19.12.2007 | 19:50
Lymskuleg útrýming pósthúsa og vottur af svarta dauða ...
Tókst að vinna frá 8-14 í dag ... en ekki að blogga. Komst heim með Ástu og síðan við sæmilegan leik í leisígörl þar sem ég hef legið meira og minna síðan. Horfði reyndar á DVD-mynd að beiðni erfðaprinsins en í hans huga er slíkt bara slökun og guðdómlegheit. Myndin, Knocked Up, byrjaði og endaði vel, var soldið fyndin en féll svo á tímabili ofan í gryfju staðalímynda þar sem karlarnir eru skuldbindingafælnir aumingjar og konurnar nöldrandi viðurstyggðir sem gera fátt annað en reyna að breyta mönnum sínum. Ég veit að það er til svona fólk en því fólki hefur líka verið sagt frá blautu barnsbeini að svona séu nú karlar og svona séu nú konur. Þegar ég sá einhverja skelfilega sjálfsræktarbók nýlega, man ekki heitið á henni ... kannski Konur hugsa of mikið, eða Kona, hugsaðu meira! fattaði ég að bækur, sjónvarpsmyndir og svona viðhalda þessu. Brennum bæk ... heheheh, djók!
Ég las gamlar læknabækur í draumi áðan og komst að því að þau einkenni sem hrjá mig benda til þess að sé mjög líklega með svarta dauða. Þegar ég snýti mér þá flautar hægra eyrað ... svarti dauði. Hnerri þrisvar í röð, mörgum sinnum á dag ... svarti dauði. Að vísu held ég að ég muni ná mér upp úr þessu, sérstaklega af því að Ásta er á bíl á morgnana og ég þarf ekki að skjálfa úti á stoppistöð eða pína mig upp Súkkulaðibrekkuna í öllum veðrum.
Verst að hafa ekki komist í afmælið hennar Hildu systur í gær en hún varð 89 ára, þessi elska og er bara skrambi ern. Sætustu tvíburar í heimi, Ísak og Úlfur, eiga svo ársafmæli í dag. Knús!!!
Vinkona mín hringdi örvæntingarfull í mig um fjögurleytið í dag. Ertu við tölvuna? Viltu þá athuga fyrir hvar hægt er að finna pósthús í Reykjavík! Ég fann heimasíðu Póstsins og viti menn, það er næstum búið að útrýma pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Í gamla daga, eða fyrir nokkrum árum, gat ég t.d. valið um að fara á pósthúsin á Hofsvallagötunni, í Pósthússtræti eða í Eiðistorgi, í réttri fjarlægðaröð frá Hringbrautinni.
Ég tilkynnti vinkonunni að í Reykjavík, hinni dreifðu höfuðborg lýðveldisins Íslands, er að finna heil fimm pósthús (eða drög að pósthúsi) á eftirfarandi stöðum: Pósthússtræti 5, Þönglabakka 1, kassi í Hagkaupum í Eiðistorgi (drög), Hraunbæ 119 og Hverafold 1-3. Fyrirtækjapósthús er í Stórhöfða 32. Eitt pósthús er síðan í Kópavogi, annað í Garðabæ, eitt í Mosó og eitt í Hafnarfirði. Svo er dýrlegt pósthús hér á Skaganum. Tæknin er auðvitað orðin svo mikil að fólk getur sent jólapakkana með tölvupósti.
Þessi sama vinkona sagði mér frá fyndnustu jólagjöf sem hún hefur fengið á ævinni. Hún var þá í þremur vinnum, af því að einstæðar mæður hafa það svo gott, og skúraði m.a. daglega á leikskóla. Frá leikskólanum fékk hún leikhúsmiða fyrir einn í jólagjöf! Hún fann þennan miða í jólatiltektinni 2007 og var löngu búin að gleyma þessum miða. Annar leikskóli gaf starfsfólki sínu eina jólakúlu á kjaft. Algjör snilld!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
hafðu gleðilegustu jól, takk fyrir árið !
AlheimsLjós til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:31
Frekar notalegt pósthús á Selfossi, sendu mér bara það sem þú þarft að senda og ég sendi það svo fyrir þig farðu vel með þig skagastelpa.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:41
Vonandi ferðu að ná þér af pestinni. Já þetta með pósthúsa útrýminguna er ömurlegt. En ég komst að því í jólakortaflórunni að pósthúsið mitt sem áður var í Kringlunni og svo á Grensásveginu er flutt í Síðumúlann. Þannig að ef upptalning þín er rétt þá þarf að uppfæra heimasíðu póstsins. Nema því hafi verið loka í síðustu viku.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 19.12.2007 kl. 22:24
Ásdís, hvernig á hún að senda það? Með póstinum?
múhahahah
Ég sakna pósthússins í Skipholti. Alltaf stæði, eitthvað annað en á Grensásvegi. Vinur minn vinnur hjá póstinum og hann HATAR liðið sem leggur fyrir innkeyrsluna þeirra „bara í smástund“, það er alltaf einhver þar bara í smástund á meðan hann stendur í égveitekki hvað langri biðröð inni á pósthúsinu.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.12.2007 kl. 23:19
Já, einkavæðing er svo góð skapar samkeppni og eykur þjónustu. MY ASS!!! Ég ætla að senda alla mína pakka með tölvupósti í ár Tekekkiþáttíessu.
Vona annars að þú náir þér af svartadauðanum. Það er víst andstyggilegur sjúkdómur. Minnir mig á apótekin sem eru einnig markvisst að hverfa. Þetta er allt eitt stórt samsæri!
Laufey Ólafsdóttir, 20.12.2007 kl. 02:09
VIÐVERUKVITT.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 02:31
Zad vantar póstzjón sem kemur heim og naer í dýrdina!
Láttu zér batna og njóttu farsins hjá Ástu!! Kommon Hilda 89 ára mikid lítur hún vel út konan!!!!!!!
www.zordis.com, 20.12.2007 kl. 08:23
Dásamleg umræða. Gæti ekki verið meira sammála. Sendum jólapakkana í tölvupósti!
En hvernig gengur ykkur annars að fá jólapakkana? Sjálf fékk ég mína pakka sl. jól þann 20 febrúar í ár. Þeir voru póstlagðir 14. desember 2006!
Gleðileg jól
KGM (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.