Dregið til tíðinda ...

SúkkulaðibrekkanMikið er dásamlegt í þessum fimbulkulda að hún Erla skuli vinna í sama húsi og ég í Hálsaskóginum, ekki er heldur amalegt að hún búi í sama sveitarfélagi og sérdeilis ekki slæmt að hún skuli eiga bíl og fara akandi heim kl. 17. Akkúrat kl. 17.00 í dag var hið fullkomna tilvonandi tímarit fulllesið og tilbúið í prentsmiðju.
Ég fékk það  þakkláta hlutverk að skafa framrúðuna að innan og má segja að við Erla höfum lent í ör-stórhríð eitt augnablik sem var bara hressandi. Erla spurði mig á leiðinni af hverju brekkan héti Súkkulaðibrekkan. Ég horfði þolinmóð á hana og útskýrði fyrir henni að Nói Síríus væri neðst í brekkunni. Þá skildi hún allt.

KópavogsliðiðGaman að sjá náfrændur mína, Skagfirðinga, næstum rústa Fljótdalshéraði í Útsvari í kvöld en skemmtunin stóð ekki lengi ... sjokkið kom í lok þáttarins þegar dregið var til tíðinda ... eða í átta liða úrslit.

Við Skagamenn fengum Kópavog of oll pleisis þann 28. mars nk., sem væri í góðu lagi ef Hilda systir byggi ekki í Kópavogi og Davíð frændi yrði ekki 19 ára þennan sama dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér skildist á Sigmari að dagsetningar lægju ekki endilega fyrir, það þyrfti að vera hægt að ná öllu þessu önnum kafna saman - þannig að varðandi dagsetninguna er ekki öll nótt úti ...

Berglind Steinsdóttir, 1.2.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SEGI EINS

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

OG Berglind, það er ekki allt neglt niður. En ertu ekki að fara austur. ???

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég var meira að segja búin að fatta súkkulaðibrekkuna hehe. Maður verður svo gáfaður á því að búa við Hringbrautina.

Ekki hélt hún að það væri til brekka búin til úr súkkulaði ! hehehe

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, seinnipartinn á morgun!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, Ragga, þessi tertusneið er álíka brött og sjálf Súkkulaðibrekkan.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2008 kl. 23:29

7 Smámynd: Tiger

Ohh... ertu sem sagt skagamaður stúlkukind? Þarf maður þá að halda með þeim í þessum leik... eða hvað? Ég á víst einhverjar rætur þarna á skaga líka svo hver veit - kannski ertu frænka mín bara eftir allt saman.  Jamm, glætan.

Þessi með súkkulaðið og Nóa Síríus minnir mig á góðan bæ sem stendur á hól - hól sem kallast "saurhóll" - i wonder why.

Tiger, 1.2.2008 kl. 23:35

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já bæir munu bítast.

Baráttukveðjur úr Kópavogskjördæmi eystra

Kjartan Pálmarsson, 1.2.2008 kl. 23:51

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er ég hætt að fylgjast með Útsvarinu en geri undanekningu þegar mitt fólk kemur til leiks. 

Horfi á Loga í satðinn.  Eða les eða eitthvað.

En af Skaganum missi ég ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 23:57

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

mwahahaha, jahá, næstum rústa!!?? Skemmtunin stóð semsagt fyrstu 4 mínúturnar. Gurrí! bróðir minn er í Héraðsliðinu, ekki láta þér detta í hug að dissa...

Jenný, horfa og halda með Fljótsdalshéraði, ójá! Ég mun ekki einu sinni halda með Reykjavík næst, þó Katrín sé náttúrlega í uppáhaldi.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.2.2008 kl. 00:57

11 identicon

Viðverukvitt

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 04:39

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Það var hárrétt sem skagfirðingarnir sögðu, þeir skemmtileustu vinna ekki alltaf

Ég hef horft á örfáa þætti af útsvar, t.d. Gurríarþættina og eitthvað í viðbót, en aldrei grátið af hlátri fyrr, þetta var súperþáttur og ekkert annað.

Sá eftir skagfirðingum úr keppninni, nú get ég nefnilega bara haldið með 1 liði og hinir þættirnir ekkert spennó.

tigercopper, ertu nokkuð að tala um Saurhól í Saurbæ? 

ég þekki þann stað vel ;) 

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.2.2008 kl. 11:35

13 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Alltaf notanlegt að lesa þitt blogg.

Mannleg hlið á tilverunni.

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.2.2008 kl. 11:36

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

"'Ég hlakka svo til, ég hlakka svo til" er það ekki svona sem eitthvað lag byrjar? Það verður keppnisfjör þegar þið komið á skjáinn. Nú verðið þið að hittast svo þið getið lært að lesa líkamsmál hvers annars. Annars er ég sæmileg!

Edda Agnarsdóttir, 2.2.2008 kl. 12:34

15 identicon

Ég hlakka svo til Gurri mín að sjá ykkur taka Kópavogsbúa í karphúsið það verður ekki mikið mál. Hef tröllarú á ykkur elskurnar mínar

Hittumst vonanadi á mánudaginn

Sigþóra (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 13:48

16 Smámynd: Tiger

Hæ Guðrún Jóhannesdóttir. Nei, veistu ég heyrði eða las einhverstaðar eitthvað þar sem þetta nafn kom en man ekki hvaðan eða hvað eða hvernig á því stóð að nafnið poppaði upphjá mér núna..

Tiger, 3.2.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband