Vinsælt sæti 8A ...

Það er gjörsamlega frábært hérna fyrir austan. Mæli með Egilsstöðum. Mikill ævintýradagur í dag.  Við erfðaprins, þrælslappur en góður við móður sína sem þurfti að komast á Rvíkurflugvöll, ókum sem leið lá frá 300 í 101 og fyrsti áfangastður var í Bankastrætinu, í Kaffitári, eftir hrikalegt rok á Kjalarnesi. Í Kaffitári var löng biðröð sem samanstóð m.a. af Snorra, fv. forsetaframbjóðanda og aflátsbréfaútgefanda , Lay Low var þarna líka og Siv Friðleifsdóttir (fyrir utan), meira að segja held ég að tannsan mín, Ósk Þórðar, hafi verið fyrir framan mig í röðinni ... ekki viss og kunni ekki við að arga ... Á flugvellinum voru Steinn Ármann leikari og Danni, sonur hennar Ástu sem var með mér í Austurbæjarskóla, og nú hljómsveitargæi (Danni). Þeir létu ekki vel af veðrinu fyrir austan en það var bara væl. Þetta var „hverjirvoruhvar-blogg“ dagsins. 

Þegar skráning hófst í flugvélina steingleymdi ég að biðja um að fá að sitja ein og vera framarlega, sætti mig bara algjörlega við að vera á 8A. Það er svo gaman að fljúga og þetta var fyrir c.a. miðri vél og ég vissi að ég myndi sjá hjól vélarinnar mjög vel og horfa á það ná yfir 300 km/klst áður en vélin færi í loftið, skemmtilegasta stundin í allri flugferðinni ... Já, ég viðurkenni að mér finnst fáránlega gaman að fljúga.  

Í flugvélinni gerðist skrýtinn atburður ... áður en vélin fór á loft. Kona nokkur hlammaði sér hjá mér, pínkufúl, og sagði þegar hún sá mig: „Ja, ég á nú að sitja í 8A en ég skal ekkert vera fúl þótt þú sért í sætinu mínu.“ Ég náttúrlega sturlaðist en sagði samt kurteislega: „Fyrirgefðu, en ég er skráð í sæti 8A ... sko sjáðu til, ertu örugglega á leið til Egilsstaða?“ Konan náfölnaði og hljóp með örskotshraða út úr vélinni, hún var víst á leið til Eyja í sæti 8A í Vestmanneyjavélinni og það var ekki einu sinni búið að kalla út í þá vél .... Hhehehehe, eins gott að hún fékk ekki t.d. 13A, þar sat enginn, þá væri hún skælandi í lobbíinu hérna á Hótel Héraði og fólkið hennar í Eyjum í losti. Múahahahhaah!

Á flugvellinum hitti ég sætu og yndislegu mennina sem voru í liði Fljótdalshéraðs í Útsvari í gær (var kynnt formlega fyrir þeim) og spjallaði í smástund við þá, þeir voru ekki síður sætir í eigin persónu og ekki verra að annar þeirra er bróðir Hildigunnar minnar tónskálds. Þeir voru voða almennilegir þótt ég hafi eiginlega haldið með Skagafirði, frændfólki mínu, en næst á eftir Akranesi mun ég héðan í frá halda með Fljótsdalshéraði.

Maturinn í kvöld á Hótel Héraði var mjög góður. Humar í forrétt, hreindýr í aðalrétt og súkkulaðisúfflé, (súkkulaðibomba, hörð skorpa og mjúkt lekandi súkkulaði innan í) í eftirrétt. Það er búið að spilla mér til lífstíðar. Mikið á ég eftir að vera leiðinleg í mötuneytinu næstu vikurnar. (Tók myndir, birtast síðar (t.d. á morgun)).

Jæja, stend hérna í lobbíinu og pikka á tölvuna, uppi í herbergi 321 bíður hlýtt rúm, spennandi bók, jafnvel eitthvað í sjónvarpinu, ... best að njóta munaðarins. Ég veit eiginlega ekkert betra í lífinu en flugferð (eða bílferð) og yndislegt hótelherbergi með öllum sínum lúxus ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hafðu það gott, ég hló nú að konunni sem var að reyna að villast í sætið þitt og þar með í kolvitlausan landshluta.

Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, já, það var eiginlega voða fyndið. Maðurinn í 7A, sá sem var að lesa nýjustu bókina eftir Henning Mankell, sem kannski skiptir ekki máli .... sagði flugfreyjunni frá þessu. Þegar hún síðan bauð okkur velkomin í flugið (áður en við lögðum af stað) sagði hún að vélin færi til Egilsstaða ... svona til öryggis! Hehhehe

Jæja, farin upp að lúxusast! Knús

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef að ég man rétt til, þá er súkkulaði á EGS kalóríufrítt.

Steini Bergs, er greinilega sami snillíngurinn í dag & þegar við vorum samferða í menntó.  Kysstu hann frá mér ef þú færð færi til.

Vænt af þér að samúðast með Werstumannaeyjufraukunni.

Jafn eymíngja góð & ég inn við beinið klárlega...

Steingrímur Helgason, 2.2.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þetta með flugtakið, algjörlega sammála, gaman að sitja þar sem maður sér hjólin og skynjar hraðann langbest. Gaman að fljúga, mest gaman að flugtaki og lendingu.

