Afmæli og rapparar í strætó ...

Dobba afmælisbarnBolvíkingar og VagnsbörnÍ afmælinu hennar Dobbu í gærkvöldi var allt fullt af Bolvíkingum og sálfræðingum. Ansi góð blanda. Ef Bolvíkingur sjokkeraði gesti kom sálfræðingur í kjölfarið og útskýrði hvað lá að baki og greindi viðbrögð okkar. Við þurftum reyndar engan sála þegar Vagnsbörnin fluttu tónlist.


 -------------------

----------------------

-------------------------

Erpur rappariHilda skutlaði mér í Mosó þar sem elskan hann Kiddi beið eftir að flytja okkur á Skagann. Eitthvað var um sellebrittís-gæa á stoppistöðinni og þegar Skagavagninn renndi upp að henni lagðist einn þeirra á gangstéttina og kvikmyndaði dekkin og aðkomu vagnsins. Eins gott að Kiddi er klár ökumaður og lagði flott. Síðan hrúguðust þeir inn í vagninn og ... úúúú ... sjálfur Erpur rappari spurði bílstjórann hvort þetta væri ekki örugglega vagninn á Skagann og allt var kvikmyndað. Held að ég hafi verið sú eina sem þekkti þá því ég sá engan heimta eiginhandaráritun, kossa og svona. Þetta voru svo sem bara ég, unglingsstúlka og karl og svo strákarnir. Ef Rottweiler er enn starfandi, sem mig grunar, gæti Skagavagninn orðið víðfrægur í tónlistarmyndbandi.

Akranesi í gærkvöldLeið strákanna lá í Breiðina, skemmtistað þar sem áður var til húsa Hótel Akranes. Ef ég þekki Skagamenn rétt þá hefur verið mikið fjör í gærkvöldi. Jamms, flottasta fólkið ferðast með strætó ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Brynja skordal

þetta hefur verið skemmtilegt afmæli enda alltaf stuð þar sem vagnsbörn koma saman og syngja þekki það vel frétti að Rottweiler hefðu skemmt sér vel á skaganum í partí framm eftir nótt 

Brynja skordal, 17.2.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leiðir fræga fólksins liggja á Skagann, ekki spurning.   Star 15  Star 15

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gurri mín góða!

Þetta rifjar nú upp fyrir mér, að eiginkona míns góða æskuvinar og skólabróður, Jónasar rannsóknarlöggu ykkar á Skaga, heitir Ingunn og er einmitt frá bolungarvík! (eða bolungavík, svo ég móðgi nú engan!)

Svetti þessum mikla fróðleik hérna hjá þér, mín gullfallega elska, svona til að gera daginn enn skemmtilegri og minningarnar frá afmælinu enn betri!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.2.2008 kl. 17:01

5 Smámynd: Tiger

  Þú ert aldeilis að lenda í ævintýrunum Guðríður. Alltaf skemmtilegt að lesa hjá þér og ætíð finnst manni sem maður sé bara staddur við hlið þér og sjái bara live það sem er að gerast.

Ég er sammála Ásdís um að skaginn virðist draga að sér ríka og fræga liðið - kannski maður ætti að fara aftur á gamlar slóðir - bara svona til að vera með ...

   Good night sweety...

Tiger, 17.2.2008 kl. 21:54

6 identicon

hehe, þú hefðir átt að hoppa upp og heimta eiginhandaráritun

Hulda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505999

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband