Matarboð á ljóshraða ...

GestgjafarnirIndverska matarboðið hófst rétt fyrir sjö og var alveg dásamlegt. Skemmtilegar umræður um allt á milli himins og jarðar og svo var maturinn alveg himneskur. Fyrst voru tveir grænmetisréttir og síðan kjúklingaréttur og fiskréttur. Þetta var frábær en alltof stutt kvöldstund.

NammmmmmmÞetta var hvert öðru betra en ég var hrifnust af þessu sterkasta; kjúklingaréttinum og grænmetinu! Ef til eru önnur líf þá var ég indversk í fyrra lífi ... ég er viss um það. Hrífst mjög af öllu indversku, Bollywood-myndir eru t.d. í miklu uppáhaldi og augun í indversku fólki finnst mér svo rosalega falleg!

Ég var komin heim rúmlega átta, ekki af því að það væri leiðinlegt og mig langaði ekki í eftirrétt, heldur af því að hóstinn var farinn að angra mig aftur. Best að kíkja á lækni á þriðjudaginn, tékka á því hvort komin sé lungnabólga, hef fengið slíkt tvisvar áður með tíu ára millibili. Eins með okkur Kötlu (eldfjall), við gerum hlutina nokkuð reglulega og nú er kominn tími á lungnabólgu, held ég. Hér fyrir ofan eru myndir af gestgjöfum kvöldsins og svo auðvitað kjúklinga- (t.h.) og grænmetisréttinum. Mía o.co. sitja þarna enn þá og halda uppi heiðri fjölskyldunnar á meðan himnaríkisfrúin hóstar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ. elsku kellingin, vonandi ertu ekki komin með lungnabólgu. Ég fer nú að endurskoða mína strætófóbíu fyrst maður getur komist í indverskar matarveislur með því að leggja jeppanum. MMMMMMMMMMMMM Elska indverslan mat.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er náttúrlega baaaara yndislegt. Varstu í matarboði hjá konu sem þú kynntist í strætó !!!!  Svona á þetta auðvitað að vera

Jóna Á. Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

þetta hljóta að vera Shyamali og Dipu  (eina indverska fólkið sem ég þekki á Skaganum) ótrúlega gómsætur matur á að líta,  farðu vel með þig, sterki maturinn ætti að vinna á einhverjum bakteríum

Guðrún Vala Elísdóttir, 10.2.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

oooohhh, fólkið sem bjó hér á bak við er svo ótrúlega fallegt! (yfirþjónninn á Austur-Indíafjelaginu og konan hans og litli sonur). Frábært fólk líka, verst að það er flutt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er náttúrulega bara óhugnaleg matarneysla allan liðlangan daginn.

Er ekki komin tími á Langasandsskokk.

Þröstur Unnar, 10.2.2008 kl. 21:57

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æ nei, ekki lungnabólga

Farðu nú vel með þig

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.2.2008 kl. 22:04

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, þetta eru Shyamali og Dipu, ég gleymdi að setja nöfnin þeirra ...

Matarneyslan í dag varð reyndar til þess að ég hljóp nokkrar ferðir upp og niður stigana hérna, í alvöru ... en það var ekki sniðugt upp á hóstann samt! Langisandur fljótlega, þegar allt grjótið er horfið.

Já, Jóna, ég kynntist Shyamali í strætó en þau hjónin þekkja Míu systur og mann hennar vel, það leið heillangur tími þar til hún fattaði að ég væri systir Míu.

Helga, ég fór nú ekki á strætó í matarboðið ... heldur með systu á bílnum þeirra hjóna. Þú þarft ekki að stíga upp í strætó, elskan, en það er samt mjög gaman í Skagastrætó! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:12

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef verið á námskeiði í Indverskri matargerð hjá Shyamali fyrir nokkrum árum. Það var frábært og skemmtilegt.

Maturinn er girnilegur hjá þeim.

Edda Agnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:36

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gefðu lungnabólgunni langt nef, elsku fyrrverandi Indverjinn minn. Ég elska líka Bollywood og indverskan mat, ensku talaða með indverskum hreim og gömlu indversku fræðin, - en mér er sagt að ég hafi verið kínversk í þrjú hundruð líf eða svo. (Af hverju ætli standi á því að maður verður svo ljómandi og lifandi þreyttur þegar verið er að þvaðra um fyrri líf við mann ... ?) Meðal annarra orða: ég hata kínverskan mat. (Kannski er ég bara orðin leið á honum ...) Góða nótt, mundu lungnabólguna og langa nefið!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:10

10 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hvað segir þú! Var maturinn Himneskur? Ekki Indverskur ?

Já það getur margt gerst í strææætóóóó, sko !

Kjartan Pálmarsson, 10.2.2008 kl. 23:16

11 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Ummm indverskur matur er æði....ætti að losa um flest venjuleg kvef...vonandi ekki lungnabólga sem þú ert með.

Batakveðjur

Mákonan

Arafat í sparifötunum, 10.2.2008 kl. 23:29

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Indverskur matur er himneskur ekki spurning, þvílíkt sem kryddin leika við bragðlaukana.  Þér hlýtur að líða vel.  Passaðu heilsuna.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 00:01

13 Smámynd: Jens Guð

  Ansi virðist maturinn vera girnilegur.

Jens Guð, 11.2.2008 kl. 00:24

14 identicon

ég fékk ansi oft kvef og ég hef þrisvar fengið lungnabólgu fyrir árið 2000, en þetta hætti ekki hjá mér fyrren ég hætti að reykja um áramótin 1999-2000 og síðan þá hef ég aðeins tvisvar fengið kvef og allur hósti farinn, lungun búin að ná upp styrk og háræðarnar fengið aukið blóðflæði og ég hleyp upp tröppur og syndi ánþess að mæðast eins og áður. semsagt allt uppávið eftir þessa skynsemisákvörðun mína.

Gerður (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 01:09

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einmitt Gerður, þótt ég reyki frekar lítið þá held ég að þetta væri snilldarákvörðun. Ég hef mikið verið að hugsa um þetta og þrátt fyrir eitraðar athugasemdir í síðustu reykingafærslu (sem fá upp mótþróann í mér, jamms, ég er barnaleg) frá einhverjum nafnlausum dónum sem áróður hefur heldur betur gert að hatursmönnum reykingamanna ... ætla ég að tala við lækninn um þetta á morgun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2008 kl. 09:45

16 identicon

frábært!!

en ég gleymdi einu því besta.......... allur matur bragðaðist betur á eftir

gangi þér æðislega vel og vonandi hressistu fljótt. 

Gerður (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 651
  • Frá upphafi: 1506004

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband