyldumynd frá síðustu matarveislu, sýnist þú vera þarna og erfðaprinsinn við hlið "aldraðrar" móður sinnar

Vonandi sofa allir vel í himnaríki í nótt, þrátt fyrir belginginn í Kára gamla

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 00:27

5 identicon

Gurrí mín...

Gangi þér ógó vel í kvöld í Útsvarinu. Ég efa ekki að þú verður ekki bara flottust, heldur gáfuðust líka...

Hlakka til að sjá þáttinn svo á sunnudag þegar ég skila mér aftur frá Budapest...

Gangi þér vel og ég skal lána þér gáfurnar mínar í eins og klukkutíma í kvöld ;)

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 208
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 1505907

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband