Litla stúlkan með kveikjarakassann ...

Litla stúlkan með kveikjarakassannVildi bara leiðrétta það hér og nú að ég er ekki á tónleikaferðalagi um heiminn, eins og örugglega allir hafa haldið. Nú er ég orðin öllu meiri tenór og bassi og gæti stofnað karlakór. Undarleg óhljóð í bland við snýtingar, dæs og andvörp, sérstaklega þegar erfðaprinsinn heyrir til. Hann dekrar móður sína sem hefur setið við tölvuna með hléum í dag og skrifað ómótstæðilegar greinar. Flottu nefdroparnir frá Ameríku, þessir með cayenne-piparnum, eru orðnir hálfbitlausir, enda tveggja ára gamlir. Er að hugsa um að hringja í samstarfskonu mína sem lumar á ammrískum kveflyfjum þar sem ein tafla sameinar verkjalyf, nefdropa, hóstamixtúru og sætt knús, og biðja hana um að koma með í vinnuna á morgun. Eins og við erum ammrísk þjóð þá skil ég ekki af hverju við fáum seríos og allt slíkt en ekki svona lyf, hvaða hagsmunir ætli séu hafðir í huga í því sambandi?

Heitt baðÁkvað að það hlyti að vera einstaklega hollt og heilandi að fara í heitt bað. Ætlaði að láta renna en það koma bara nokkrir kaldir dropar. Með kænsku og aðstoð erfðaprinsins látum við heita vatnið renna í eldhúsinu og baðvaskinum því að það virðist hafa einhver áhrif. Gleymi alltaf að tala við húsfélagsstjórnina, æ, ég er víst í henni sjálf ... Það koma ekki jól nema hægt sé að fara í jólabað ... eins gott að þetta verði í lagi. Ef ég geng út á næsta ári (eins og spákonan sagði) þá panta ég pípara eða smið, það dugir ekkert minna. 

Nú er elsku erfðaprinsinn að ryksuga niður tröppurnar frammi, niður að næstu hæð. Kubbur hvarf inn í skáp þegar ryksugan fór í gang, Tommi fylgist spenntur með. Held að drengurinn sé gott mannsefni, ekki datt mér í hug að biðja hann um þetta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Láttu þér líða vel.Alltaf gaman að kíkja í bloggið þitt.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Já, átti nú ekki von á þér fyrr en eftir jól, úr tónleikaferðalaginu.

Sko, bara út að skokka þá losnar allt kvef.

Þröstur Unnar, 16.12.2007 kl. 19:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sé fyrir mér að kona eins og þú eigir að eiga eldgamalt frístandandi baðkar og svo einhvern til að hella yfir þig passlega heitu vatni og nudda bak þitt ofl.  þá yrði nú allt kvef fljótlega á brott.  Bath Tub 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 20:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er bara að vera heima á morgun Gurrí mín, ekki vaða of snemma til vinnu.  Stórhættulegt.

P.s. held að það sé verið að hugsa um hag lyfsala (með því að flytja ekki inn lyfið góða) og tannlækna (fyrir að flytja inn Cocoa Puffs).

Jabb, heldða, ég sverða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 21:56

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æææ þú líka! Þetta eru ekkert sniðugar pestir. Var í skírn í gær (hefði ekki átt að mæta, en mig langaði svooooo) og þar voru tvær læknar, ,,auðvitað" hvort tveggja ungar konur, sem voru nýskriðnar upp úr 14 daga pestum, en ég hélt að svona væri alltaf bara vika, max, og ætlaði því að vera komin á fætur. Búin að mæta í eitt próf veik (slapp bara vel) en ég held ég fari ekki í annað. Notaðu baðbomburnar, því þú átt varabirgðir sem mæta óinnpakkaðar með jólapakkanum þínum!!!! svo þú haldir ekki að við séum að halda þeim frá þér til að spara jólagjafainnkaup. Ónei, svoleiðis munum við ekki verða uppvís að, þannig að kláraðu birgðirnar, meira á leiðinni!!!!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.12.2007 kl. 23:00

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gleymdi að segja þér aðferðina: Sjóða fullt af vatni í öllum pottunum þínum og demba ofan í baðið, allt í lagi þótt það taki nokkrar lagnir. Fylla svo upp með köldu ef með þarf. Klikkar ekki (heldurðu að maður hafi ekki lent í ýmsu?)!!!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.12.2007 kl. 23:02

7 Smámynd: Fishandchips

Úbbs, las fyrirsögnina sem litla stúlkan með kveikjararassinn Smá lesblinda í gangi

Fishandchips, 17.12.2007 kl. 00:24

8 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ég kíki alltaf reglulega á bloggið hjá þér, alltaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar

Ég mæli með sólhatti og c-vítamíni, ég náði mér uppúr þessu á viku með því. Láttu svo erfðaprinsinn dekra við mömmusín

Vera Knútsdóttir, 17.12.2007 kl. 00:48

9 identicon

Þetta með kvefið.

Einn hvítlauksgeiri lagður á disk og yfir hann skal strá cyenne pipar þar til ekki sést í laukinn.

 Eftir smástund skal hella Norskum brjóstdropum yfir og þegar þetta er búið að vera á disknum í sex tíma,

þá er þér batnað.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 04:21

10 Smámynd: Adda bloggar

komnar myndir af nýja prinsinum.kvitt og knús

Adda bloggar, 17.12.2007 kl. 10:05

11 identicon

Það stoðar nú lítið að panta sér iðnaðarmann. Heyrst hefur að skósmiðir gangi í götugum skóm.

Kveðja frá iðnaðarmanni. 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 11:28

12 Smámynd: krossgata

Þú ættir nú að panta viðtal hjá þér og ræða þessi pípulagningamál alvarlega.  Þú sem húsfélagsstjórn getur ekki boðið þér upp á svona ástand um jólin. 

krossgata, 17.12.2007 kl. 12:58

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég var að stíga upp úr þessari flensu. Vona sannarlega að þú farir vel út úr henni. Ég er búin að éta þvílík býsn af sólhatti að ég er komin með ógeð.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 14:46

14 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.12.2007 kl. 00:48

15 identicon

Bara að senda litla jólakveðju frá mér.

hafðu það sem allra best um jólin og láttu þér nú batna.

kveðja tanta Svana

svana (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 09:49

16 Smámynd: Fjóla Æ.

Ef þú gefur út geisladisk þá ætla ég að kaupa hann.

Batni þér sem allra fyrst. Ég skal reyna að senda bata og hreystisstrauma yfir hafið til þín. (Fæ smá aðstoð því vindurinn liggur yfir til þín).

Fjóla Æ., 18.12.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 627
  • Frá upphafi: 1506026

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband