Óvinveittur, rennblautur vindur ...

Eftir meðferðinaÞetta var nú meiri ævintýradagurinn. Samstarfskona mín átti tíma hjá snillingi nokkrum, komst ekki og bauð mér að fara í staðinn. Held að þetta hafi nú bara verið samsæri til að losna við hóstakjöltrið sem endurkastaðist af veggjunum og bergmálaði hroðalega í salnum. Maðurinn reyndist vera sambland af Betu sjúkraþjálfara og ... ja, uuuuu ... (hér hafði síðuritari skrifað og strokað út eitthvað um pyntingar en það er allt of ýkt). Maðurinn sneri mér á alla enda og kanta, togaði og teygði og áður en ég vissi af var ég orðin há, grönn og enn fegurri (eins og það sé hægt). Man ekki hvað þessi tækni sem hann notar kallast en mikið varð ég öll liðugri í skrokknum á eftir. Elsku strætóSteig (sveif) síðan upp í strætisvagn nr. 14 sem fór allt aðra leið en ég hélt svo ég flúði út hjá Landspítalanum til öryggis. Komu svo ekki tveir vagnar á sama tíma, leið 1 og leið 6. Hef oft tekið sexuna en aldrei hinn og valdi það sem ég þekkti. Strætókonan flissaði þegar ég kom inn og sagði að leið 1 færi nákvæmlega sömu leið, eða niður á Lækjartorg. Ég svaraði henni fullum hálsi og sagði að hún hefði virkað miklu meira traustvekjandi á mig en karlinn fyrir framan og þá brosti hún breitt.

Eftir farsæl kaffikaup í Kaffitári (geri allt til að komast í vefmyndavél Eyjunnar) fór ég að huga að heimferð, læknavaktin á Skaganum lokkaði, ekki get ég haldið fólkinu í strætó vakandi alla morgna með þessu gelti.

Á stoppistöðinni í dagRennblautur vindurinn var afar óvinveittur strætófarþegum í dag og blés á okkur úr öllum áttum í skýlinu í Mosó. Við vorum eins og blautir kettlingar þegar strætó hirti okkur upp. Ég sagði Gumma að ég hefði reynt árangurslaust að senda honum hugskeyti svo hann kæmi fyrr! Hlini bauð upp á beiskan brjóstsykur á meðan við biðum og það bjargaði miklu. Hvaðan kom eiginlega þetta veður?

Pólski læknirinn minn, þessi uppáhalds, var á vaktinni og lét mig fá púst með sterum til viðbótar við hitt og heimtar að ég fari í vefmyndavélina hjá Sjúkrahúsi Akraness http://mail.sha.is/myndavel/ (gamli spítalinn sést, líka Kaupþing og sjúkraþjálfunin í sama húsi) og sendi mig í myndatöku í fyrramálið. Blóðprufan um daginn kom víst stórkostlega vel út, sagði doksa, og myndatakan á örugglega eftir að efla kostnaðarvitund mína allverulega. Jesssss!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa blogið þitt Gurrí mín.

Sigga 

Sigrún (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þú ert skondin stelpa, en nú verður þú að hugsa um heilsuna þína, ekki taka neina sénsa. 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.2.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vona að þú farir að ná þessu fjárans bronkítis úr þér Gurrí mín. Það er nú meira hvað þetta ætlar að verða þrálátt.

Steingerður Steinarsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 1506000

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 524
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband