1.3.2008 | 14:18
Tvíburar, þríburar, rykhrúgur, líkamsrækt og bold
Tvíburafæðingar eru afar vinsælar hjá fræga fólkinu um þessar mundir, og má segja að þetta sé tískubóla, jafnvel faraldur, eins og sannaðst núna síðast hjá Jennifer Lopez. Angelina Jolie og Brad Pitt eiga von á tvíburum og fleiri sellebrittís hafa hlaðið niður tveimur eintökum í einu. Mér fyndist nú ögn meira kúl ef þetta væru þríburar. Ég skil samt alveg fólk sem stendur ekki í því. Frétti af þríburaforeldrum sem reyndu einu sinni að fá smálækkun álagningar á rándýrum þríburavagni sem þau hugðust kaupa en fengu synjun þar sem yfirvöld töldu að það gæfi fordæmi ...
Sólin skín miskunnarlaust inn um glugga himnaríkis og veltir sér upp úr hverju rykkorni. Til að verjast hef ég tekið niður gleraugun og nú er veröldin skemmtilega úr fókus. Mér finnst allt svo hreint og fínt þangað til ég dett um rykhaug.
Erfðaprinsinn var úti að þvo bílinn og ætlar svo á krána seinna til að horfa á fótboltaleik. Ætti að skella Jónasi í gang, nota tækifærið. Hann er snjall, sonurinn, nú er hann búinn að ráða bót á hreyfingarleysi móðurinnar. Nei, hann faldi ekki fjarstýringuna. Hann keypti rauðan kveikjara handa mér, svona kveikjara með barnalæsingu. Mikið afl og átak þarf til að kveikja á honum og ég finn hægri upphaldleggsvöðvana styrkjast með hverjum deginum.
Mikið hefur gengið á í lífi Forrester-fjölskyldunnar. Nick og pabbi Brooke (Bobby í Dallas) hafa fengið þá frábæru hugmynd að yfirtaka tískuhúsið. Forsagan er sú að Stefanía ættmóðir lætur börn sín ganga fyrir öllu og nú eftir að Ridge fékk hjartaáfallið og ákallaði Brooke þá ætlar hún að bæta fyrir framkomu sína. Hún tilkynnir í beinni útsendingu í tískusjónvarpinu að hún ætli að bjóða Brooke hálft kóngsríkið, eða helming tískuhússins. Við Brooke segir hún að hún lofi að virða hana framvegis og voni heitast að hún taki saman við son hennar aftur og gleymi Nick. Hin forsmáða Taylor (geðlæknirinn geðþekki með varirnar) fær 2% og er afar ósátt. Bobby liggur á hleri þegar Steffí og Taylor tala saman. Nú, Nick og Bobby, aðallega sá síðarnefndi, vill meina að með 50% Brooke og 2% Taylor sé hægt að ná völdum í tískuhúsinu og reka allt pakkið; Stefaníu, Eric og Ridge ...
Á sama tíma: Bridget er döpur og virðist enn elska Nick, fyrrum mann sinn og nú tilvonandi stjúpföður. Hún hefur verið með listamanninum Dante en hryggbraut hann samt nýlega. Dante og Felicia, dóttir Stefaníu og Erics, eru orðin spennt hvort fyrir öðru en þau eiga eins og kunnugt er soninn Dino. Barnið sem Bridget og Dante ætluðu að ala upp saman þar sem Felicia var að deyja en lifnaði svo við í sjúkrabílnum. Nú situr Felicia nakin fyrir hjá Dante (sem módel fyrir höggmynd) í stað Bridget sem fer um allt mjög sár og segist hafa gefið Nick lausan svo að mamma hennar gæti fengið hann. Hvernig endar þetta?
Nefndu börnin Max og Emme | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1505920
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Jæja segðu það er nóg að gera hjá fræga og fína fólkinu. Já Já búin að fylkjast með boldinu
Kristín Katla Árnadóttir, 1.3.2008 kl. 14:26
Þríburar eru náttúrulega bara dásemd!
Feitur fingurkoss til þín og einkasonarins!
www.zordis.com, 1.3.2008 kl. 15:22
knús til ykkar á skaganum.
Ólöf Anna , 1.3.2008 kl. 16:22
Angelina ER tvíburi (fædd 4. júní) þannig að ég skil vel að hún eigi von á tvíburum. Vel við hæfi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.3.2008 kl. 18:13
Ég á litlar tvíburafrænkur sem eru hreinasta snilld. Önnur, Þórhildur, var fúl út í pabba sinn og kynnti foreldra sína svona: Þetta er mamma mín og þetta er pabbi hennar Ásgerðar.
Helga Magnúsdóttir, 2.3.2008 kl. 15:20
Ég sá glænýja Boldþætti..sjóðheita beint að utan og svei mér þá...enn er Brooke að giftast Ridge eða Nick..eða hvað þeir heita..Ég hef greinilega ekki misst af neinu...pffff
Brynja Hjaltadóttir, 3.3.2008 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.