Svefnleysi, Pink Floyd og valið í lífinu ...

Pink FloydVið Ásta vorum frekar framlágar í morgun, þótt ekkert skorti upp á fegurðina. Eins gott að aðstoðarbílstjórinn frá himnaríki mætti með hressandi latte út í bíl. Lítill svefn hjá báðum, Ásta datt ofan í myndina Ray, ég ofan í nýja og þykka ævintýrabók frá Uppheimum um rúnir og slíkt. Las 160 blaðsíður fyrir svefninn og hlakka til að lesa meira í kvöld. Við Ásta náðum þriggja tíma svefni hvor ... að meðaltali, Ásta tveimur tímum, ég fjórum. Mestu mistökin sem maður gerir er að hugsa að nú sé dagurinn ónýtur vegna of lítils svefns ... þá verður hann nefnilega ónýtur. Held að við báðar höfum náð mun meira en átta tíma svefni hverja nótt síðan fyrir jól og þá höfum við nú aldeilis safnað í sarpinn, áttum þetta svefnleysi bara inni. Komum beint í snjóinn í bænum, (auð jörð á Akranesi) alla vega hér í efri byggðum Hálsaskógar. Á leiðinni hlýddum við á tónleikaútgáfu af Shine on you Crazy Diamond og ég hélt að hann ætlaði aldrei að fara að syngja, þvílíkt langt intró. Tónleikaútgáfur þykja mér yfirleitt hundleiðinlegar en Pink Floyd tókst reyndar ekki að eyðileggja þetta guðdómlega lag alveg með nýjum trillum og dúllum. Fyrri hluti lagsins hér:

http://www.youtube.com/watch?v=O_gmXtxScYs&feature=related

I wish ...Hér í vinnunni var allt fremur draugalegt þegar ég mætti. Ein samstarfskonan kom reyndar rétt fyrir átta og þá þorfði ég loks að koma undan skrifborðinu. Held að flestir mæti svo kl. 10 eftir svona marga frídaga, minnir að það sé venjan á flestum vinnustöðum þegar hægt er að koma því við. Ef ég hefði ætlað að fremja slíkan lúxus hefði ég misst af fari með drossíu upp að dyrum. Lífið er val!  Jamm. Vona að ég muni enn hvernig á að skrifa frábærar og stórkostlegar greinar á ljóshraða ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það tekur alltaf aðeins í að byrja vinnu eftir jólafrí, myrkrið hjálpar ekki.  En það er stutt fram að helgi.  Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2008 kl. 09:04

2 identicon

Pink Floyd eyðileggja sko ekkert, þeir eru snillar snillana, top of the pops :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Gleðilegt ár - elsku Gurrí.  Vona að það verði þér jafn gott og tölurnar sem í árinu eru........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 2.1.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðilegt ár Gurrí mín og takk fyrir öll gömlu og góðu árin. Hittumst hressar á nýju ári.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 10:26

5 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt ár! Alltaf erfitt að fara aftur af stað. Það er eins og hvíld geri mann latari.

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 11:13

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Vá hvað ég er heppin að vera bara heima og gera ekki neitt. Þá þarf ég ekki að koma mér í gírinn eftir svona frí.

Eigðu frábæran dag.

Fjóla Æ., 2.1.2008 kl. 11:32

7 identicon

Elsku Gurrí. Óska þér og þínum gæfuríks komandi árs.                               Gaman að hitta þig á "Þrem frökkum" í haust.                                               Haltu áfram þínu frábæra bloggi

Bestu kveðjur frá Englandi. Edda xx

Edda (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 164
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 856
  • Frá upphafi: 1505863

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 698
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband