Sigur á stólakiller og endalausar snjóbirgðir ...

JólasnjórÞetta veður - þessi vetur, sagði Anna vinkona í athugasemd í gær. Þessi orð áttu svo vel við í morgun (og í allan vetur ef út í það er farið). Það byrjaði að falla jólasnjór þegar við ókum inn í höfuðborgina, það er greinilega endalaust til af snjó þarna uppi sem þarf að komast niður ...

Ég í morgunHeld að það viti á góðan dag, jafnvel frábæran dag, að strætóbílstjórinn á leið 18 mundi eftir því að stoppa á stoppistöðinni í morgun. Annað sem segir mér að þetta verði snilld er að skrifborðið mitt virkaði frekar óhreyft í morgun þegar ég kom. Það hefur greinilega farið vel um sölumanninn í gamla stólnum hennar Steingerðar (sem ekki er hægt að vanstilla) og inniskónum tókst kvikindið ekki að sparka lengra undir borð þar sem ég límdi þá niður með tonnataki og galdragripi. Ég viðurkenni að ég sit mjög skringilega við skrifborðið núna, en það er allt til þess vinnandi að þurfa ekki að skríða undir það á morgnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Yndislegur snjórinn núna, hef saknað þessa á vissan hátt, hefði samt ekki trúað því hér í denn þá þoldi ég ekki snjó.

Mikið er ég ánægð fyrir þína hönd að heyra þetta með stólinn og skóna 

Góða heimferð mín kæra

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.2.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Brynja skordal

Æ vona svo sannarlega að þeir þarna uppi fari að verða Búnir með snjó kvótan takk inniskórnir þínir eru sem sagt komnir til að vera alltaf undir borði góða ferð heim

Brynja skordal, 28.2.2008 kl. 13:29

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er búin að fá nóg af snjó í bili ég vildi að það væri komið vor þetta er svona óskhyggja

Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. það er alltaf töff að hafa betur þegar maður er að berjast fyrir sínu. Hlýtur að vera skrítið að vera í inniskónum - límdum við gólfið.

Ég er hrifinn af snjó og elska ófærð..

Tiger, 28.2.2008 kl. 14:23

6 identicon

Það er hásumar  í Ástralíu núna

Sigga (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:28

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, Guðríður Haraldsdóttir er sko engin NIÐURSKRIÐA!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 17:52

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu ekki þreytt í fótunum eftir daginn? niðurlímd og alles.  Við skulum vona að ofankoman minnki, þó ekki sé nema bara til að létta þér milliferðir, það má alveg snjóa á mig bara.  Leap Year

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef ég ætti eina ósk þá væri hún sem slík að þú 'Gurrí' aumkvaðir þig yfir eitthvert karlkynsgreyjið, myndir bjóða honum hálft himnaríkið, hann væri hálfrithæfur í sambandssamanburðinum, & myndi byrja að blogga.

Þá fengi marbendill minn eitt gott kast...

Steingrímur Helgason, 28.2.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Segðu þessum stólaböðli að ég komi og taki í hann ef hann lætur ekki stólana í friði hér eftir. Mér finnst sjálfsagt að minna á að ég er stærri, sterkari. frekari og feitari en flestir.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.2.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hæ. Hann hefur lesið bloggið þitt og séð að ég ætlaði að koma og handrota hann ef hann bætti ekki ráð sitt. Þetta kallast fyrirbyggjandi aðgerðir.

Helga Magnúsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:21

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Er hægt að rota hendur?

Þröstur Unnar, 29.2.2008 kl. 13:10

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ábending til ógiftra kvenna:  Í dag er hlaupársdagur. Þá mega konur biðja sér manns. Það besta er að maðurinn má ekki neita, en getur keypt sig frá bónorðinu. Kannski með gulli og demöntum eða bara hverju sem er... 

Ég hvet allar ógiftar konur til að notfæra sér þetta einstaka tækifæri!

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:34

14 Smámynd: Þröstur Unnar

*Usssssss

Þröstur Unnar, 29.2.2008 kl. 13:37

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað er síminn hjá þér, Þröstur? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:38

16 Smámynd: Þröstur Unnar

666-666x

Þröstur Unnar, 29.2.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 650
  • Frá upphafi: 1505941

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 524
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband