Tvíburar, þríburar, rykhrúgur, líkamsrækt og bold

TvíburarÞríburarTvíburafæðingar eru afar vinsælar hjá fræga fólkinu um þessar mundir, og má segja að þetta sé tískubóla, jafnvel faraldur, eins og sannaðst núna síðast hjá Jennifer Lopez. Angelina Jolie og Brad Pitt eiga von á tvíburum og fleiri sellebrittís hafa hlaðið niður tveimur eintökum í einu. Mér fyndist nú ögn meira kúl ef þetta væru þríburar. Ég skil samt alveg fólk sem stendur ekki í því. Frétti af þríburaforeldrum sem reyndu einu sinni að fá smálækkun álagningar á rándýrum þríburavagni sem þau hugðust kaupa en fengu synjun þar sem yfirvöld töldu að það gæfi fordæmi ...

Stífur kveikjariSólin skín miskunnarlaust inn um glugga himnaríkis og veltir sér upp úr hverju rykkorni. Til að verjast hef ég tekið niður gleraugun og nú er veröldin skemmtilega úr fókus. Mér finnst allt svo hreint og fínt þangað til ég dett um rykhaug.
Erfðaprinsinn var úti að þvo bílinn og ætlar svo á krána seinna til að horfa á fótboltaleik. Ætti að skella Jónasi í gang, nota tækifærið. Hann er snjall, sonurinn, nú er hann búinn að ráða bót á hreyfingarleysi móðurinnar. Nei, hann faldi ekki fjarstýringuna. Hann keypti rauðan kveikjara handa mér, svona kveikjara með barnalæsingu. Mikið afl og átak þarf til að kveikja á honum og ég finn hægri upphaldleggsvöðvana styrkjast með hverjum deginum.

Bold-snúllurnarMikið hefur gengið á í lífi Forrester-fjölskyldunnar. Nick og pabbi Brooke (Bobby í Dallas) hafa fengið þá frábæru hugmynd að yfirtaka tískuhúsið. Forsagan er sú að Stefanía ættmóðir lætur börn sín ganga fyrir öllu og nú eftir að Ridge fékk hjartaáfallið og ákallaði Brooke þá ætlar hún að bæta fyrir framkomu sína. Hún tilkynnir í beinni útsendingu í tískusjónvarpinu að hún ætli að bjóða Brooke hálft kóngsríkið, eða helming tískuhússins. Við Brooke segir hún að hún lofi að virða hana framvegis og voni heitast að hún taki saman við son hennar aftur og gleymi Nick. Hin forsmáða Taylor (geðlæknirinn geðþekki með varirnar) fær 2% og er afar ósátt. “Bobby” liggur á hleri þegar Steffí og Taylor tala saman. Nú, Nick og “Bobby”, aðallega sá síðarnefndi, vill meina að með 50% Brooke og 2% Taylor sé hægt að ná völdum í tískuhúsinu og reka allt pakkið; Stefaníu, Eric og Ridge ...

Nick&BridgetÁ sama tíma: Bridget er döpur og virðist enn elska Nick, fyrrum mann sinn og nú tilvonandi stjúpföður. Hún hefur verið með listamanninum Dante en hryggbraut hann samt nýlega. Dante og Felicia, dóttir Stefaníu og Erics, eru orðin spennt hvort fyrir öðru en þau eiga eins og kunnugt er soninn Dino. Barnið sem Bridget og Dante ætluðu að ala upp saman þar sem Felicia var að deyja en lifnaði svo við í sjúkrabílnum. Nú situr Felicia nakin fyrir hjá Dante (sem módel fyrir höggmynd) í stað Bridget sem fer um allt mjög sár og segist hafa gefið Nick lausan svo að mamma hennar gæti fengið hann. Hvernig endar þetta?


mbl.is Nefndu börnin Max og Emme
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jæja segðu það er nóg að gera hjá fræga og fína fólkinu. Já Já búin að fylkjast með boldinu

Kristín Katla Árnadóttir, 1.3.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: www.zordis.com

Þríburar eru náttúrulega bara dásemd!

Feitur fingurkoss til þín og einkasonarins! 

www.zordis.com, 1.3.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Ólöf Anna

knús til ykkar á skaganum.

Ólöf Anna , 1.3.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Angelina ER tvíburi (fædd 4. júní) þannig að ég skil vel að hún eigi von á tvíburum. Vel við hæfi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.3.2008 kl. 18:13

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég á litlar tvíburafrænkur sem eru hreinasta snilld. Önnur, Þórhildur, var fúl  út í pabba sinn og kynnti foreldra sína svona: Þetta er mamma mín og þetta er pabbi hennar Ásgerðar.

Helga Magnúsdóttir, 2.3.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég sá glænýja Boldþætti..sjóðheita beint að utan og svei mér þá...enn er Brooke að giftast Ridge eða Nick..eða hvað þeir heita..Ég hef greinilega ekki misst af neinu...pffff

Brynja Hjaltadóttir, 3.3.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband