17.1.2008 | 08:59
Femínismi, töffaðir tvífarar og frosið grill ...
Fínasta veður á Skaganum í morgun, hafði reyndar snjóað meira niðri í miðbæ, þar sem Ásta býr, en hjá himnaríki. Ansi dimmt var svo á leiðinni og koldimmt á Kjalarnesinu, hvasst og svolítil snjókoma ... smá dimmviðri líka í hjörtum okkar, líklega vegna umræðuefnisins. Við vorum nefnilega að tala um femínisma. Ásta sagðist í fyrstu ekkert vit hafa á þessu en ég komst að því að hún heldur sko með körlunum. Hún vinnur sem skrifstofukona á Landspítalanum og er með afar lág konulaun, eins gott að hún á mann.
Ef hún ætti ekki mann með eðlileg laun hefði hún ekki getað grillað í snjónum í gær, þessa líka fínu steik. Dýrleg hugmynd að grilla í janúar! Maturinn hlýtur að bragðast betur. Jamm, ég er vitlaus í grillmat en fæ hann voða sjaldan, enda á ég ekki grill.
Alexandra, prinsessa af Lúxemborg (16), getur ekki erft krúnuna, þar sem hún er bara kona, benti ég Ástu á sem dæmi um viðurstyggðilega ósvífni og karlrembu!Það er ekkert hægt að breyta slíku, andmælti Ásta, alveg búin að steingleyma Svíþjóð og svona ... Hún sagði spámannslega að ekkert myndi breytast fyrr en KARLMENN vildu að konur fengju jafnrétti og berðust fyrir því líka, konur væru líka konum verstar (döhhh) ... og eini almennilegi femínistinn væri Jóhanna Sigurðardóttir! Svo vorum við bara komnar upp í Hálsaskóg ... Ég fékk mér róandi te og opnaði gluggann til að ná andanum. Það verður ekki jafnrétti fyrr en barnabarnabarnabörnin mín verða komin á legg, hugsaði ég spámannslega ... og þessir afkomendur verða orðnir svo fjarskyldir mér, ég löngu dauð hvort eð er ...
Það verður vitlaust að gera í dag, ég gerði langan verkefnalista í gærkvöldi og ætla að hafa hann við hliðina á mér og krossa jafnóðum við það sem ég er búin með. Eigið góðan dag! P.s. Birti mynd til gleðiauka í dagsins önn og til að minna á hvað maður getur farið að líkjast hlutum með tímanum. Ég verð t.d. eins og kartöflupoki í laginu ef ég hleyp ekki reglulega upp stiga himnaríkis ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Er Ásta sem sagt bara afslöppuð? Ef við hefðum allar þetta viðhorf væri hætt við meiriháttar bakslagi í það sem hefur unnist í gegnum árin.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.1.2008 kl. 09:21
Flottur sófi en ekki get ég sagt það sama um ferlíkið sem er við hliðina á honum já Aumingja Grillið mitt lítur einmitt svona út núna mjög kuldalegt en grilla bara inni í staðin En hafðu góðan dag!
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 09:46
grilla, já, kannski maður ætti að huga að því aftur.
Anna, hrædd um að þetta sé svolítið mikið satt!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.1.2008 kl. 11:02
Já, Anna, mikið hefur þú rétt fyrir þér ... og þetta viðhorf bitnaði t.d. hryllilega á mér þegar ég var fyrirvinna heimilisins á svona konulaunum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.1.2008 kl. 11:25
Ég vona að þú eigir góðan dag Gurrí mín
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2008 kl. 11:46
Stundum finnst mér þetta einmitt líka Gurrí, þ.e. að við náum ekki fram jafnrétti fyrr en karlar vilja það, en sem betur fer eða ég vona það a.m.k. að svo sé ekki, við eigum öll jafnan rétt, ekkert flóknara en það.
Ég er mjög á móti því þegar talað er um að kona/karl eigi að fá ákveðið starf fyrir það að vera kona/karl, það er auðvitað kostir kunnátta og færni viðkomandi sem ræður.
Sömu laun fyrir sömu störf! EINFALT.
Sófinn flottari en gaurinn ég er ástfangin af þessum sófa
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.1.2008 kl. 12:02
Við konur eigum bara að taka á honum stóra okkar og þora að biðja um hærri laun! Bara vera soldið djarfar!
Það er draumur minn að einn daginn verði hætt að líta á einstaklinga út frá litarhætti, kyni, trúarbrögðum o.s.frv. einstaklingur er bara einstaklingur sem hefur jafnan rétt á við alla aðra einstaklinga
Vera Knútsdóttir, 17.1.2008 kl. 12:12
Jess, Vera, mikið rétt. ... bróðir minn hlaut annað uppeldi en við systurnar, enginn sem sussaði á hann og skipaði honum að vera til friðs og hann myndi ekki hika við að standa upp og heimta hærri laun á meðan við systurnar erum ekki alveg með það á hreinu hvort við eigum það skilið. Þetta byrjar allt svo snemma, finnst mér! Sá einu sinni heimildamynd þar sem kona var látin leika við lítið barn á öðru eða þriðja árinu. Drengur klæddur í kjól var viðfangsefni hennar. Hún hélt að þetta væri stelpa, við vissum að svo var ekki og örguðum úr hlátri yfir því hvað konan dúllaðist í stráknum og reyndi að fá hann til að haga sér eins og prinsessa! Mjög lærdómsríkt.
Já, Guðrún, sófinn er djavilla flottur ... og Katla krútt, eigðu dásamlegan dag!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.1.2008 kl. 12:22
Já Vera það er sko alveg rétt sem þú segir, ég verð að viðurkenna það að við konur erum EKKI nógu ákveðnar allar í þessu, ég hef reyndar bara góða sögu að færa í þessu tilviki.
Man samt eftir því þegar ég þurfti að standa í launastappi fyrir mig og nokkrar aðrar konur, þær vildu bara samþykkja launalækkun sem okkur var boðin, þetta fór lengra og verkó kom inn í málið, þá sá ég að konur geta verið konum verstar því þarna átti að telja mér trú um að ég GRÆDDI á launalækkun það endaði nú samt þegjandi og hljóðalaust þannig að við héldum okkar, og það var nú bara fyrir það að sá sem við þurftum að semja við (karlmaður) var farinn að standa MEÐ OKKUR viðsemjendum sínum hehehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.1.2008 kl. 12:23
Jhérna, þú varst ekki að djóka með hana Ástu? Það er til kúrs upp í háskóla eða eithversstaðar "feminismi 101" er ekki bara að drífa sig?
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2008 kl. 12:42
Hvernig hljómar þetta: Hommar eru hommum verstir. Eða: Blindir eru blindum verstir. Hvað með: Karlar eru körlum verstir? Ég gubba ef ég heyri þessa klisju einu sinni enn , af því að hún er ekki sönn!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:16
Góð umræða hjá ykkur. Ég hafði svo mikið sjálfstraust (örugglega uppeldistengt) að að hvarflaði aldrei að mér að ég ætti ekki að fá sömu laun og karlmenn og þegar mér var boðið upp á slíkt einu sinni í stóru fyrirtæki að maður jafngamall mér kom inn nýr og ég var að kenna honum og sá svo að hann var með hærri laun, (sá um launin) þá bara heimtaði ég meira og fékk það. En við verðum að halda áfram að hamra inn í konur að þær eru jafn mikils virði og karlmenn, reyndar finnst mér ég alltaf merkilegri af því ég fæði börnin.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 15:22
Jess, Ásdís, þarna þurfum við að byrja.
Ég er líka svo innilega sammála þér Þuríður, ég hef ekki þá upplifun að konur séu konum verstar og þoli ekki þessa helvítis klisju!!! Ef karlar níða skóinn hver af öðrum þá eru þeir málefnalegir og þetta bara pólitík ... en konur fá þetta svo oft.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:09
Vó, slaka aðeins á stelpur mína. Þið eruð nú svo miklar dúllur að þið eigið ekki að vera að æsa ykkur upp úr öllu valdi.
Evert Engilbertsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:24
Ég var í mörg ár einstæð móðir með fjárhagslegt öryggi, sem sé sjómannskona. Svo slasaðist sjómaðurinn minn og varð öryrki, svo ég er núna eina fyrirvinnan. Finn að ég spái miklu meira í launin mín þegar þau eru orðin aðaltekjulind heimilisins. Ég skammast mín fyrir að segja þetta, en svona er þetta nú bara.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:42
Öruggara að hafa góðu tekjurnar sjálfur, segir sig sjálft. Það hlýtur að vera erfitt að sjá það ekki. Ég vil ekki gera mig seka um kvenrembu, en alla vega, hafði ekki fattað að svona skornir vöðvakallar eru í rauninni bara Chesterfieldsófar settir upp á rönd.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.1.2008 kl. 18:27
Við grillum bara í George Forman grillinu okkar sem að við fengum í jólagjöf. Snilldar grill.
Bryndís R (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:17
Gurrí hver söng lagið hér á árum áður::::ég endurtek,ég endurtek ég endurtek ég endurtek;;;;;;;;;minnir að hafi verið Bjartmar:::::::fattarðu.
jensen (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:57
Lífið gengur sinn vanagang. Konur eru með, konur eru á móti. Þær vilja margt og annað ekki, þær sætta sig við aðstæður vegna aðstæðna í dag en annað á morgun. Þróun og velferð okkar er sú heild sem við myndum!
Ég á góðri konu að þakka mitt innræti, hún var ekki kvenréttindakona sem barðist fyrir rétti kvenna, hún er amma mín, ekkja og ansi sjálfstæð og frökk. Ég held að samhljómurinn sé bestur, pínulítið af öllu.
www.zordis.com, 17.1.2008 kl. 22:27
Hæ, er í lagi með þig?
Heyrði útundan mér að einhver sturlaður einstaklingur hefði verið að geispa golunni samkvæmt fréttum.
Láttu vita að þú sért á lífi!
Kveðja, Einn Óttasleginn
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:55
Fíla ekki brúnt gervileður.
Þröstur Unnar, 18.1.2008 kl. 14:32
kl 15.33hefur ekkert heyrst frá Guðríði, breiðholtshatari, er ástæða til þess að vera kvíðinn?
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.1.2008 kl. 15:32
Er að hamast við að VINNNNNNNA hratt og mikið til að komast heim kl. 17, fæ far þá með einni sem vinnur í sama húsi og býr á Akranesi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.1.2008 kl. 16:11
Nei nei Guðrún, þetta var víst Bobbí Fissher sem snéri tám í tómið!
Fólk hefur líka ruglað þeim tveimur saman vegna skeggvaxtar. Feginn að þetta var ekki Gurríin.
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 16:46
Ó! hélt að þetta væri svona sófasett, einn þriggjasæta og einn hægindastóll.
Svala Erlendsdóttir, 18.1.2008 kl. 16:56
Ó hvað ég ER GLÖÐ, æ elsku vertu þá bara dugleg að VINNNNNNNA Gurrí mín.
(Skil ekkert í fólki að rugla þessum tveim saman hehehehehe.)
Svala "hægindastóll"
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.1.2008 kl. 17:26
Neyðin kennir naktri konu að... vera feministi. Þannig er það nú.
Laufey Ólafsdóttir, 18.1.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.