Leti og laugardagsbrandarar

Algjör letidagur í dag. Aðeins Jónas hefur gert eitthvað að gagni. Hann ryksugaði hálft himnaríki og gafst svo upp á miðju stofugólfi, nema erfðaprinsinn hafi bara skrökvað því og slökkt á honum, annað eins hefur nú gerst. Jæja, hér eru nokkrir laugardagsbrandarar:   

---   ----   ----

Lítil rúta með tólf áhættuleikurum var á leið á tökustað bíómyndar uppi í fjöllum þegar hún rann til í hálku á veginum. Ekki tókst bílstjóranum að ná valdi á rútunni svo að hún ók beint á vegrið og þaðan hrapaði hún niður mörg hundruð metra þar til hún lenti ofan í gilinu og varð alelda á svipstundu. Engin slys urðu á mönnum.

Halldór fór til læknis og Guðrún, konan hans, kom með honum. Eftir skoðunina bað læknirinn Guðrúnu um að tala einslega við sig og sagði:
„Halldór þjáist af mjög sjaldgæfum streitusjúkdómi. Ef þú ferð ekki nákvæmlega eftir því sem ég segi þá mun hann vissulega deyja. Halldór þarf að fá mjög hollan morgunverð, helst í rúmið. Í hádeginu þarf hann að fá einstaklega næringarríkan mat og ekki síður góðan kvöldmat. Þú þarft að fara mjög varlega að honum svo að hann æsi sig ekki upp og þótt hann verði hundleiðinlegur við þig þá máttu alls ekki svara honum, bara brosa og þegja. Ef þér tekst að gera þetta í tíu mánuði, jafnvel ár, mun eiginmaður þinn ná sér að fullu.“
„Hvað var læknirinn að segja við þig?“ sagði Halldór á heimleiðinni.
„Hann sagði að þú værir að fara að deyja,“ svaraði Guðrún.

Curtis, yfirforingi í flughernum, gegndi þjónustu í herstöð í Evrópu. Sonur hans, sem var líka í flughernum, bjó á sama stað með konu sinni og þriggja mánaða gömlum syni, alnafna afa síns. Sá stutti hafði verið um tíma undir læknishendi.
Þegar Curtis eldri fór í árlega læknisskoðun leit læknirinn á skýrsluna og sagði vantrúaður við Curtis: „Ert ÞÚ Curtis E. Chaffin?“
„Já!“
„Hér stendur að þú verðir blár í framan þegar þú grætur!“

Roji RoggersRoy Rogers, syngjandi kúrekinn, var á heimleið á Trigger sínum eftir vel heppnaða hetjuför. Hann reið í gegnum lítið þorp í nágrenni við heimili sitt. Þar hitti hann fyrir herflokk. Majórinn kallaði á hann og sagði:
„Gott kvöld, Roy!“
„Gott kvöld, majór!“ svaraði Roy glaðlega.
„Er verið að fara heim?“ spurði majórinn.
„Já, og ég hlakka innilega til að komast í góðan kvöldmat!“
„Svona áður en þú heldur áfram ... ég hef slæmar fréttir að færa!“
„Eins og hvað, majór?“
„Indíánarnir réðust á þorpið þitt!“
„Guð minn góður, ég verð að komast þangað í hvelli!“
„Rólegur, Roy, það er meira. Ég er hræddur um að börnin þín fimm hafi ekki sloppið lifandi frá árásinni!“
„Þessir villimenn! Ég verð að flýta mér heim til konu minnar, hún hlýtur að vera frávita af sorg!“
„Bíddu Roy, þetta er ekki búið. Indíánarnir drápu hana og líka mömmu þína! Svo skutu þeir ör í gegnum hundinn þinn, hann Bullet. Næstum allur bærinn er rúst og indíánarnir eitruðu vatnsbólið.“
„Ó, guð minn góður. Þetta er versti dagur lífs míns. En samt, ég verð að fara, það hlýtur að vera eitthvað sem ég get gert.“
„Augnablik, Roy, það er bara eitt í viðbót!“
„Hvað er það, majór?“
„Hvað um að taka eitt lag fyrir strákana fyrst?“

 

Heyrt í Mosfellsbænum:
„Voðalega ertu eitthvað lágvaxinn, maður!“
„Nei, ég er bara í svona djúpum sokkum!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Soldið nastý brandarar hjá þér í kvöld, en assgoti góður um Halldóru og hennar kall

Svanhildur Karlsdóttir, 1.3.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Brynja skordal

Var ekki bara Jónas í letikasti líka Já mjög góður þessi með Halldóru og hennar kall hinir kölluðu framm bros líka hafðu ljúft kvöld

Brynja skordal, 1.3.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Það er nú ekki lítið afrek að ryksuga hálft himnaríki ... hlýtur að vera Kirby!

Helgi Már Barðason, 1.3.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Jens Guð

  Mér þykir brandarinn úr Mosfellsbæ bestur.  Að vísu skil ég hann ekki alveg en varð þó á að hlægja. 

Jens Guð, 2.3.2008 kl. 01:32

5 Smámynd: Tiger

  Hahaha... blár í framan þegar þú grætur (átti ekki bláan kall). En annars, já mér fannst Mosó sokkarnir heitastir..

Tiger, 2.3.2008 kl. 04:18

6 Smámynd: Ragnheiður

í djúpum sokkum ...æ lov it enda eðlilegt fyrir konu eins og mig sem er bara 1.57 cm á hæð, rétt rúmlega tommustokkur hehe

Ragnheiður , 2.3.2008 kl. 11:12

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góðir brandarar hjá þér, Gurrí, þú bregst aldrei.

Helga Magnúsdóttir, 2.3.2008 kl. 15:16

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vá!

Fullt af köllum í heimsókn, norðlensk ættaðir snillingar á borð við Helga Má og Jens, en þeir gera ekki einu sinni tilraun til að knúsa tær þínar göfuga drottning í von um ást yðar! Hvað er eiginlega að tarna!?

Jens að vísu með smá dulbúna tilraun til að fegra sjálfan sig sem einfeldning, en það er nú bara uppgerð!

En..

Glorious is Gurrí Har,

great and almost crazy.

Never goes for bear in bar,

"Babygirl of Lazy"!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 16:59

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Roy er frekar hrikalega góður!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.3.2008 kl. 17:26

10 Smámynd: Ólöf Anna

fatta ekki þann fyrsta

Ólöf Anna , 3.3.2008 kl. 02:17

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, Ólöf mín. Ég flissaði hrikalega þegar ég fann þennan fyrsta á Netinu, sá fyrir mér þessa 20 áhættuleikara í loftinu í hrapandi rútu sleppa án meiðsla af því að þeir hafa lært öll brögðin í bransanum, kunna að detta, verða fyrir bíl og allt það án þess jafnvel að fá skrámu. Ég held ég hafi skrýtinn húmor!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.3.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 364
  • Sl. viku: 1980
  • Frá upphafi: 1455683

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1614
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ástarsaga
  • Sofandi köttur
  • 1. maí fyrir nokkrum árum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband