Einnar konu kór

Kór Guðríðar af himnaríkiSmá kvef og slappleiki í gangi og aukaverkun af því er hreint ævintýraleg. Þegar ég tala er eins og fullt af Gurríum sé að tala. Segja má að tal mitt sé raddað og vel má greina sópran, alt, tenór og bassa með smá róbótahljóðum ef vel er hlustað. Ég hef ekkert bloggað síðan í gær af því að ég var að stofna einnar konu kór og hef verið upptekin við að æfa Jólaóratóríu Bachs í allan dag. Alveg satt. Erfðaprinsinn virðist skíthræddur þegar ég kalla á hann og kemur strax með inniskó í munninum og kaffi og teppi og handklæði og fleira til öryggis því að hann veit ekki hvaða raddir þetta eru sem hann heyrir í höfðinu á sér. Mér dettur ekki í hug að róa hann.

Hélt sjúklega flotta tónleika fyrr í kvöld, tek það fram að allir sem sjást í mynd bærðu eingöngu varirnar. Ég stóð fyrir aftan og á allan heiðurinn af söngnum. Þakka Sinfóníuhljómsveitinni fyrir  aðstoðina. http://youtube.com/watch?v=ggm0SZCWKZo&feature=related

P.s. Hlekkja með færslu frá Jens Guði sem ég hvet alla til að lesa: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/391858/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þið eruð sérdeilis undursamlegur kór, Gurríar. Sérstaklega hvað sópraninn hljómar vel í köflunum sem hæst fara. Hreinræktaður unaður.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.12.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

alveg sammála henni Guðnýju, aldeilis dýrð Frú Englaraddir úr Himnaríki

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

klikkað flott, bara!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.12.2007 kl. 23:57

4 identicon

En fyrir utan það að þér batni þá hvenær verða jólatónleikar ég var á einum í gærkveldi og væri alveg til í aðra.

láttu þer batna dúllan mín og láttu erfðaprinsinn snatta sem mest í kringum þig þú átt það inni

kveðja tanta Svanas

tanta Svana (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 00:58

5 Smámynd: Jens Guð

  Það á alltaf að fagna kvefpestum.  Fátt gerir fólki janf gott og góð kvefpest.

Jens Guð, 16.12.2007 kl. 01:08

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég gleymdi að þakka fyrir stuðninginn við Aflið.  Geri það hér með.  Bestu þakkir. 

Jens Guð, 16.12.2007 kl. 01:10

7 identicon

Láttu þér batna og ekki hvað síst: Láttu stjana svolítið við þig, ótrúlegt hvað það getur gert mikið kraftaverk

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 14:06

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært myndband, en Bördí Jennýarson flippaði, veit ekki hvort það var af gleði eða ótta.

Knús og batakveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 15:47

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú færð alveg rífandi flotta dóma þarna eins og t.d.:  "Magnifique!!" - "This is the way this piece was meant to be: divine!!" - "god this is awesome" - "I'm speechless, it's so great !!!!" - "This is extremely impressive." - "This is how good it can be, and goodness isn't it just great?"  Ekki verið að spara lýsingarorðin þar, til hamingju.

Maria Callas... who?

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 15:59

10 identicon

PS: Mikið svakalega ertu mikil multitask kona - sópran, alt og alles

Annars má ég til með að koma því að að ef einhver tónlist kemur mér í jólafíling þá er það eitthvað svona háklassískt - svo ég segi bara takk fyrir þessa tónleika mín kæra

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 630
  • Frá upphafi: 1506029

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband