Annáll árins 2007 - allt afhjúpað

Baðfarir með TommaJanúar: Bloggaði í sakleysi mínu og barnaskap á blog.central.is þegar vélstýran hugumstóra hringdi í mig og sagði að sér fyndist að Lúrt við Langasandinn-bloggið ætti að færast á Moggablogg. Því hlýddi ég þann 14. janúar fyrir tæpu ári og hef ekki verið söm síðan. Fór oft í bað.

Febrúar: Skrifaði bloggsápu sem verið er að kvikmynda nú með Tom Hanks í hlutverki Guðmundar bloggvinar. Fór rosalega oft í bað.

Mars: Davíð frændi alltaf á spítala, barðist við sama lungnasjúkdóm og Björn Bjarnason. Náði góðum bata, eins og Björn. Fór sjaldan í bað.

Apríl: Fann giftingarsögu Brooke á Netinu: Eric 1991, Ridge 1994, Ridge 1997, Thorne 2001, Whip 2002, Ridge 2003, Ridge 2004.

SönnuninMaí: Sumarið hófst formlega 16. maí og ég komst loks út án sokkabuxna. Hitti óvænt Sverri Stomsker sem kyssti mig. Það leið þó ekki yfir mig, eins og gerðist hjá Evu frænku og varð blaðamál.

Júní: Tók greindarpróf á Netinu og skorið var ... 87! Shocking

Júlí: Komst upp á lagið með að freyða mjólk í espressókönnunni minni, hætti að kaupa kaffirjóma.

Afmæli 2007 Ágúst: Afmælið! Fór í bað.

September: Keypti ryksuguróbótinn Jónas. Tókst að lokka erfðaprinsinn til að flytja upp á Skaga. Nú koma vinirnir í kjölfarið.

Október: Óvenjulítið að gera hjá Jónasi.

Nóvember: Afbrýðisemi erfðaprinsins út í Jónas veldur stríðsástandi, sá fyrrnefndi dustar rykið af venjulegu ryksugunni. Jónas rykfellur. Fór í jólabaðið.

Desember: Jólin og áramótin. Jónas fékk að ryksuga þrisvar.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

held að þú hafir farið  óþarflega oft í bað

Vona að erfðaprinsinn sé að sættast við Jónas.

uuumm afmælið, unaðslegar veitingar

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.1.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

fullkomin samantekt. Gæti ekki verið betra. Knús á þig á fyrsta degi nýs árs.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stutt og hnitmiðað, segir allt sem segja þarf. Takk fyrir þennan annál og vona að þú verðir jafn dugleg að baða þig á nýju ári, köttum og Jónasi til gleði.  Ætlar erfðaprinsinn nokkuð að fara aftur'??

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 17:33

4 identicon

Gleðilegt ár!

Hulda (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:40

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Voða gusugangur á minni.  Er það nema von að það sé ekki mikið í pípunum (vatnspípunum í himnó).

Thank you

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 20:00

6 identicon

Gleðilegt ár flottur annáll Baðkona

www.blog.central.is/skordal_1 Brynja (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:40

7 identicon

Fólk er almennt ekki að skilja hvað baðferðir stendur fyrir hjá þér.

Ekki ætla ég að kjafta því, vil ekki skemma áramótin fyrir fólki.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:45

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Góðan daginn Gurrí mín (er ekki annars kominn dagur? og gleðilegt ár. Alltaf eru nú girnileg hjá þér veisluborðin. Veit ekki hvernig þetta baðkar þitt virkar en hlýtur að virka vel fyrst þú sækir svona mikið í það, hvað, 4 til fimm sinnum á ári.

Þröstur Unnar, 1.1.2008 kl. 21:18

9 identicon

Gleðilegt ár, kæra Gurrí.  Kettirnir  mínir  tveir og ég þökkum fyrir færslurnar þínar og þinna katta.  Þá óska ég þér og erfðaprinsinum farsældar á árinu 2008  jú og heililisköttunum.  Megi himnaríki  þitt verða sannkallað himnaríki áfram .  Fáðu þér endilega  góða baðolíu, svo húðin þorni ekki um of við öll þessi böð!!  Og gættu þessi endilega að nota réttu brúnkukremin, ef þess gerist þörf.   (Jens Guð er á vaktinni).   Kveðja frá þakklátum lesanda.

Auður (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 22:16

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gleðilegt ár, Gurrí mín góð!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.1.2008 kl. 07:28

11 identicon

Tvennt sem ég þarf að vita um Jónas:

1) Ryksugar hann almennilega, eða er hann bara alltaf fastur úti horni að leika við sjálfan sig ?

2) Verður kötturinn endanlega geðveikur ef ég kaupi svona Jónas ?

djassmunkurinn (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:29

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hann ryksugar mjög vel, djassmunkur. Kötturinn verður ekki endanlega geðveikur, ef þú notar kvikindið á hverjum degi þá venst hann þessu fljótlega.

Guðríður Haraldsdóttir, 2.1.2008 kl. 11:23

13 Smámynd: www.zordis.com

Það er nú alldeilis ljúft að bussla í baði!  Vona að þú náir allavega 10 baðferðum á árinu með ilmandi bombum!!!

www.zordis.com, 2.1.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 1823
  • Frá upphafi: 1460806

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1486
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband