"What happened in Malmö stays in Malmö!"

Náttfatapartí í MalmöHelmingur starfsfólksins kom til vinnu í morgun, restin í kvöld. Ég hlakkaði mikið til að heyra sögurnar um fylliríin og framhjáhöldin, hneykslin og uppákomurnar, og fannst Reynir Trausta kjörinn til að reyna að veiða upp úr. Karlrassgatið sagði einfaldlega:  „What happened in Malmö stays in Malmö!“ Svo gaf hann kvikindislega í skyn að spennandi náttfatapartí hefðu verið haldin, einhver ástarsambönd orðið til og fleira og fleira ... Það á greinilega að láta mann sjá eftir því að hafa setið heima. Vá, hvað ég ætla sko að þegja um framhjáhöldin og hneykslin þegar ég fer með erfðaprinsinum í fótboltaferðina til London.

Horfði með fyrirlitningu á saltfisksplokkfiskinn í hádeginu og fékk mér grænmetisbuff með hvítlaussósu og fullt af salati. Afar gómsætt. Sýndist flestir fara að dæmi mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss, það gerist aldrei neitt í malmö!  Það þorir bara enginn að segja þér frá því.  Annars myndir þú fá allar fréttirnar strax, ef þetta hefði verið eitthvað skemmtilegt.

Þórunn María Örnólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst það mannréttindabrot að bjóða upp á saltfisk í hádeginu.  Það er ár 2008 for crying out loud.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Namminamm saltfisksplokkfiskur

Svanhildur Karlsdóttir, 10.3.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ummmm nammi saltfiskplokkar með rúgbrauði. Var ekki líka stuð hjá þér um helgina??

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 13:23

5 identicon

Þetta hlýtur að hafa verið spennandi ferð! Líst vel á saltfiskplokkfiskinn en kannski síður á grænmetisbuffið!

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:57

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Spurðu hann hvort menn hafi almennt farið eftir orðtakinu When in Rome do what the Romans do og hegðað sér eins og Svíar.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.3.2008 kl. 16:33

7 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... ég er sko sammála Einari, fiskur bætir og kætir - líka saltfiskur þó hann sé í plokki - en grænmetisréttir, well - ég er ekki mikið fyrir þá. Flottur á því Reynir Trausta, gott að geta treyst á þögn þegar eitthvað ósiðsamt gerist... *flaut*. Hvet þig til að borga vel fyrir þig þegar þú kemur aftur til baka úr boltaferðinni, útbúa slatta af boltahneykslisdóti og strá út stuttum sögusögnum en gefa ekki upp framhald - nema í skiptum fyrir sögur frá Malmö...

Tiger, 10.3.2008 kl. 16:49

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hæ. Ekki get ég sagt þér neinar spennandi Malmösögur. Við gömlu hjónin sváfum næstum því alla helgina. Orðin dálítið gömul og þreytt.

Helga Magnúsdóttir, 10.3.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 30
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 668
  • Frá upphafi: 1505959

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband