Hvar varð eiginlega um ljóshærða manninn með ættarnafnið?

DóminískaDóminíska lýðveldiðMikið er nú annars gott þegar reglan tekur yfir óregluna, eins og í morgun þegar farið var á fætur um miðja nótt í himnaríki. Ásta var svo rugluð eftir dásamlegu ferðina sína til Dóminíska lýðveldisins að hún brunaði framhjá afleggjaranum mínum á Garðabrautinni en áttaði sig strax á mistökunum og sneri við. Hún er svo brún, afslöppuð og sæt, eitthvað sem tæplega er hægt að herma eftir nema fara hrikalega snemma að sofa nokkur kvöld í röð og bera á sig brúnkukrem.

----------------        -----------------           -----------------         -----------------------

 

Um 1982Fyrrverandi ástkær eiginmaður átti hálfrar aldar afmæli í gær ... og ég gleymdi að óska honum til hamingju með það, best að senda honum hjartnæmt SMS í dag. "Astkaer fyrrv eiginmadur. til ham m afmaelid. gamli geithafur!" Þótt hann hafi ekki boðið mér í afmælið sitt er ekki ólíklegt að mér verði boðið í nokkur slík í ár. Allir eru alltaf með brennivín, ræður, söng og snittur, það virðist tilheyra. Ég kann ekki að halda svoleiðis afmæli. Kannski er ég voða "lummó" fyrst ég ætla að halda sama sið og síðustu 20 árin og bjóða til dýrlegrar "fermingarveislu" í himnaríki þar sem rjómatertur, brauðtertur, súkkulaðitertur og dúndurgott kaffi verða í aðalhlutverki!

StjörnukortÞegar Gulli stjörnuspekingur las stjörnukortin okkar fyrrverandi fyrir ótrúlega mörgum árum fölnaði hann og sagði að það væri allt of kalt fyrir mig (ljón með tungl og venus í krabba) að vera með manni sem væri ekki bara vatnsberi, heldur líka með tungl, merkúr og venus í vatnsbera og hvað þá mars í steingeit. Arggg! Ég skildi ekki orð en skildi samt auðvitað við hann í hvelli ... annað ... Anna föðursystir mín sat við hliðina á mér í erfidrykkju Guðríðar ömmu og hinum megin við mig sat þessi fyrrverandi vatnsberi minn. Vorum 18 ára. Ég sagði Önnu að þetta væri kærastinn minn en hún sneri upp á sig, sagði að ég ætti eftir að giftast ljóshærðum manni með ættarnafn. Anna kíkti stundum í bolla og var ansi sannspá. Ég er fegin að ég hlustaði ekki á hana, þá ætti ég ekki erfðaprinsinn. Af einskærri þrjósku giftist ég nefnilega manninum sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn, eða um 24 ára aldurinn. Nú hefur aftur á móti langtíma einsemd kennt mér að sætta mig við ýmislegt þannig að nú mega alveg ljóshærðir karlar (gráhærðir eru ljóshærðir, líka sköllóttir) með ættarnafn (líka nöfn eins og Jói Jóns, Siggi Sveins, Gummi Jóns) fara að láta sjá sig. Auðveldast er að ná í mig milli 17.30 og hálfsex virka daga þegar boldið fer að hefjast.

Þessar pælingar komu bara í kjölfarið á afmæli fyrrverandi eiginmanns, sorrí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðigjafinn Bakkmann, hann er ljóshærður og með ættarnafn...

...ekki sakar að hann ekur strætó svo þið getið tekið rúntinn saman!

breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

André er frábær, en ég þori ekki að fá mér strætóbílstjóra. Þeir eiga kærustur á hverri stoppistöð. Góð hugmynd samt, Breiðholtshatari!

Guðríður Haraldsdóttir, 18.2.2008 kl. 09:08

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

ég ligg í kasti! Gamli geithafur! Ég á einn gamlan geithafur (reyndar yngri en ég, en steingeit) og annan gamlan hreysikött (ljón og í alvöru gamall, miðað við mig). Takk fyrir innblásturinn í afmæliskveðjurnar í ár!

Á milli 17:30 og hálfsex! Gurrý þú drepur mig! Einmitt sami tími og ég er laus

Laufey Ólafsdóttir, 18.2.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Gurrý, kát að vanda.  Ég var líka að fá eina mér kæra heim frá Dóminikanska, það er skúran mín. Hún er núna á fullu hjá mér, búin að leika Jónas og er núna á prikinu með blauta endann.  Ég hugsa og hugsa um hver væri bestur fyrir þig, sé þarna sekúndubrot sem hægt væri að skvísa inn kalli á þig.  Einar segir nú allan sannleikann, fátt sem getur eyðilagt eins mikið góð afmæli eins og brennivín.  Ég kem í terturnar er farin að spara fyrir gjöf  Heyrðu það mætti alveg skipta um nafn á Þresti og kalla hann Þröst Kramer, það er bara til þæginda að hafa hann á staðnum, svo getur hann bara haldið íbuðinni og þá þarftu ekki alltaf að hafa hann í kringum þig.  Eigðu ljúfa viku mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er nóg fyrir hann að heita Þröstur UNNAR, og ef hann er farinn að grána þá smellpassar hann!  Svo þurfið þið að æfa ykkur, stelpur mínar, áður en þið skrifið afmæliskortið. Maður skrefar nebbilega GURRÍ, ekki neitt "fkings" Ý í því ...  Muna, stelpuskottin mín, Ý í Gurrí myndi alveg skemma afmælið mitt sko ... ehhehehe

Guðríður Haraldsdóttir, 18.2.2008 kl. 11:26

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sorrý GurrÍ ...gerist aldrei aftur... þekkti sko einu sinni eina GurrÝ og er föst í venjunni... dirfist ekki að eyðileggja daginn fyrir ljónynjunni

Laufey Ólafsdóttir, 18.2.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, Anna. Haltu endilega áfram. Ég er steinhætt að gera kröfur um að þeir séu mín megin rimlanna, þessar elskur.

Guðríður Haraldsdóttir, 18.2.2008 kl. 14:29

8 Smámynd: Renata

snilld færsla :)

hló lengi og vel :)

kvitt kvitt Renata sem datt óvart á þín blogg

Renata, 18.2.2008 kl. 15:28

9 Smámynd: Kolgrima

Einu ljóshærðu mennirnir með ættarnafn sem ég veit um eru Helgi Seljan og Prins Valíant en læt þig vita í hvelli um leið og ég rekst á einhleypan, frambærilegan, fagran, fjárhagslega sjálfstæðan, barnlausan, ljóshærðan karl sem er búinn í námi.

Kolgrima, 18.2.2008 kl. 16:09

10 Smámynd: Kolgrima

og er með ættarnafn.

Kolgrima, 18.2.2008 kl. 16:10

11 identicon

En hann á ekki einusinni þann sem hann kallar BIG RED á mannmótum. Annars er færslan þannig að það tók mig smá tíma að geta skrifað....17:30 og hálf SEX.......er það til þess að þá sé sexið ekki búið? Það Á að trufla fólk þegar það er upptekið annars er ekki munað eftir  manni. smá hint fyrir ÞU

Kjóinn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:12

12 Smámynd: Ragnheiður

Gurrí, ég kyssti þinn fyrrverandi í gær. Hann varð að taka við happdrættisvinning fyrir hönd bróður síns sem skyndilega gufaði upp með húð og hári. Þetta var samt voða siðsamt.

Ég mundi hinsvegar ekki eftir afmælinu hans...shit ! Ég hefði smellt einum á hina kinnina hehehe

Sammála Einari, áfengi eyðileggur sko alveg afmæli !

Ragnheiður , 18.2.2008 kl. 19:16

13 identicon

Hæ. Iss það er ekkert að marka þessar stjörnur. Í kínversku stjörnuspánni er ég hestur og maðurinn minn rotta. Samkvæmt fræðunum eigum við helst ekki að búa í sama sveitarfélagi. Búin að hanga samt saman í 27 ár. Í sambandi við maka vil ég benda þér á að fá þér sjómann. Þeir þéna vel og eru sjaldan heima. Eiginlega eins og að vera áskrifandi að öðrum launum bara.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:40

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er ekki Ólafur F. á lausu...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.2.2008 kl. 19:50

15 Smámynd: www.zordis.com

Er ekki Georg Clooney á lausu?

Annars eru flestir kappar komnir með ljóst uppúr fermingu, nei meina fertugu!  Knús á þig káta kona!

www.zordis.com, 18.2.2008 kl. 23:40

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Snilldarvel skrifuð og skemmtileg færsla, ég hló upphátt!  

Myndarkona eins og þú þarft sko ekkert að sætta þig við hvað sem er, ég er viss um að þín bíða ævintýr og menn með ættarnöfn í röðum og þú getur bara setið eins og fín dama með þínar pönnsur og rjúkandi kókóbolla og valið úr.

PS. Ég myndi velja heimaafmælið "anytime"!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.2.2008 kl. 00:12

17 identicon

Sæl Gurrí!

Mér er það lífisins ómögulegt að skilja af hverju þið Þröstur Unnar hafðið aldrei rekist á hvort annað....og þið bæði á skaganum. Verslið þið ekki bæði í Einarsbúð?  Þú ættir að reyna við hann þó svo hann hafi ekki ættarnafn....finnst þið getið passað fínt saman....svo er hann bara fjallmyndarlegur maðurinn....ég sá hann í BT fyrir jólin :)

Sigga (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:12

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú ert jafnfyndin og venjulega Gurrí mín. Ég býst við að sá ljóshærði með ættarnafnið leynist einhvers staðar í nágrenni við litlu konuna í peysufötunum sem ég var skírð í höfuðið á.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:52

19 Smámynd: Þröstur Unnar

Hm... hvurt á maður að skipta sér af eður ei?

Höfum það ei.

Þröstur Unnar, 19.2.2008 kl. 17:11

20 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja, eitt bónorð getur nú ekki sakað, Þröstur minn, engin afskiptasemi í því ...

djók ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 19.2.2008 kl. 18:05

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú, til að uppfylla skilyrðin gæti Þröstur alveg bara keypt sér Unnarsnafnið og þar með er hann hinn eini sanni Þröstur Unnar, svona svipað og snævar og Hlíðar!

Og svo þegar þið byrjið að hlaða niður litlu "beibíunum" sem glæný tækni, rétt handan við hornið, gerir kleift og gerir spræk sprund eins og gurrí með einföldu í enn sprækari, þá myndast glæstur höfuðstóll UNNARSÆTTAR frá Skaga!

Og fyrsta sveinbarnið yrði að sjálfsögðu skírt í höfuð hins mikla hjónabandsmiðlara, Magnúsar Geirs!

Magnús Geir Unnar hljómar frábærlega!

Út að kaupa hringa!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 20:36

22 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Á ég að berja hann, eða ætlar þú að gera það, Þröstur?

Guðríður Haraldsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:47

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú lemur nú aldrei þá sem maður elskar, Gurrí með einföldu í!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 67
  • Sl. sólarhring: 428
  • Sl. viku: 2184
  • Frá upphafi: 1456134

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1821
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband