Í örmum vetrarnætur ... eða bara Sigþóru í strætó

Sigþóra fékk leigubíl á gamlárskvöldStrætóferðir heyra til undantekninga núorðið ... svo oft hef ég fengið far upp á síðkastið. Ég sá ekki betur í morgun en að Heimir væri grátbólginn og hálffölur af söknuði eftir okkur. Hann tók líka gleði sína þegar sjálf drottningin úr himnaríki sveif inn í vagninn. Hann hamaðist á útvarpstökkunum til að gera mér til hæfis, held ég, og stillti á Bylgjuna eða Rás 2 til skiptis. Hefur hann aldrei heyrt minnst á X-ið? Rosa væri gaman að heyra í Kent (If you were here) eða Rammstein (Sonne) eða Wu Tan Clang (For Heaven Sake) eða Eminem (The Way I am) og hækka allt í botn í rútunni. Kúrði með elskunni henni Sigþóru sem hafði það rosalega gott um áramótin að sögn. Hún skrapp í Mörkina (Sódóma/Gómorra Akurnesinga) með systur sinni á gamlárskvöld eftir að hún hafði sannfærst um að leigubílstjórinn (jamm, bara einn á Skaganum) væri að vinna. Mér skilst að hann sé ekkert allt of vinnusamur, enda gengur svo sem innanbæjarstrætó til kl. 18 alla virka daga og maður er vissulega ekkert svo marga klukkutíma að ganga Skagann þveran og endilangan.

Inn við beiniðVið Sigþóra slitum okkur treglega úr faðmlögunum og hlunkuðumst út við Vesturlandsveginn undir hálfátta. Með hendurnar fullar af veski og plastpoka láðist mér að skella einhverju hlýlegu, t.d. horni af einum af þremur treflunum, yfir eyrun. Þegar ég kom í vinnuna var ég ekki bara með blóðbragð í munni eftir áreynsluna (langt síðan mar hefur tekið Súkkulaðibrekkuna svona hratt), harðsperruverki í aftanverðum lærunum ... heldur geðveikan hlustaverk. Eftir að háls-, nef- og eyrnalæknirinn sagði við mig um árið að ég hlyti að vera með viðkvæm eyru (sem var ekki) urðu það áhrínsorð og það má ekki hvessa með éljum á hálendinu án þess að ég fengi gigtarverk í eyrun. Smáýkt, þoli samt illa vindblástur í eyrun, sérstaklega yfir vetrartímann. Græna, prjónaða eyrnaskjólið verður sko sett ofan í tösku í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha, þú færð mig til að hlægja og OMG hvað ég þurfti á því að halda.

Smjúts á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Alltaf gaman að koma í heimsókn. Gleðileg ár.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 3.1.2008 kl. 15:58

3 identicon

Já við erum í' Örmum Vetrarnætur,minnir að hljómsveitin ,,Nútímabörn,,með Ágúst Atlason hafi sungið þetta lag fyrir mörgum,mörgum árum eða er það rétt hjá mér ?

Í Örmum vetrarnætur,litli bærinn sefur hljótt ,,,,man ekki meir.

jensen (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ein aðferðarfræði til að gera Nes Akra aftur að því krummaskuði sem að það var, er náttla að hætta að taka strædó á kostnað útsvars Reykvíkínga & hefna sín þar með á Vegagerðinni ríkiseigðu sem að aflagði Akraborgina.

Steingrímur Helgason, 3.1.2008 kl. 22:53

5 identicon

AKRABORGINA AFTUR JÁ TAKK.

Jensen (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Steingrímur almáttugur ... Akranes borgar tugi milljóna í strætókostnað á ári, fær reyndar eitthvað til baka frá Reykjavík fyrir að þjónusta Mosfellsdal og Kjalarnes (sem er 116 Reykjavík). Við erum engin olnbogabörn á höfuðborgarbúum, ég spurði bæjarstjórann minn að þessu í fyrra.

Væri alveg til í Akraborgina aftur, sakna hennar mjög þótt ég elski strætó.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.1.2008 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 210
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 902
  • Frá upphafi: 1505909

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 735
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband