Umvöndunarbréf frá Auðnu

Maðurinn á AkratorgiGurrí þó!

Í fjögur fréttum í dag kom fram að lögreglan á Akranesi keyrði framhjá manni sem sat á ferðatöskunni sinni við gangstéttarbrún þar í bæ. Að lokinni venjubundinni hringferð um bæinn keyrðu þeir aftur fram á manninn sem sat ennþá á ferðatöskunni, þá orðinn ansi blautur og kaldur. Þegar þeir stoppuðu til að athuga með manninn kom í ljós að hann var nýkominn til landsins að hitta íslenska kærustu þar í bæ. Við nánari eftirgrennslan hafði lögreglan upp á kærustunni sem vildi ekkert með manninn hafa.

Þótt engin nöfn væru nefnd í fréttinni var þó ýmislegt sem gaf til kynna að hér væri um einn af Pólverjunum þínum frá því í fyrra að ræða - maður kann sko að lesa á milli lína!

Pólverjarnir voru kannski bara  kynlífs- og hreingerningaþrælar í þínum huga en þú þarft samt að bera virðingu fyrir tilfinningum annarra.  Þótt Jónas sé orðinn hluti af lífi þínu er líklega engin önnur Gurrí til í augum vesalings Pólverjans. Gastu ekki a.m.k. gefið manninum einn kaffibolla í himnaríki? Svei attan!

Umvöndunarkveðjur, Auðna

 

Hugguleg í bylnum í morgunHmmmm, ég skildi ekki kommentið frá Helgu við síðustu færslu fyrr en mér barst þetta bréf í morgun ... datt fólki virkilega í hug að ég hefði farið svona illa með vesalings manninn? Nei, ég er komin á þann aldur að mér finnst allir karlmenn guðdómlegir, meira að segja lítill, kaldur Pólverji á ferðatösku. Langtíma einsemd hefur líka kennt mér að slaka á kröfum, eins og ég hef margoft sagt. Ég hefði sko hirt þennan mann og gefið honum kaffi ...

 

Algjör blindbylur var við göngin Akranesmegin í morgun og svo klikkað haglél að ekki heyrðist mannsins mál. Ég horfði örvæntingarfull á varir Ástu hreyfast ... viss um að hún væri að segja eitthvað hrikalega spennandi ... en ég mun aldrei vita hvað. Ásta er töffari sem endurtekur ekki gullmolana sem hrjóta af vörum hennar. Sem betur fer reyndist vera skothelt gler í bílnum ... Gott veður var í göngunum sjálfum en þá hófust fréttir og Ásta hætti að tala. Fljótlega lak hakan niður á maga og sleftaumarnir runnu hratt niður því að fátt virðist fréttnæmt nema farsinn í ráðhúsinu.

 

Það verður eitthvað skrýtið letrið á þessari færslu þar sem ég kópí-peistaði bréfið frá Auðnu með þessum afleiðingum ... sem ég kann ekki að breyta.

Megi dagurinn í dag verða ykkur frábær, ég legg svo á og mæli um! Galdr, galdr ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man ég ekki rétt að völva Vikunnar hafi spáð jarðskjálfta á Suðurnesjum árið 2008?  Eða var það einhver önnur?

Dyggur aðdáandi ;) (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:34

2 identicon

Var hún ekki samlandi ferðatöskumannsins, sú sem vildi ekkert með greyið hafa. 

Var veðrið virkilega svona slæmt í morgun??? Það er fínt núna.

Kærar kveðjur.

Gísli 

Gísli (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, jú, völvan spáði jarðskjálftum á Suðurnesjum og jarðskjálftum í borgarstjórn. Heheheheh

Mér skildist á greininni að þetta væri íslensk kona, annars staðar sá ég að þetta væri samlandi hans ...

Já, veðrið var ansi slæmt kl. 7 í morgun!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Völvan rokkar og þetta með Pólverjann er bara hans óheppni. Auðna Hödd skilur það ábyggilega við frekari skoðun. En ég ætla hér með að koma úr felum (göngum) með aðdáun mína á göngum, þú hittir nefnilega naglann á höfuðið, þar er alltaf gott veður, góð færð, engin hálka ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha verð að viðurkenna að mér datt þú ekki í hug þegar ég heyrði þessa sögu í dag. En þeirri sögu fylgdi líka að löggan keyrði aftur fram á sama manninn og endaði á að gefa honum fyrir farinu til Reykjavíkur.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.1.2008 kl. 18:07

6 identicon

Ég er ekki eins góð í mér og Jóna. Þú varst sú fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði þessa frétt liggjandi marflöt og gapandi í stólnum hjá tannsa. Kannski voru það þessar undarlegu aðstæður sem urðu til þess að mér varð hugsað til þín. Þú ert alltaf á svo undarlegum stöðum, eins og Himnaríki, Hálsaskógi og strætó.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband