Morðfýsn í morgunsárið ... eða bara geðillska?

Árbæ í morgun ...Ferðin í bæinn gekk bara ansi vel í morgun ... Við bjuggumst við hálku en henni var ekki fyrir að fara nema í Árbænum og ... reyndar smá á Akranesi þar sem aldrei er saltborið. Ásta hafði miklar sögur að segja frá ófærðinni í gær, skafrenningnum, hægfara umferð, ísmanninum ógurlega og fleira og ég var dauðspæld yfir því að hafa ekki verið með. Í gær var frábært veður á Skaganum á meðan björgunarsveitarmenn voru kallaðar út á Suðurnesjum og skaflar mynduðust í Árbæ sem segir að best sé að búa á Akranesi. 

Slæmar stellingarVarúð - geðillskubloggbútur: Annað hvort situr nýr sölumaður í sætinu mínu á kvöldin hér í vinnunni eða þessi gamli hatar mig. Ég fann fyrir sjaldgæfri geðillsku, eða mögulega morðfýsn, þegar ég settist við skrifborðið mitt áðan. Sölumannskvikindisdruslufíflsauminginn var búinn að snúa upp á símasnúruna (þessa frá tóli að tæki) þannig að ekki var hægt að lyfta tólinu nema allt færi í klessu, hafði greinilega varið heillöngum tíma í að gera símann minn ónothæfan ... þar til ég lagaði hann, og hann var líka búinn að festa stólinn minn í ömurlegri stellingu, sjá bæði efri og neðri myndir til hægri. Svoleiðis stellingu. Ritstjórinn á skíðumÉg þarf að skrifa honum aftur og biðja hann um að skilja við skrifborðið og stólinn eins og hann kom að því! Annars ...

Ný Vika var að koma í hús, fer líklega í sjoppur á morgun, aðallega hinn ... óxla flott blað. Vona að þið hamist við að kaupa blaðið áfram ... þar sem ykkar einlæg ritstýrir næstu tvær vikurnar, ritstjórinn minn gerðist svo ósvífinn að fara í vetrarfrí til útlandos. Rennir sér eflaust á skíðum eins og einhver prinsessa á meðan ég þræla og púla .... tíhíhíhí ... Vona að hún skemmti sér konunglega og fari lika rosalega varlega. Getur það ekki alveg farið saman?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt, hvernig fólk gengur um eigur annarra, s.s stóla og síma. Var einu sinni svona ömurlegur kvöldsölumaður og gerði ekkert annað en að fikta í skrifborðsdrasli eigandans, gleymdi að selja og hætti.

Nokkuð af viti í Kvennablaðinu núna?

Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þröstur, þetta er EKKI bara kvennablað, stór hluti lesendahóps okkar er karlmenn, m.a. alvörukarlmenn á borð við Jens Guð. Blaðið heitir Vikan, krúttið mitt ...

Jú, það er djúsí viðtal við unga konu, það eru uppskriftir að hollum súpum, ráð til að losna við óöryggi í sambandi, ráð til kvenna þegar karlinn þeirra segir: Er ég með stóran rass í þessu?, Feng Shui litanna o.fl. o.fl ...!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.1.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég finn til með þér! Ömurlegt virðingarleysi hjá þessum sölumanni! Gangi þér svo vel í ritstýru starfinu. Í Guðanabænum ekki nota tækifærið og troða einhverri umfjöllun um Boldið í blaðið. hné hné hné

Kjartan Pálmarsson, 16.1.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Er ég með stóran rass í þessu?, Er til eitthvað annað svar en já við því?

Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 09:21

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kjartan minn, ég lofa því upp á æru og trú, heheheheh!

Þröstur, ég var að djóka! Já, karlmenn ættu ekki að segja já við slíkri spurningu við viðkvæmar konur sínar, sem hafa verið útlitskúgaðar frá fæðingu! Þá fyrst springur allt í loft upp ... samkvæmt greininni alla vega. Ég myndi aldrei spyrja svona spurningar, ekki eftir að ég flutti í himnaríki þar sem endalausir stigar eru fyrir mig til að hlaupa upp. Ég hlýt að hafa æðislegan rass, það segir sig bara sjálft! Þarf ekki að spyrja neinn ....

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.1.2008 kl. 09:30

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér finnst þessar stellingar mjög eðlilegar vinnustellingar, enda er ég að reyna að draga úr afköstum á mínum vinnustað.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 10:04

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.1.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Aðastaðan hjá okkur hérna í æðstu menntastofnun Íslands (HÍ) gerir nemendum ókleift að sitja í réttri vinnustellingu, sumir stólar eru of lágir og aðrir of háir (og eru í þokkabót óstillanlegir), þannig að ég skil kvöl þína og pínu að þurfa að setjast niður við þessar aðstæður. Ég vona að sölumaðurinn láti sér segjast við "fallega" bréfið sem þú ætlar að skilja eftir handa honum

Vera Knútsdóttir, 16.1.2008 kl. 11:43

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hehe sé þig í anda við að greiða úr snúraflækju og stilla stól....eigðu góðan dag

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.1.2008 kl. 12:20

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu, ertu að meina að einhver annar noti vinnuaðstöðu þína?? ég mundi bara aldrei þola það. Fyrir mér væri það bara eins og að fá Gullbrá í heimsókn.  Í þínum sporum og þinni stöðu mundi ég heima einka afnot að grænjunum.  Góða ferð heim.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 12:57

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Breytingar á stillingum á skrifstofustólum, útvörpum, tölvum svo og misþyrmingar á símum og skrifstofuáhöldum á að banna. Ég er nú ekki svo gróf að setja þetta með einu dauðasökinni (smjatti) en næstum. Hlakka þeim mun meira til að skoða Vikuna þegar þessi máttlitla lestrartörn mín er að baki (svolítið andlítil þessa stundina).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.1.2008 kl. 13:22

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.1.2008 kl. 14:19

13 Smámynd: www.zordis.com

Settu falda myndavél til að fylgjast með aðförum viðkomandi næturstarfsmanns .... Gæti verið spennó að sjá hvernig hann/hún kurlar upp snúrinni og ormar sig í stólnum þínum!

Góð nýting á vinnurými.  Er ekki hægt að gerast áskrifandi bara að vikunni þótt hafið skilji að?

www.zordis.com, 16.1.2008 kl. 15:27

14 identicon

Er bara Úranus ekki á leiðinni inn í Fiskamerkið, svona óforvarandis, hm?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 16:40

15 identicon

Það er alla veganna einhvur djöfullinn í gangi; maður er orðinn svo afskiptur! 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 17:06

16 identicon

Hérna hefur þú prófað að skipta um stól áður en þú ferð heim á kvöldin?  Hum og jafnvel kippa símanum úr sambandi og fela á góðum stað, bara muna hvar  Það eru nefnilega ýmis brögð (mis kvikindisleg) sem hægt er að nota til að venja svona "sölumannskvikindisdruslufíflsaumingja" af því að hrella saklausar konur  

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 650
  • Frá upphafi: 1506003

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband