Keðjuverkandi atburðir og rómantísk bónorð ...

SíðumúliOft geta stórir atburðir, jafnvel á heimsvísu, haft víðtæk áhrif á líf hversdagsfólksins. Ég er eitt dæmi um það. Í morgun tilkynnti Sko-stúlkan og stöku sinnum samferðakona mín, Erla, mér að vegna samruna fjarskiptafyrirtækjanna Sko og Hive myndi hún skipta um vinnustað, fara frá Lynghálsinum niður í fokkings Síðumúla eða eitthvað (farðu bara í mál við mig, rasistamúli). Því gætum við aldrei framar ekið saman í vinnuna frá Mosfellsbæ, þar sem hún geymir bíl sinn, þegar við tækjum 20 mín. í átta strætó á morgnana. Að sjálfsögðu lít ég á þetta sem áskorun til mín að fara að vakna fyrr á morgnana og taka upp fyrri siði, þótt ekki væri nema fyrir elskuna hana Sigþóru sem hundskammaði mig í strætó á heimleið í gær. Hún sagði að ég ætti að druslast til að taka fyrsta bíl (6.41) og vera síðan samferða henni upp Súkkulaðibrekkuna.

Þetta hefur verið afar annasamur dagur og hér mun ég án efa sitja til sex, ef ekki lengur. Elskan hún Inga mín ætlar að skutla mér í Mosó en síðasti síðdegisstrætó fer þaðan kl. 18.45. Það yrði hræðilegt að þurfa að bíða í tvo tíma eftir næsta á eftir (20.45) eða fara með síðustu ferð (22.45). Hvað ætli ákveðinn, sjúkdómsgreinandi bloggari segi nú um alla tölustafina og í raun nákvæmnina hjá mér?

Elsku miðbærinnÉg fór með frábærum ljósmyndara (kvenkyns) niður í bæ í dag og tók svokallað götuspjall. Spurði fólk nokkurra spurninga, ljósmyndarinn tók myndir og svona. Þetta var svo hressandi og skemmtilegt. Sem gömul miðbæjarrotta þarf ég greinilega að komast aðeins í bæinn stöku sinnum til að viðhalda ást minni á höfuðborginni. Þótt ég sé Skagamaður í húð og hár (well, ekki fædd þar) hef ég þó búið lengur í Vesturbænum í Rvík en á Skaganum.

--------     ---------       -----------      --------

Giftast ...Áríðandi, áríðandi: Í dag er víst eini dagurinn sem konur mega biðja sér manns og hann má víst alls ekki segja nei nema greiða konunni skaðabætur.

Hér með bið ég allra karlkynsbloggvina minna og -lesenda sem eru á lausu.

Ekki láta sem þið hafið ekki lesið þetta, strákar!

(Úps, er að missa mig, langar svo heim í latte og leisígörl.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heillandi nú heimur er,

hjartað fullt af þrá.

Gurrí vill nú giftast mér,

glaður segi já!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Wedding Cake   Noh, ég verð nú að fylgjast með vibrögðum karlpeningsins hér inn á síðunni þinn í kvöld.  Gaman að sjá hverjir játast þér. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég steingleymdi að geta þess að ég áskil mér rétt til að hafna öllum eða taka öllum tilboðum ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.2.2008 kl. 18:28

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...ég mundi nú fremur áskilja mér rétt til að hafna öllum eða taka engum......

Hrönn Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 19:07

5 Smámynd: Þröstur Unnar

    Limo

Þröstur Unnar, 29.2.2008 kl. 19:11

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Já það verður spennandi að fylgjast með hér í kvöld

Svanhildur Karlsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:01

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú giftist Gurrí.....og það á fimmtugsaldrinum!!!  Flott að halda brúðkaupsveislu í ágúst og dansa berfætt á Langasandinum. Byrja strax að hanna dressið þitt elskið mitt...og get ekki beðið eftir að sjá hver hreppir hnossið...þig!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.2.2008 kl. 20:42

8 identicon

Ha,ha,ha,ha  ja hérna Gurrí mín - þú færð mig nú oft til að brosa og líka stundum til að skellihlæja, en ég held að þú sláir öll met núna ha,ha,ha

Já þá rétt nærðu þessu á fimmtugsaldrinum ef þú tekur e-m eða öllum!

Hvað ætli "svarið" frá Þresti Unnari þýði?? Er ekki eins og þeir séu að kinka kolli??    Bestu kveðjur  

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:48

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert sjúklega nákvæm

Ég er gift, og svo ertu kona, hm.. myndi annars biðja þín, pottþétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.2.2008 kl. 23:02

10 Smámynd: www.zordis.com

Segi eins og Jenný .... Annars eru komnir tveir vænir bitan í helduna!

Gangi þér vel ... spennó!

www.zordis.com, 29.2.2008 kl. 23:08

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.2.2008 kl. 23:42

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Jæja, heldur dræmar undirtektir, ja nema hjá honum Magnúsi, aldeilis þokkalegasta JÁ, má óska til hamingju?

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.2.2008 kl. 23:58

13 identicon

Frú Guðríður!

Hann verður að vera með ættarnafn....... settu það inn í auglýsinguna á næsta hlaupársdegi :-)

Knús í klessu

Hilda systir (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 00:40

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hvernig ætlar þú svo að vinna úr umsóknunum (bónorðunum) - það finnst mér forvitnilegast ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.3.2008 kl. 02:10

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hætti snarlega við þegar þú áskildir þér rétt til að taka öllum:(

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 11:25

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég get auðvitað lagt mér í munn vísu Magnúsar Geirs lítið breytta:

Heillandi nú Heimir er,

hjartað fullt af þrá.

Gurrí vill nú giftast mér,

glaður segi já!

Með þökk fyrir lánið Magnús Geir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 11:27

17 identicon

Ömurlegt að verið sé að fara að eiðileggja Hive. Þetta kompaní va svo frábært, en fyrst Vodafone vibbinn er búinn að gleypa þetta þá hverfur þjónstan og verðin hækka and so on. Það hlaut að fara þanig að uppáhalds netkompaníið manns myndi hverfa eða skemmast :(

Hrannar (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:39

18 identicon

held að ég hafi verið ein af þeim sem þú tókst viðtal við - hafði þetta ekki með fermingargjafir að gera? fattaði það ekki fyrr en eftir á að ég þekki sætu frændur þína - ísak og úlf ;)

Ásta (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband