11.3.2008 | 13:18
Skýjadraumar og sögumolar
Erfðaprinsinn komst að því í gær að reykskynjarinn í himnaríki væri ónýtur og hafði eflaust verið lengi, eða síðan ég flutti. Ég hef skipt um rafhlöður í honum tvisvar en datt aldrei í hug að prófa hann, svona hlutir eiga nefnilega að vera í lagi. Það var ekkert verið að tvínóna við hlutina, heldur drifum við okkur í Húsasmiðjuna í gær og festum kaup á einum góðum sem búið er að festa tryggilega upp ... og prófa óhljóðin. Jamm, hann virkar.
Sit hér og vinn eins og hestur. Sólin bakar og væntanlega er stutt í að hægra handarbakið og kannski hægri vanginn verði ögn brúnni en hinn. Í fyrrasumar var áberandi litamunur á höndunum. Tími ekki að fjárfesta í gardínum ... vegna útsýnisins. Reyni bara að senda veðurfréttamönnum hugskeyti svo þeir búi til lítið ský sem virkar bara fyrir himnaríki og bara þegar ég vinn í tölvunni. Ekki til of mikils mælst eftir að þurfa að afplána öll óveðrin í vetur.
- - - - - - - - - - - - -
Svör nokkurra 11 ára bandarískra barna í söguprófi:
- Egyptaland til forna var gamalt. Það var byggt sígaunum og múmíum sem öll skrifuðu með fornu letri. Þau áttu heima í Sara-eyðimörkinni. Veðurfarið í Sara er þannig að íbúarnir neyðast til að búa annars staðar.
- Móses leiddi hebresku þrælana að Rauðahafinu þar sem þeir bjuggu til ósýrt brauð en það er brauð án nokkurs innihalds.
Móses fór síðan upp á Blásýrufjall (Mount Cyanide) til að sækja boðorðin tíu. Hann dó áður en hann komst nokkurn tíma til Kanada en boðorðin náðu að komast.
- Johann Bach samdi mörg frábær tónverk og átti fjöldann allan af börnum. Inn á milli æfði hann sig á gamalli piparmeyju sem hann geymdi uppi á háalofti. Bach dó frá 1750 til dagsins í dag. Bach var frægasta tónskáld í heimi og líka Händel. Händel var hálfur Þjóðverji, hálfur Ítali og hálfur Englendingur. Hann var mjög hávaxinn.
- Beethoven samdi tónlist þrátt fyrir að vera heyrnarlaus. Hann var svo heyrnarlaus að hann samdi háværa tónlist og varð faðir rokksins. Hann fór í langar gönguferðir í skóginum, líka þegar allir voru að kalla á hann. Beethoven andaðist 1827 og lést síðar vegna þess.
- Sir Walter Raleigh er sögupersóna vegna þess að hann fann upp sígarettur og fór að reykja.
- Jóhanna af Örk var brennd í kássu og tekin í dýrlingatölu af Bernard Shaw af ástæðum sem ég skil ekki. Það er enn vesen hjá Englendingum og Frökkum.
- Elísabet drottning var meydrottningin. Hún var frábær drottning. Þegar hún beraði sig fyrir framan her sinn æptu allir HÚRRA og lengi á eftir voru engir bardagar.
- Charles Darwin var náttúrufræðingur. Hann skrifaði Uppruna tegundanna sem var mjög löng bók. Fólk varð æst vegna hennar og fór í réttarsal til að athuga hvort hún væri rétt. Hann sagði svona nokkurn veginn að dagur guðs væri ekki bara 24 klukkutímar en án þess að hafa úr, hver gæti vitað það? Ég næ þessu ekki!
- Madman (madame) Curie uppgötvaði radíóið. Hún var fyrsta konan til að gera það sem hún gerði. Fleiri konur hafa orðið vísindamenn síðan en þær gátu ekki fundið radíóið því að það var búið að því.
- Karl Marx var einn Marx-bræðra. Hinir þrír voru í kvikmyndunum. Karl hélt ræður og kom byltingum af stað. Einhver í fjölskyldunni varð að vera í vinnu, finnst mér.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 55
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 693
- Frá upphafi: 1505984
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 557
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Já Gurrí reykskynjarinn verður alltaf að vera í lagi. Ég er búin að lesa mikið um Elísabetu drottningu mikið og búin að stúdera hana mikið.
Kær kveðja
Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 13:36
Þetta er nú með því betra sem ég hef lesið lengi, fyrir utan vísurnar frá þér vitanlega. Linda frænka gaf mér reykskynjara eftir að mér hafði næstum því tekist að brenna okkur Úlfar inni. Linda frænka sér um sína. Og vel á minnst, ég er búin að skila kveðjunni frá þér til hennar.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:45
kveðja úr neðri Bláfjöllum í Himnaríki þurfum að fara að hittast
tanta Svana (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:52
Hehehe gaman að lesa þetta
Svanhildur Karlsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:55
Hahahaha, frábær lesning.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 15:05
Blessud Gurrí.
Thad er gaman ad fylgjast med skrifum thínum í bloggheimum. Thú thekkir mig ekki en ég thekki systur thína og mág alveg prýdilega. Bendi thér á bloggsíduna mína og kannski getum vid spjallad sama sídar. Mig langar ad fá thig og Vikunna í heimsókn til mín.
Virdingarfyllst Fjóla Björnsdóttir.
Fjóla Björnsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:21
Gurrí mín, ég sit hér skellihlæjandi, en samt vonsvikin, því að börnin mín eru í þessu bandaríska skólakerfi, þannig að ég mun sko passa mig að þau viti meira en þetta, það er alveg skömm að þessu, en samt er þetta þvílíkt fyndið.... Kossar og knús til þín, elskan
Bertha Sigmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:23
Hehhe, Bertha, það er líka til svona úr íslenskum ritgerðum og alveg jafnfyndið. Börn eru svo miklar dúllur. Mamma söng í barnakór þegar hún var lítil og stelpan við hliðina á henni söng t.d. þjóðsönginn mjög skemmtileg "... sem titrandi tær," í staðinn fyrir tár og það vakti mikla lukku. Ég skal leita að einhverju svona á íslensku og skella á bloggið. Þú þaft sko ekkert að skammast þín fyrir bandarísk börn, þetta hefur eflaust verið valið úr ansi mörgum úrlausnum.
Kíki á þig, Fjóla.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:26
Turetta Stefanía Tuborg, 11.3.2008 kl. 15:28
Æðisleg lesning þarna hjá þér Gurrí, takk fyrir mig og brosið sem þú gafst mér hér inn í daginn... knús í himnaríki.
Tiger, 11.3.2008 kl. 15:53
Ég þekki eina sem hlustaði á dánartilkynningarnar í útvarpinu í gamla daga. Hún velti mikið fyrir sér hvar þessi kyrrþey væri sem alltaf var verið að jarða fólk í.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 16:00
Hehehe þetta er snilld.
Ragnheiður , 11.3.2008 kl. 20:02
Frábærlega skemmtileg lesning.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 21:05
Gurrí fyndin saga, í mig hringdi sölumaður áðan voða hress. -Sæl ég heiti Magnús, sagði hann og ég svaraði strax -og þú situr í sætinu hennar Gurríar á Vikunni og ætlar að fara að selja mér eitthvað. -Já ég er alla vega í einhverju sæti hér á Vikunni, svara hann og missir taktinn í söluæðunni. - Hættu þá að fikta í stillingunni á stólnum hennar þetta fer alveg með bakið á henni, bætti ég við og var nú farin að glotta ógurlega. ´-Ég geri það aldrei ég sver, stamaði aumingja sölumaðurinn. -Já og ég kaupi ekki af símasölumönnum, svaraði ég honum á móti og hló. Bað hann síðan að skrifa til þín miða um að Guðný á Sauðárkóki biðji að heilsa og undir það skrifaði hann símasölumaðurinn sem aldrei fiktar í stólnum.
Athugaðu fyrir mig á morgun hvar þessi miði dúkkar upp, mig minnti að þetta væri þitt símanúmar. Og ps hann var að reyna að selja mér áskrift af DV og þar sem Reynir Trausta vildi ekki segja þér slúður frá Malmö vildi ég ekki kaupa neitt blað af honum he he
Guðný Jóhannesdóttir, 11.3.2008 kl. 21:18
Guðný góð! Einmitt það sem ég ætlaði að gera ef sölumaður nýja tímaritsins hefði hringt aftur - sem hann hefur ekki gert ennþá.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:46
Vá, þið eruð svo fyndnar, en auðvitað áttuð þið að kaupa áskrift, sérstaklega að Vikunni ... takk, Guðný, fyrir að bjarga stólamálum okkar á Vikunni, aumingja strákarnir, þeir eru svo duglegir að selja, þessar elskur, nú er ég farin að vorkenna þeim. Svolítið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:08
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:28
Góðir! Ekki síst þessi: Händel var hálfur Þjóðverji, hálfur Ítali og hálfur Englendingur. Hann var mjög hávaxinn. ... svona einn og hálfur geri ég ráð fyrir.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 22:58
Ég flissaði svakalega yfir honum. Einmitt, einn og hálfur. Þýddi þetta einu sinni fyrir Vikuna á þeim árum þegar við vorum með brandara. Fann ansi marga góða á þeim tíma og hef fleygt nokkrum á bloggið annað slagið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:04
Gaman að lesa. Margt ótrúlega skemmtilegt sem er að finna í skrifum barna.
Bros til þín í Himnaríki :)
Hólmgeir Karlsson, 11.3.2008 kl. 23:31
Já krakkar geta misskilið hlutina skemmtilega. Sjálf hlustaði ég alltaf á veðurfréttirnar með afa og velti mikið fyrir mér hvar rassgatshólar væru! (Vatnsskarðshólar)
Oddný (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:02
Sael og blessud.
Mér er thad sönn ánaegja ad fá thig á bloggvinalistann minn.
Kaer kvedja Fjóla Björnsdottir.
Fjóla Björnsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.