Æsilegt næturlíf himnaríkis

HimnaríkiðDaginn sem ég flutti í himnaríki, 10. febrúar 2006, ríkti mikil hræðsla og ógurlegt óöryggi hjá Kubbi og Tomma. Steingerður flutti mig, expressóvélina og kettina í hundabúri upp á Skaga og köttunum var komið fyrir inni á stóru baðherberginu við komu. Kubbur fann sér samstundis öruggari stað inni í tómum baðskáp. Hún þrýsti trýninu fast upp að veggnum svo sá á henni í nokkra daga á eftir. Þetta voru vel uppaldir kettir sem sváfu ekki í rúminu hjá „mömmusín“, heldur í eigin rúmum annars staðar í íbúðinni við Hringbraut. Þegar flutningamennirnir höfðu borið upp búslóðina og höfðu kvatt með kossi (minnir mig) þurfti að sinna elskunum hræddu. Ég bjó um mig í meyjarskemmunni og hvatti kettina til að lúlla hjá mér. Bara í þetta eina sinn ...

Ekki er allt sem sýnistNúna, tæpum tveimur árum seinna, er kominn ákveðin hefð á þessi mál. Kubbur eignaði sér rúmið mitt með tímanum og hefur rekið Tomma þaðan með harðri loppu ef hann reynir að koma, Tomma tekst að lauma sér ef Kubbur hefur sofnað undir sænginni hjá mér. Jamm, það er allt látið eftir þessum elskum. Þegar erfðaprinsinn flutti í himnaríki í september sl. helgaði Tommi sér rúmið hans og þangað má Kubbur ekki koma. Kettirnir reka hver annan úr rúmum okkar erfðaprinsins og við fáum engu um þetta ráðið. Fjölbreytni í gæludýrum er því ekki fyrir hendi. Ég sef með stelpunni og erfðaprinsinn með stráknum. Að vísu hef ég á tilfinningunni að Kubbur sé bara að svæfa mig með mali því að hún fer oft fram í stofu eftir smástund og sefur þar, held ég.

Nývöknuð Kubbur í rúmi Þessi óvænta og hreinskilna opinberun á næturlífi himnaríkis var í boði himnaríkis. Gæti sagt öllu svakalegri sögur síðan ég var yngri og bjó á Hringbrautinni með biðla í röðum og innbrot Fjólu the cat á viðkvæmum augnablikum ... en legg það ekki á prúða bloggvini mína. Hef reyndar sagt æsilegustu söguna hér, þegar ókunni, fulli maðurinn komst alla leið á rúmstokkinn hjá mér og fór að klappa Fjólu, sem lá til fóta hjá mér, í stað þess að hlýða mér strax og yfirgefa staðinn. Verndari heimilisins, 11 ára gamall erfðaprinsinn, varð alveg æfur yfir því að ég vakti hann ekki svo hann gæti fleygt manninum út með handafli. Svo stækkaði hann og stækkaði og hefur fleygt öllum biðlum út jafnóðum. Á nýja árinu þegar hann ætlar að finna sér eigin íbúð kvikna þá væntanlega vonir hjá einhverjum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Kettir eru einstök fyrirbæri og ætti að vera að minnsta kosti einn á hverju heimili, sem vill vera heimili með heimilum. 

krossgata, 28.12.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Aaaaaaaarg. Frábært kattavandamál. Langar í ketti, minnst tvo.

Jamm, vissi að Himnaríki væri innsiglað og varið af stráknum.

Hvenær flytur hann.

Þröstur Unnar, 28.12.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, góður Þröstur!!! Hann er farinn að svipast um eftir íbúð ... það er bara móðir hans sem segir að ekkert liggi á ... rosagott að búa með honum! Við erum svo góðir vinir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.12.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona geta mæður verið ömurlegar, halda í drengina sína endalaust Það verður spennandi að fygljast með vonbiðlasúpunni þegar þú verður aftur kona einsömul.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 17:07

5 identicon

Pant fara í röðina.

Jensen (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 18:24

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jamm, einhver ver heiður mömmu sinnar, alveg ljóst, ekki víst að kettir hleypi hvaða manni sem er inn ef erfðaprinsinn yfirgefur svæðið.  Hafið það gott gullin mín öll.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 20:38

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Hvernig komust þið öll í hundabúrið, þú, expressóvélin og báðir kettirnir? Áttu nokkuð mynd af ykkur þar inni? Mig langar að sjá hana!

Annars er þetta rúmamál mér mikið kunnugt. Báðir kettirnir vilja og sofa upp í hjá okkur hjónaleysum. Herra Gormur vill gjarnan sofna undir sænginni á milli fóta hjá Mummanum og ungfrú Snati leggst alveg upp við hann. Síðan ef hann hreyfir sig eitthvað þá færir kötturinn sig og oft er það þannig að þegar ég vakna til að sinna Gullrassinum að rúmið sé raðað þannig frá mér séð: pínkulítil rönd þar sem ég hafði legið síðan unnustinn, Gormur til fóta ofan á sænginni minni og loks Snati klesst upp við Mummann og síðan er alveg rúmlega helmingur af rúminu auður.

 Sé núna að ég hef greinilega gríðarlegt aðdráttarafl .

Fjóla Æ., 29.12.2007 kl. 00:38

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Fjóla, ég las þetta yfir eftir að ég setti þetta inn og rak mig einmitt á þetta, eins og Steingerður hefði flutt okkur öll í hundabúri. Vonaði að enginn tæki eftir þessu, þarna ormurinn þinn! Hehehehehe, sé fyrir mér næturlífið hjá ykkur Mumma.

Takk, sömuleiðis, elsku Guðmundur minn.

Móðir í hjáverkum, þú ert komin inn að sjálfsögðu, takk fyrir þetta.

Jenný, heldurðu að það verði ekki örugglega vonbiðlar? Ég fer ekki að hleypa drengnum út ef það bíða svo engir menn í röðum, nema ég geti tekið Þröst og Jensen alvarlega ...

Hafðu það líka gott, mín kæra Ásdís!  

Var að horfa á rassinn á Svartsenegger í Tortímandanum og er alveg hlessa ... bara alls staðar vöðvar, sixpakk þar líka. Hmmmm, best að aftengja sig og fara að horfa ... æ, nei, hann er kominn í frakka.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.12.2007 kl. 02:11

9 Smámynd: Fjóla Æ.

 Úpps sorrí  ég sagði örugglega ekki neitt.

Jáhá næturlífið getur verið margmennt/kett, ef þannig má að orði komast.

Fjóla Æ., 29.12.2007 kl. 02:34

10 Smámynd: Svava S. Steinars

Heheh, kanínan sefur alltaf við hliðina á rúminu mínu.  Kannski það sé að halda körlunum frá því ?

Svava S. Steinars, 29.12.2007 kl. 04:22

11 identicon

The drunk man reached out his hand and stroked my p.......

....kannski frásögnin af fulla mannninum komi ekki snyrtilega út á ensku!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 11:11

12 identicon

Elska sögurnar þínar af sambúðinni við kisurnar þínar  

Staðan í mínum kisumálum í dag er þannig að ég hef tekið við sem nr. 1 hjá kisu.  Áður hafði eldri stelpan mín þann titil. Sú er flutt að heiman en er hér heima um jólin. Það er ekki laust við að hún sé soltið abbó yfir því að vera búin að missa titilinn.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 14:37

13 identicon

Ég panta að vera varahjól,Þröstur var á undan mér í röðinni.

Jensen (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 143
  • Sl. sólarhring: 320
  • Sl. viku: 835
  • Frá upphafi: 1505842

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 679
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband