Hvínandi rok og hvítfyssandi sjór

Hér hvín í öllu og ekki séns að sofa lengi. Var með andvara á mér og vonaðist til að vakna þegar orðið yrði bjart. Bjóst við klikkuðu brimi en flóð var sett kl. 10 skv. einni uppáhaldssíðunni minni, http://vs.sigling.is/pages/84 . 27. jan 2008 vitlaust veðurNokkrum sinnum var enn of dimmt og við alvöruvöknun reyndist rokið allt of hraðfara til að leyfa öldunum að njóta sín að ráði, sjáum til, oft eru öldurnar flottari nokkru fyrir og eftir flóð.

Mér tókst að opna stofugluggann af fádæmahetjudáð og smella af einni mynd í og af sjávarlöðrinu. Loksins hafði ég góð not fyrir þrjár hendur ... tvær til að halda glugganum og tvær til að taka mynd. Gluggarnir hristast ógurlega sem er ekki mjög traustvekjandi, þetta er það eina sem skilur að himnaríki og óveðrið. Masókistarnir, sem fara í gönguferðir í öllum veðrum, hafa ekkert sést í morgun. Skyldi strætó ganga? Sá á annarri uppáhaldssíðu (Vegagerðarinnar) að hviðurnar fóru yfir 30 m/sek um þrjúleytið í nótt, hröpuðu svo niður fyrir 20 en eru á hraðri uppleið aftur. Jamm.

Skv. Mbl.is er búið að kalla út björgunarsveitina hér á Akranesi og á fleiri stöðum. Á myndinni sést Faxabrautin lengst til hægri. Myndin er ekki svona skökk, vindurinn beygir húsin þvílíkt í ofsanum.


mbl.is Fóru út af á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er nú meira "Ó" veðrið hjá þér kona! 

Gott að vera inni og kveikja á kerti og lesa góða bók eða pennslast.  Njóttu sunnudagsins.

www.zordis.com, 27.1.2008 kl. 12:09

2 identicon

Það var talað um það á 101 svæðinu á sínum tíma að þú hefðir flutt eitthvað út í rassgat...

...það var þá rokrassgat!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Zordís mín, það er sko vitlaust veður um allt land. Nema hjá Breiðholtshataranum sem leggur Akranes í einelti í athugasemd sinni ... ekkert minna.


Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2008 kl. 12:28

4 identicon

Ég sagði aldrei að það væri logn mín megin. Ég er í fok-ing handarkrika.

...svona er bara anatómía landsins.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gott að vita af björgunarsveitinni þarf í búð, svona ef eitthvað klikkaði hehehe.

Hvað er breiðholtshatarinn að tala um rokrassgat? er ekki alveg að skilja hann, eins og veðrið hérna er gott "hóst hóst" 

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það verður nú að segjast eins og er Gurrý mín að veðrið er niðurdrepandi! Ég er á slppnum og er að hugsa um að fara kveikja á kertum ef það gengur, því rokið smýgur allsstaðar inn!

Hafðu það samt gott og lestu fyrir okkur öll.

Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:06

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:58

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með Himnaríki, bara ef ég skyldi ekki vera búinn að því áður.

Veit að þetta er alveg út í hött, en væri alveg til í að skipta um íverustað við þig einn almennilegan rokdag, svo ég gæti notið hafsins og þú umhverfi hinna nýríku.

Ef þú ferð í Skaganesti í dag, þá fjúktu varlega.

Þröstur Unnar, 27.1.2008 kl. 14:24

9 identicon

Almáttugur, er þetta virkilega aktúell mynd frá Akranesi? Er ekki myndavélin þín bara ekki eitthvað biluð?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:33

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, þetta er mynd tekin í morgun! Nú er komin sól.

Mun fjúka varlega í Skaganesti! Rok-kveðjur!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 1505967

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband