Lymskuleg útrýming pósthúsa og vottur af svarta dauða ...

DúllurnarTókst að vinna frá 8-14 í dag ... en ekki að blogga. Komst heim með Ástu og síðan við sæmilegan leik í leisígörl þar sem ég hef legið meira og minna síðan. Horfði reyndar á DVD-mynd að beiðni erfðaprinsins en í hans huga er slíkt bara slökun og guðdómlegheit. Myndin, Knocked Up, byrjaði og endaði vel, var soldið fyndin en féll svo á tímabili ofan í gryfju staðalímynda þar sem karlarnir eru skuldbindingafælnir aumingjar og konurnar nöldrandi viðurstyggðir sem gera fátt annað en reyna að breyta mönnum sínum. Ég veit að það er til svona fólk en því fólki hefur líka verið sagt frá blautu barnsbeini að svona séu nú karlar og svona séu nú konur. Þegar ég sá einhverja skelfilega sjálfsræktarbók nýlega, man ekki heitið á henni ... kannski Konur hugsa of mikið, eða Kona, hugsaðu meira! fattaði ég að bækur, sjónvarpsmyndir og svona viðhalda þessu. Brennum bæk ... heheheh, djók!  

Svarti dauði ekki spurningÉg las gamlar læknabækur í draumi áðan og komst að því að þau einkenni sem hrjá mig benda til þess að sé mjög líklega með svarta dauða. Þegar ég snýti mér þá flautar hægra eyrað ... svarti dauði. Hnerri þrisvar í röð, mörgum sinnum á dag ... svarti dauði. Að vísu held ég að ég muni ná mér upp úr þessu, sérstaklega af því að Ásta er á bíl á morgnana og ég þarf ekki að skjálfa úti á stoppistöð eða pína mig upp Súkkulaðibrekkuna í öllum veðrum.

Úlfur og ÍsakVerst að hafa ekki komist í afmælið hennar Hildu systur í gær en hún varð 89 ára, þessi elska og er bara skrambi ern. Sætustu tvíburar í heimi, Ísak og Úlfur, eiga svo ársafmæli í dag. Knús!!!

Vinkona mín hringdi örvæntingarfull í mig um fjögurleytið í dag. „Ertu við tölvuna? Viltu þá athuga fyrir hvar hægt er að finna pósthús í Reykjavík!“ Ég fann heimasíðu Póstsins og viti menn, það er næstum búið að útrýma pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Í gamla daga, eða fyrir nokkrum árum, gat ég t.d. valið um að fara á pósthúsin á Hofsvallagötunni, í Pósthússtræti eða í Eiðistorgi, í réttri fjarlægðaröð frá Hringbrautinni.  

PósthúsÉg tilkynnti vinkonunni að í Reykjavík, hinni dreifðu höfuðborg lýðveldisins Íslands, er að finna heil fimm pósthús (eða drög að pósthúsi) á eftirfarandi stöðum: Pósthússtræti 5, Þönglabakka 1, kassi í Hagkaupum í Eiðistorgi (drög), Hraunbæ 119 og Hverafold 1-3. Fyrirtækjapósthús er í Stórhöfða 32. Eitt pósthús er síðan í Kópavogi, annað í Garðabæ, eitt í Mosó og eitt í Hafnarfirði. Svo er dýrlegt pósthús hér á Skaganum. Tæknin er auðvitað orðin svo mikil að fólk getur sent jólapakkana með tölvupósti.

Þessi sama vinkona sagði mér frá fyndnustu jólagjöf sem hún hefur fengið á ævinni. Hún var þá í þremur vinnum, af því að einstæðar mæður hafa það svo gott, og skúraði m.a. daglega á leikskóla. Frá leikskólanum fékk hún leikhúsmiða fyrir einn í jólagjöf! Hún fann þennan miða í jólatiltektinni 2007 og var löngu búin að gleyma þessum miða. Annar leikskóli gaf starfsfólki sínu eina jólakúlu á kjaft. Algjör snilld! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hafðu gleðilegustu jól, takk fyrir árið !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frekar notalegt pósthús á Selfossi, sendu mér bara það sem þú þarft að senda og ég sendi það svo fyrir þig     farðu vel með þig skagastelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Vonandi ferðu að ná þér af pestinni. Já þetta með pósthúsa útrýminguna er ömurlegt. En ég komst að því í jólakortaflórunni að pósthúsið mitt sem áður var í Kringlunni og svo á Grensásveginu er flutt í Síðumúlann. Þannig að ef upptalning þín er rétt þá þarf að uppfæra heimasíðu póstsins. Nema því hafi verið loka í síðustu viku.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 19.12.2007 kl. 22:24

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ásdís, hvernig á hún að senda það? Með póstinum?

múhahahah

Ég sakna pósthússins í Skipholti. Alltaf stæði, eitthvað annað en á Grensásvegi. Vinur minn vinnur hjá póstinum og hann HATAR liðið sem leggur fyrir innkeyrsluna þeirra „bara í smástund“, það er alltaf einhver þar bara í smástund á meðan hann stendur í égveitekki hvað langri biðröð inni á pósthúsinu.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.12.2007 kl. 23:19

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Já, einkavæðing er svo góð skapar samkeppni og eykur þjónustu. MY ASS!!! Ég ætla að senda alla mína pakka með tölvupósti í ár Tekekkiþáttíessu.

Vona annars að þú náir þér af svartadauðanum. Það er víst andstyggilegur sjúkdómur. Minnir mig á apótekin sem eru einnig markvisst að hverfa. Þetta er allt eitt stórt samsæri!

Laufey Ólafsdóttir, 20.12.2007 kl. 02:09

6 identicon

VIÐVERUKVITT.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 02:31

7 Smámynd: www.zordis.com

Zad vantar póstzjón sem kemur heim og naer í dýrdina!

Láttu zér batna og njóttu farsins hjá Ástu!!  Kommon Hilda 89 ára  mikid lítur hún vel út konan!!!!!!!

www.zordis.com, 20.12.2007 kl. 08:23

8 identicon

Dásamleg umræða. Gæti ekki verið meira sammála. Sendum jólapakkana í tölvupósti!

En hvernig gengur ykkur annars að fá jólapakkana? Sjálf fékk ég mína pakka sl. jól þann 20 febrúar í ár.  Þeir voru póstlagðir 14. desember 2006!

Gleðileg jól

KGM (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband