19.1.2008 | 17:09
Njósnað um njósnara ...
Mig vantar sárlega batterí í gamla símann minn. Sem er næstum því eldgamall Nokia og drepur reglulega á sér fullhlaðinn án nokkurrar miskunnar. Ég nota hann sem SMS-símann minn, en flotti síminn sem erfðaprinsinn gaf mér í afmælisgjöf er svo fullkominn að ég hef ekki gefið mér tíma til að læra almennilega á kvikindið, batteríið í honum dugir þó lengi!
Blikkaði erfðaprinsinn til að viðra móður sína og freistaði hans með gómsætum kræsingum í Skrúðgarðinum. Aðalerindi bíltúrsins: að finna og kaupa nýtt símabatterí.
Í sárasakleysi okkar byrjuðum við á kaffihúsinu og fórum svo út að vita svo að ég gæti myndað ... grunlaus um lokunartíma sumra búða. Ég mæli með nýjung í Skrúðgarðinum, skyrdesert í glasi!
Hjá vitanum var fjöldi manns, sem er einstakt, við erfðaprins höfum hann yfirleitt út af fyrir okkur. Fyrst hélt ég að þetta væru útlendingar og beið spennt eftir hnífabardaga en svo reyndust þetta Íslendingar, a.m.k. maðurinn sem svaraði alþjóðlegu Hi frá mér með Góðan dag, hreimlaust. Kurteislega fylgdist ég með þeim á meðan ég þóttist vera að mynda og uppgötvaði að þetta voru mjög líklega, eiginlega alveg örugglega ... Samtök íslenskra njósnara, eflaust í æfingabúðum. Ég nötraði af spennu og líka ótta þar sem njósnarar eru ekki hættulausir og bakkaði varlega út úr þessum mögulega hættulegu aðstæðum. Erfðaprinsinn vildi meina að þetta hefðu verið áhugaljósmyndarar að fanga samspil birtu og brims í ægifögru landslagi Akraness en ég hló kuldalega og trúi ekki lengur að greind erfist frá móður. Bað hann að koma við hjá Olís/Ellingsen við höfnina og þar fann ég það sem ég hef lengi leitað að, almennilegar sokkabuxur, öllu heldur gammósíur. Nú mun kuldinn halda sig frá lokkandi lærum mínum og fögrum fótleggjum í allan vetur og ég verð ekki lengur eins og undanrenna á litinn; bláhvít.
Himnaríki vantaði kattagras og kattasandsplastpoka og við héldum í Krónuna næst. Við hliðina er batterísbúðin Síminn/Eymundsson en þar var allt lok, lok og læs.
Dagurinn sem sagt frekar spennandi og sæmilega árangursríkur en batteríið verður að bíða.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Notaðu nýja símann kona, allavega geturðu notað hringja og leggja á, hitt læris svo smátt og smátt. Voru menn í fuglaskoðun?? Krúttlegar myndir hjá þér. Hafðu það gott in Heaven.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 17:53
Ég gleymdi að taka fram að ég er með tvo síma, annan einka og hinn vinnutengdan. Vinnusíminn er þessi batteríslasni, mun fleiri hringja í einkanúmerið. Nýi síminn er erfiður og ekki auðvelt að svara t.d. SMS-i úr honum, sá gamli er einfaldur og ekkert verið rugla önnum kafnar konur neitt í ríminu þar ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.1.2008 kl. 18:13
Mér finnst reyndar að höfuðskylda góðra gemsa sé að taka góðar myndir og senda skemmtileg sms. OG eigendanna auðvitað líka. Þannig að ég vona að batterísleitin mikla beri árangur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.1.2008 kl. 19:47
Gurrí - þegar minn gamli Nokia sími tók upp á þessum fj.... var mér tjáð af reyndu fólki að það kostaði jafn mikið að kaupa nýtt batterí og nýjan síma. So sorrý.
JóhannaH (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 20:17
Ég vil frekar nýtt batterí í símann sem ég elska en nýjan síma sem mér líka illa við ... þetta er kannski þrjóska í mér, ég vil ekki marga fídusa, bara hringja, fá símtöl, senda og fá SMS, ekki mikið meira en það. J'u, hafa símaskrá!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.1.2008 kl. 20:28
í síðrimúla er búð sem selur brafhlöður fyrir lítið.
Þekkt vandamál reyndar hjá sinngúl konum að það vanti alltaf rafhlöður
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 21:15
Sýndist ég sjá þig út við vita.
http://motta.blog.is/blog/motta/
Þröstur Unnar, 19.1.2008 kl. 22:21
NOKIA, ég man það frá bernsku að þetta voru ein fín stígvél með endurskinsrönd efst á legg.
Framleiða þeir síma núorðið ?
Kaupa nýjann síma er viskulegar en að fjárfesta í einu batteríi með vörugjaldi, tolli & spilliefnaskatt.
Sími er skattfrír, fyndið en satt..
Almenn greind erfist víst ekki í kvenlegg...
Steingrímur Helgason, 19.1.2008 kl. 22:49
O ég skil svo vel þetta símavandamál - ég á síma með fullt af fídusum sem ég nota aldrei skil ekkert í þessu. Góðan sunnudag Gurrý mín og en takk fyrir síðast!
Edda Agnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 01:23
hæhæ elsku gurrý
falleg kveðja frá þér til þórdísar Tinnu. Hún er mesta hetjan....
hjartar auður
Auður (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 05:16
Fliss. Njósnarar
Bryndís R (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 10:58
''....ég hló kuldalega og trúi ekki lengur að greind erfist frá móður...''
Þú dreeeepur mig Gurrí.
En hættu nú að vera svona mikil tæknifæla og losaðu þig við gamla símann. Notaðu símann frá þessum sem erfði ekki gáfurnar. Þú verður enga stund að tileinka þér tæknina en tekur þig heila eilífð ef þú ætlar að þrjóskast við með gamla símann.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.1.2008 kl. 11:20
Innlitskvitt. Ég velti einu fyrir mér þegar ég sá þessar myndir: Er þetta hvíta þarna á myndunum sem sagt líka farið fjúka út um allt uppi á Akranesi eins og hérna hjá okkur í norðrinu?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:00
Jóna, þetta er líka þjóska hjá mér, ég á myndavél til að taka myndir og get farið í leiki í tölvunni minni ... þegar nýi síminn manaði mig til að fara í leik þegar ég reyndi að svara sms-i eða læsa honum þá varð mér allri lokið.
Þetta hvíta á myndunum, Anna, er oggulítill snjór sem við fluttum frá Reykjavík til að fá smá vetur, eiginlega bara til að geta tekið flottari myndir.
Góðan sunnudag, allir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.1.2008 kl. 14:18
Hahaha ég geri ráð fyrir að þu hafir ekki tekið áskoruninni
Jóna Á. Gísladóttir, 20.1.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.