Gísli Sigurðsson, 2.2.2008 kl. 23:25

5 identicon

Ah já það er dásamlegt að fljúga svo gaman En mikið hljómar þetta allt saman unaðslegt maturinn ó boj slefa yfir lyklaborðið æði að vera á góðum hótelum og hitta gott fólk í leiðinni hafðu góða nótt og góðan dag á Austfjörðum Góða nótt

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 00:06

6 identicon

Við viljum heyra meiraaaaaaaa já miklu, miklu meiraaaaaaaa.

jensen (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ooooo  vildi að mér þætti svona gaman að fljúga, öfunda þig af því.   Njóttu ferðarinnar í drep.  Love U

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 00:17

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jei, líst vel á að þú haldir með Fljótsdalshéraðinu, þau best...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 01:32

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

:)

Kjartan Pálmarsson, 3.2.2008 kl. 02:06

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er ekki ennþá búinn að fatta hvað þú ert að gera fyrir austan Gurrí. Kannski hef ég ekki fylgst nógu vel með undanfarið.

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2008 kl. 02:22

11 identicon

Ágúst, eins og þú getur ímyndað þér þá er þetta afplánun. Fer enginn austur uppá grín. Ég hef aldrei þorað að spyrja nokkurn útí ástæður fyrir austurferð.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 04:15

12 Smámynd: Jens Guð

  Ég flýg um það bil 10-15 sinnum fram og til baka út á land á hverjum vetri til að kenna þar skrautskrift.  Eitt sinn flaug ég frá Egilsstöðum.  Stelpa sem sat við hliðina á mér ældi eins og múkki alla leiðina.  Hún hafði varla möguleika á að mæla á milli ælugusanna.  Ég hef aldrei kynnst jafn flugveikri manneskju.  Hún þurfti að nota ælupokann sinn og minn og næstu sæta í kring.  Þegar við vorum að lenda í Reykjvík var hún búin að biðja mig mörgum sinnum afsökunar á ælugusunum.  Þær trufluðu mig þó ekki neitt.  En þegar við vorum að lenda í Reykjavík sagði hún: "Ég er búin að fatta hver þú ert.  Þú ert Jens Guð.  Ég þekki röddina.  Ég hef heyrt í þér í útvarpinu."  Ég varð montinn og kannaðist við hver maðurinn var.  Var stelpan þó varla eldri en 17 - 18 ára.

  Í annað sinn flaug ég einmitt frá Egilsstöðum.  Á mig sótti syfja þannig að ég sofnaði.  Þegar vélin lenti í Reykjavík vaknaði ég við það að ung stelpa sem sat við hlið mér var búin að hjúfra sig steinsofandi upp að mér.  Ég vaknaði á undan henni og fór varfærnislega að losa um tak hennar um háls mér.  Þá vaknaði hún og henni var eðlilega brugðið.  Baðst innilega afsökunar á uppátækinu.  Ég var það mikill perri að ég sagðist hafa verið sáttur við að vakna upp við þessar aðstæður.  Það skemmtilega er að þessi stelpa hefur síðan haldið kontakt við mig.  Við erum það sem kallast trúnaðarvinir.      

Jens Guð, 3.2.2008 kl. 04:41

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu Egilstaða, ég er viss um að þeir njóta þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 09:12

14 Smámynd: Gunna-Polly

fanstu nokkuð Amber þarna fyrir austan?

Gunna-Polly, 3.2.2008 kl. 10:56

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

fínt að fljúga, en flugtak og lending er ekki það skemmtilegasta

Njóttu þín þarna fyrir austan, vel og rækilega Gurrí, og hrærðu svolítið upp í herraskaranum

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.2.2008 kl. 10:59

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Úff en spennandi! Bíð eftir að sjá meira frá þér. Þetta er nú eitthvað sem þú ættir að fá oftar - hvað að með dekur færðu það?

Edda Agnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:44

17 identicon

Dásamlegt hvað þú getur búið til skondar sögur úr daglega lífinu....  Takk fyrir mig.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:09

18 Smámynd: www.zordis.com

Það hlýtur að vera fallegt á Egilsstöðum í snjó og frosti!

Njóttu þín í botn kæra kona.

www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 12:22

19 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég var eitt sinn á leið til Amsterdam þegar það uppgötvaðist að fólkið í sætunum fyrir framan var í kolrangri vél. Það var ekki farið um borð gegnum rana heldur út og niður tröppur og þetta ágæta fólk tók bara til fótanna að næstu vél sem það sá og hlammaði sér um borð. Það hefði orðið upplit á liðinu hefði það lent í Hollandi í stað Glasgow. Ég er enn að hlægja að því hvað það hefði verið fyndið. En þar sem annað fólk átti sætin bókuð þá fór það ekki svo skemmtilega... Því miður

Brynja Hjaltadóttir, 3.2.2008 kl. 21:49

20 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vá, 8A sagan, ég elska hana.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2008 kl. 23:35

21 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, Austurlandið er best, trúðu mér. Já, þú trúir núna.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:42

22 identicon

Omg. ég vildi óska að ég væri á Egilsst. Litli ömmustrákurinn minn á heima þar. Hafðu það gott fyir austan. Fyrst þú ert farin að halda með Fljótdalshéraði, þá verð ég að segja áfram  ÍA þangað til í sumar.

Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 00:18

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú ert nú meiri Nautnabomban Gurrí..slefandi matur, fræknar ferðir, mjúk rúm og spennandi bræk...bækur. Sætur hótelstjóri sakar svo sem ekki ...sem er með master lykil að herbergi dömunnar. Ósögð ævintýri að morgin..ha? Bíð svaka spennt..AUSTANMENN ERU VÍST ENGUM LÍKIR!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 01:06

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

hahahah, katrín, jamm, hótelstjórinn heitir Auður og er ábyggilega vitlaus í karlmenn, eins og ég ... Kokkurinn var sætur en hann var allt of ungur og auk þess danskur ... (hehehhe)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505999

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband