Köld eru karlaráð

MilljóntröppurnarEftir tíðindalitla en kósí strætóferð í bæinn í morgun mætti manni bara auðnin ein í vinnusalnum. Flestir eru úti í Malmö að árshátíðast og eins og Fréttablaðið komst svo smekklega að orði þá gæti tímaritaútgáfa lagst niður á landinu, eða svo gott sem, ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina ... henni Himnaríki 1161kannski rænt og flogið með fólkið mitt til Kúbu! Þá yrði ég bara að redda þessu. Fylla Vikuna af lífsreynslusögum frá Kúbu, gæti skellt kúbverskum tískuþáttum í Nýtt líf, þarlendum innréttingum og húsgögnum í Hús og híbýli, Kastró á djamminu í Séð og heyrt ... ekki málið.

Eftir hádegi var boðið upp á fínirí en þrjár stórar ostakörfur biðu inni í fundaherberginu fyrir okkur örfáu hræðurnar. Rosalega held ég að Svíþjóðarfararnir fjölmörgu sjái nú eftir því að hafa farið utan og misst af dýrðinni. Þetta var ekkert smá flott! Sorrí, samstarfsfólk, svona er að hafa ekki verið í vinnunni í dag! 

Undir brúnniLúmska brekkanMyndaði í hetjuför minni í morgun milljóntröppurnar en það var aðeins handstyrk mínum og viðbragðsflýti að þakka að ég hrapaði ekki niður þær (viðbjóðshálka), undir brúnni og lúmsku brekkuna og ýmsa leikmuni á leiðinni, eins og valkvíðastaurinn.

Lúmska brekkan t.h. er allt í lagi nema þegar maður þarf að hlaupa til að ná í strætó, ég veit ekki hvort bílstjórar sjái örvæntingarfulla farþegana sem þeytast móðir þarna upp en mig grunar nú að sumir kíki eftir okkur. Sem betur fer hef ég heilar fimm mínútur á morgnana til að komast þessa leið svo ég geng bara greitt (til að fá hreyfingu) en ég held að það sé ekki hollt að þjóta þetta með blóðbragð í munni og vera ekki einu sinni í veiðihug! 

Brooke og pakkið sem hún rakTaylor geðþekki geðlæknirinnÞað er allt gjörsamlega klikkað í boldinu núna. Geðþekki geðlæknirinn Taylor, fyrrverandi kona Ridge, er farin að sofa hjá Stephen, pabba Brooke (Bobby í Dallas)!!! Hún seldi honum þessi 2% í Forrester-fyrirtækinu, mjög móðguð út í Stefaníu af því hún fékk ekki meira. Hvað um Jackie, mömmu Nicks sem er skotin í Bobby? Hvað um brunakarlinn sem er skotinn í Taylor? „Segðu að þú eigir 52% og láttu öxina falla,“ segir Bobby við Brooke og vill að hún reki allt pakkið, Ridge, Eric og Stefaníu. Henni líst afleitlega á þá hugmynd ... en þar sem konurnar í boldinu hlýða ráðum karlanna þá rak Brooke allt pakkið.

Stephen, pabbi BrookeAð láta mann bíða til mánudags eftir framhaldinu er ekki bara kvikindislegt, heldur hreinlega grimmdarlegt.

Kannski nægir Ridge að grípa Brooke í fangið og kyssa hana ástríðufullt, hún bráðnar eflaust ... nema Stefanía hafi sett lymskulegt ákvæði inn í samninginn!

Svona lítur Bobby í Dallas út í boldinu. Góður en lúmskur faðir Brooke, fyrrum keppinautar Taylor um ástir Ridge ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki bjóst ég við þessu með Bobby í Dallas og allt að verða vitlaust í Boldinu.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Svo ég komi nú ekki aftan að þér, þá kíktu á Laufey þar sem ég gerði smá mistök.

Skemtilegra að þú fréttir þetta frá mér beint en ekki einhverstaðar út í bæ.

Segðu svo að ég kommenti ekki á þig.

Þröstur Unnar, 7.3.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Bobby alltaf sami sjarmurinn

Svanhildur Karlsdóttir, 7.3.2008 kl. 20:01

4 identicon

Komdu sæl Gurrý!

Ég sem þetta skrifa er eigandi veftímaritsins www.netsaga.is sem er sagnavefur, greina-, ljóða- og tónlistar-.

Senn hvað líður mun ég gefa rithöfundum og skáldum kost á að selja verk sín rafrænt (jafnvel upplesin) og þar sem að þú ert frábær penni langar mig að bjóða þér að prófa að selja frítt, þeas þú fengir alla söluna í eigin vasa.

Nú segist þú auðvitað ekki vera neinn rithöfundur, en samt ertu með vinsælli bloggurum landsins.

Til að byrja með gætirðu tam. safnað saman bloggunum í eina skemmtilega sögu. 

Seinna meir væri ekki mikið mál að snara verkinu á ensku og fá stærri markað.

Ég tek það fram að ég er ekki fullur eða að fíflast í þér og þess vegna bið ég þig endilega að hafa samband annaðhvort um netsaga@netsaga.is eða 696 7271.

Mínar bestu kveðjur

Óli Eiríks

Ólafur Þór Eiríksson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:34

5 identicon

Þú ert svo skemmtileg kona!  Kíki oft á bloggið þitt og mér finnst það frábært.  Ég þarf ekki að horfa einu sinni á boldið fæ framhaldið bara beint í æð hérna

Þórunn María (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband