Nokkrir fleiri úr safninu ... hver er bestur?

Gamalt sjónvarpKarlar ...Fyrir milljónum ára þekktist ekkert á borð við hjólið. Einn dag fylgdust nokkrir fornmenn með konum sínum draga dauðan fíl í átt að eldunarsvæðinu. Þetta var hroðalega erfitt og þreytandi verk og sumir mannanna urðu nærri örmagna við það eitt að horfa á konurnar. Þá komu þeir auga á nokkra stóra, slétta og hringlaga hnullunga og fengu frábæra hugmynd. Nú gátu þeir setið ofan á hnullungunum og fengið betra útsýni yfir konurnar við störf sín.
Þetta var fyrsta atvikið í röð byltingarkenndra breytinga sem að lokum leiddu til sjónvarps ... og síðar fjarstýringar. 

JakkafötÞegar verslunarstjórinn kom úr mat tók hann eftir því að afgreiðslumaðurinn var með sáraumbúðir á annarri hendinni. Áður en hann gat spurt um það sagði afgreiðslumaðurinn: „Veistu hvað gerðist? Mér tókst loksins að selja ljótu jakkafötin sem enginn hefur litið við!“
„Ertu að meina þessi viðbjóðslegu, tvíhnepptu, guldoppóttu og bláu?“
„Já, einmitt!“
„Það er frábært!“ æpti verslunarstjórinn. „Ég hélt að við myndum aldrei losna við þessi ljótustu jakkaföt sem ég hef séð. En segðu mér, hvað kom fyrir höndina á þér?“
„Ó,“ sagði afgreiðslumaðurinn, „sko, þegar ég var búinn að selja gaurnum jakkafötin kom blindrahundurinn hans og beit mig!“

BílstjóriÓskar var að aka upp bugðótta, bratta brekku og kona kom akandi á móti honum. Þegar þau mættust æpti hún: „SVÍN!“ Óskar brást reiður við, renndi í hvelli niður bílrúðunni og öskraði á móti: „TÍK!“ Þegar hann kom að næstu beygju ók hann yfir svín sem stóð á miðjum veginum.

Hjá lækniUnga móðirin var hjá heimilislækninum
„Þú hefur allt of miklar áhyggjur af barninu þínu,“ sagði hann. „Ég ætla að skrifa upp á róandi lyf sem þú þarft að taka tvisvar á dag. Komdu svo til mín aftur í næstu viku.“
Viku seinna kom konan og læknirinn spurði: 
„Hafa lyfin haft einhver áhrif?“
„Já,“ svaraði konan. „Þau hafa gert algjört kraftaverk.“
„Hvernig hefur svo barnið þitt það?“
„Hverjum er ekki sama!“ sagði konan kæruleysislega.

Í búðinniMargrét var úti í búð að kaupa í matinn. Hún setti mjólk, egg, ávaxtasafa og epli í körfuna sína. Þegar hún var að borga vörurnar tók hún eftir fyllirafti sem starði á hana.
„Þú hlýtur að vera einhleyp,“ drafaði í honum.
Margrét horfði á innkaupin sín og sá ekkert sem gæti bent til þess að hún væri einhleyp. „Það er alveg hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum fórstu að því að finna það út?“ spurði hún.
„Það var auðvelt,“ svaraði hann. „Þú ert svo ljót!“


Trúaða konanÍri nokkur drakk sem óður væri á barnum og skálaði stöðugt við félaga sína. „Er ekki allt í lagi með þig?“ spurði einn drykkjufélaginn.
„Jú,“ svaraði Írinn. „Ég er bara að skála fyrir konunni minni. Blessuð sé minning hennar. Hún var algjör dýrlingur sem fór í kirkju á hverjum morgni. Hún las Biblíuna frá orði til orðs, söng sálma öll kvöld og skreytti heimili okkar með kristilegum munum og myndum. Hún bauð nunnum og prestum til kvöldverðar heim til okkar minnst þrisvar í viku.“
„Vá, þessi eiginkona þín hefur verið sannkallaður engill. Guð hefur sem sagt kallað hana snemma til sín?“
„Nei,“ svaraði Írinn. „Ég kyrkti hana.“

Maður hjá lækni„Ég held að eitthvað alvarlegt ami að mér,“ sagði Guðmundur við lækninn sinn. „Annað eistað á mér er orðið blátt á litinn.“ Læknirinn skoðaði Guðmund vandlega og komst að þeirri niðurstöðu að það yrði að fjarlægja eistað til að bjarga lífi hans. Læknirinn var þó góða stund að sannfæra Guðmund um nauðsyn þess. Tveimur vikum eftir aðgerðina kom Guðmundur aftur og sagði skelfdur við lækninn að nú væri hitt eistað orðið blátt.
„Við neyðumst til að nema það í burtu líka,“ sagði læknirinn alvarlegur á svip. „Annars geturðu dáið.“
Tvær vikur liðu og enn var Guðmundur mættur til læknisins.
„Nú hlýtur eitthvað hryllilega alvarlegt að ama að mér því lillinn er orðinn kolblár á litinn,“ sagði Guðmundur á barmi taugaáfalls.  
Læknirinn skoðaði hann vandlega og felldi síðan þann dóm að ef Guðmundur ætlaði að halda lífi yrði að skera vininn af.
„Hvernig fer ég að því að pissa ef þú skerð hann af,“ kveinaði Guðmundur.
„Við setjum bara plastslöngu í staðinn,“ sagði læknirinn hughreystandi.
Síðan fór Guðmundur í aðgerðina og allt gekk vel. Innan nokkurra vikna var hann þó, enn og aftur, mættur á skrifstofu læknisins. Nú var hann reiðilegur á svip.
„Læknir, plastslangan er orðin blá! Hvað er eiginlega í gangi?“
Læknirinn fórnaði höndum af undrun og tók til við að rannsaka Guðmund.
„Hmmmm,“ sagði hann eftir smástund. „Getur verið að gallabuxurnar þínar láti svona mikinn lit?“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góður þessi með svínið... en nasty þessi seinasti

Hulda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 26.2.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehe góðir, bestir um svínið og mömmuna á róandi

Svanhildur Karlsdóttir, 26.2.2008 kl. 23:35

4 identicon

Ertu að segja að ég sé ljót

Magga (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 27.2.2008 kl. 00:58

6 Smámynd: Jens Guð

  Mér varð á að hlægja.  Oftar en einu sinni.

Jens Guð, 27.2.2008 kl. 01:21

7 Smámynd: Tiger

  Uzz .. mar ætti aldrei að reyna að pikka upp stúlkur í innkaupaleiðangri ef maður er ekki réttu megin við strikið.. you´re ugly - omy - en nasty - en samt skondið.

Annars er ég sammála fyrsta ræðumanni - blindrahundurinn var flottur.

  Góða nótt dúlla..

Tiger, 27.2.2008 kl. 03:12

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha, ég sé að það hefur ekki dregið úr þínum kvikindislega og pena húmor meðan ég brá mér í afvötnun.  Gott að koma og sjá að allt er eins og það á að vera.  Saknaði þín auðvitað helling og þakka þér fyrir kveðjurnar elsku Gurrí mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 08:56

9 identicon

Þessi með blindrahundinn var góð og líka róninn

Jóna Björg (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 08:58

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja hérna, þetta er bilun. Ég elska brandara.  kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2008 kl. 17:21

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðir brandarar, danke schön. Áttu fleiri svona góða?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.2.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 1505977

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband