Sætustu sjarmatröllin

Úlfur og Ísak sjarmatröllÞað styttist í að sjarmatröllin í ættinni verði ársgamlir eða tæpar þrjár vikur. Af því tilefni stal ég nýlegri mynd af heimasíðunni þeirra. Veit að þetta er frænkumont en það rennur nú þingeyskt blóð í æðunum ... með þessu skagfirska, eyfirska og sunnlenska.

Stefni á algjöran letidag í dag, horfa á vídjó á milli þvottavéla, eitthvað slíkt. Tókst með herkjum að sofa til hádegis. Mikill vinnukafli fram undan, gott að vera vel úthvíld. Annars sagðist erfðaprinsinn ætla að viðra mig, hann er ekki bara stærri og frekari heldur gekk hann í Heimspekiskólann þegar hann var lítill. Lærði að rífa kjaft á kurteislegan hátt og rökstyðja mál sitt. Jamm, vona að dagurinn ykkar verði góður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æ, en krúttlegir! Já, fínn letidagur hérna, vona að þú getir líka slakað á og haft það rosalega gott.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.12.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var að setja í vél og ætla að fara að horfa á myndina um Simpsons! Snilld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.12.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: www.zordis.com

Algjörir dásemdardrengir, svakalega mikil breyting á þeim en sami grallarasvipurinn! 

Að rífast kurteisilega er kúl, hefði getað notað það í dag .....

www.zordis.com, 2.12.2007 kl. 20:22

4 identicon

Frænkur hafa þau forréttindi að mega monta sig, enda eru þetta meira en lítil sjarmatröll og full ástæða til að vera montin af þeim, góð blanda greinilega.

Til hamingju með sigurinn í Útsvari

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:43

5 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Þeir eru ofsasætir en ég verð að segja að í huga mér hljómar alltaf ,,Gurrí glæsilega" eftir að ég sá þig í sjónvarpinu. Ég var ekkert smá stolt fyrir hönd nágranna minna.

Guðrún Vala Elísdóttir, 2.12.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 56
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 694
  • Frá upphafi: 1505985

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband