Vinna og mögulegar heyrnarleysisuppákomur

Hér er unnið af kappi sem bitnar á bloggskrifum. Við erum að undirbúa afþreyingarblað sem kemur út í næstu viku, fullt af krossgátum, orðaleitum (svona uppáhalds word-search-inu mínu), bröndurum, persónuleikaprófum og slíku. Páska-Vikan kemur út á morgun og er ekkert smá flott (verður úti í hálfan mánuð). Ég fékk loks að ráða smá af því að allir voru á árshátíð nema við Gummi útlitshönnuður. Er bara ánægð með gripinn. Viðtal við Erlu Bolladóttur en hún bjó í Afríku um tíma og ættleiddi dóttur þar. Þegar hún svo ætlaði að flytja heim kom babb í bátinn ... úúúúúúúú! Auðvitað setti ég sem aðalfyrirsögn: Aldrei án dóttur minnar! Of kors! Svo er fylgiblað með hollum uppskriftum líka. Vá, það mætti halda að ég væri í vinnunni, ég blogga bara um vinnuna, sorrí. Kynlíf mitt var a ... nei, ekki má plata heldur. Ókei, strætóferðin í morgun var skemmtileg. Ég sat fyrir aftan Gumma og þurfti að viðurkenna fyrir honum heyrnarleysi mitt þegar annar hávaði blandast við. Kunni ekki við að segja honum að ég hefði misst allan séns út á þetta á böllunum í gamla daga.

Huggulegur maður: Mikið ertu falleg stúlka. Ég: HA? Huggulegur maður: Ég sagði að þú væri ægifögur! Ég: Það er svo mikill hávaði hérna, ég heyri ekki orðaskil! Maður: Æ, farðu í rassgat!

Ég varð ekkert sár af því að ég heyrði ekki þetta síðasta ... en heldur ekki hitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hvað ertu að hugsa, manneskja? Láta vinnuna ganga fyrir blogginu? Ég er búin að setja 3 af vísunum þínum inn á mitt blogg svo fleiri fái að njóta.

Helga Magnúsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Brynja skordal

Hlakka til að fá Afþreyingablaðið eru ekki barnakrossgátur í því líka(eina sem ég ræð við) svona næstum því svo tekur Mamma við rest En þú ert yndi með þínar færslur(Æ, farðu í rassgat) hafðu góðan dag

Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 16:27

3 identicon

Ég las það í 24 stundum að bloggið hefði þunglyndishemjandi áhrif á alla sem að því koma, svo að nú er um að gera að láta ekki vinnuna grípa sig heljartökum. Öö hvernig er það með 24 stundir, ljúga þær? 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVona Gurrí, mátt alveg láta það gossa, kynlíf var skítt með mér! Veittir stöðugt, en fékkst lítið sem ekkert í staðin!

Gáta:

Hver er það sem alltaf er svo sæt og feit, sér í lagi um jól og páska, en spáir aldrei í neitt nema á áramótum?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Magnús, hafðu hugfast að þetta er bloggsíða dömu! Alveg bannað að plata eða dónast.

Ekki ljúga 24 stundir, Guðmundur. Þetta hlýtur að vera rétt!!!

Jú, Brynja, það verða auðvitað barnakrossgátur líka í blaðinu. 

Helga, því miður fattaði ég ekki að geyma þessa snilld mína ... heheheheheh 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Maður verður nú að kauðpa svona afþreyjingarblað fyrir alla fjölskylduna. Pant fá barnakrossgátuna 

Svala Erlendsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:18

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvenær hef ég sagt annað en satt? Og ég hinn fagri riddari á hvíta hestinum er aldrei dóni, bara sannur dáðadrengur. Ja, færi kannski obbolítið í stílinn stundum og segi kannski hálfsatt í hundraðasta hverri athugasend, en lýg aldrei...þannig séð!

Hvenær hef ég svo haldið öðru fram en að þú sért ekki dama? Aldreialdreialdrei! EEEEN, ert hins vegar ekki heillög dama, ekki ennþá!

Hey, svo var ég að lesa vísurnar, eins gott að nafni minn Eiríks eða afkomendur Tomma borgarskálds lesi ekki bloggið þitt eða Helgu M., ættir yfir höfði þér lögsókn a la Guðný H. Vs. Hannes H.!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 18:32

8 Smámynd: Jens Guð

  Það jaðrar við að ég kaupi næsta tbl.  Vikunnar til að lesa á leið minni til Færeyja á föstudaginn.

Jens Guð, 13.3.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband