Af ruslpósti ... eða hvað

Í tilefni bóndadagsÉg fékk þessa mynd senda í tölvupósti en veit ekkert hvernig hún virkar, hef aldrei verið sterk í að sjá í gegnum sjónhverfingarmyndir. Ef maður starir nógu lengi á hana á maður að sjá hafið. Ég, sem er vön, sé hafið á hverjum degi, get engan veginn komið auga á það á þessari mynd.

Á glerborðiJamms ... sum ruslpóstbréf geta verið fyndin. Mér fannst kisumyndin mjög fyndin þegar ég fékk hana í pósti í dag. Gerður í vinnunni spurði mig auðmjúklegast um leyfi, hún veit að ég HATA ruslpóst. Sérstaklega sæta kettlinga eða ungbörn með texta sem segir að ég detti í lukkupottinn ef ég sendi tíu vinum mínum þetta keðjubréf. Arggggg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Þú óheppin að fá bara svona leiðinlegan ruslpóst, ég er alltaf að fá póst um lottóvinning eða frá einhverjum prinsum sem vilja gefa mér pening fyrir smá greiða.

Reyndar lykta þessir póstar sem ég fæ, oftast af skreið!

Mummi Guð, 25.1.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hvar í ósköpunum grófstu upp þessa mynd af mér? Sem betur fer fékkstu ekki hina hliðina! hjúkk marrr

Kjartan Pálmarsson, 25.1.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kisan er náttl. bara frábær en hvaða haf ertu alltaf að tala um???sé ekkert.    Blind  Blind

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, Mummi, ég vildi sko gjarnan fá skreiðarpóst frekar en svona myndir ...

Kjartan, ég tók hana á Langasandi nýlega ... ég er svo mikil pempía að ég hefði sjokkerast ef þú hefðir snúið þér við, takkkkk.

Vissi, Ásdís, að þú myndir ekki sjá hafið frekar en ég.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.1.2008 kl. 22:40

5 identicon

Mikið er falleg hafið þarna hægra megin sætur Rass En sé ekki alveg hafið út úr hinni myndinni en krútt kisa hafðu góða helgi frk Guðríður

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég get ekki séð hafið út úr þessari mynd er núna búin að stara á þessa mynd í c. 30 mín, ég sé þarna tvo vel mótaða hálf "bolta" og eitthvað meira í sama lit. Ég kem ekki fyrir mig hvað þetta er, hey! Jú bíddu er þetta ekki augnkonfekt?....

Kötturinn er náttúrulega bara æði

Sporðdrekinn, 25.1.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

kötturinn og kallinn og...

H A F I Ð

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.1.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

tek undir: AAARGHHH. En myndin til hægri gæti aldrei flokkast undir ruslpóst... hvaða fjandans texti sem annars myndi fylgja henni.

Annars finnst mér að Kjartan geti alveg deilt fleiri myndum með okkur

Jóna Á. Gísladóttir, 26.1.2008 kl. 01:16

9 Smámynd: Jens Guð

  Hvor myndin í færslunni sýnir hafið?

Jens Guð, 26.1.2008 kl. 01:34

10 identicon

Það er ekkert haf þarna.

Bryndís R (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 08:25

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

'Eg spyr eins og Jens, það er ekkert haf á hvorugri myndinni

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 08:38

12 identicon

Stundum lærir maður eitthvað um Bloggara út frá því hvað þeir skrifa, eins og í þessari færslu hjá Jens

Fransman (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 09:54

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Var þetta ekki örugglega tekið á Langasandi í sumar?

Hélt ég hefði verið einn.

Þröstur Unnar, 26.1.2008 kl. 10:37

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Meina myndin af sandinum.

Þröstur Unnar, 26.1.2008 kl. 10:38

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

er sandur líka ?

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.1.2008 kl. 11:07

16 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Er þetta ekki mynd af Framsóknarmanni sem er búinn að missa fatastyrkinn?

Vilhelmina af Ugglas, 26.1.2008 kl. 11:38

17 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

    xB

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.1.2008 kl. 11:42

18 Smámynd: Gunna-Polly

ég er líka búin að skoða þessa mynd í bak  og fyrir með smásjá stækkunargleri og ég veit ekki hvað og get ekki fyrir mitt litla líf  séð hafið kannski þarf ég bara gleraugu?

Gunna-Polly, 26.1.2008 kl. 12:33

19 Smámynd: Ólöf Anna

Úpps ég sem sendi þér eitthvað sem gæti flokkast sem ruslpóstur. Biðst innilegrar afsökunar en vona að þú getir fylgst með tímanum þó.

Ólöf Anna , 26.1.2008 kl. 13:04

20 identicon

Ah, Jens sér ekki heldur hafið....

....segir mikið um hann, þetta er þá skýringin á vel snyrtu skegginu.

Alma (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:42

21 identicon

Ekkert sé ég hafið, en þetta er greinilega "vinstri"maður, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 1505967

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband