14.3.2008 | 12:36
Úlpa Ísfólksmannsins og samsæri vindmælingafólks landsins
Samkvæmt vindmæli Vegagerðarinnar átti að vera prýðisveður á Kjalarnesinu. Minnir að hviðurnar hafi átt að vera að hámarki 20 m/sek. sem er EKKERT! Þær náðu upp undir 40 í gær. Upplifunin sjálf í morgun reyndist þó vera allt önnur. Kannski eru tölur bara blekking og hver veit nema stærðfræði sé stærsta lygin af þeim öllum! Ef ég blogga ekkert meira í dag hef ég komist óþægilega nærri sannleikanum um stóra samsærið og kannski verið látin hverfa. Sem minnir mig á að fyrrum doktorsneminn, vitnið að barnsráninu úr Goddard-bókinni minni, er einmitt að átta sig á þessu sama, að hann er kominn hættulega nálægt einhverju og er jafnvel í lífshættu.
Alla vega ... strætisvagninn minn ók algjörlega grunlaus eftir Vesturlandsveginum í logninu og nálgaðist óðfluga Kollafjörð. Allt í einu kom hrikaleg hviða og Gummi (37) bílstjóri þurfti að hægja helling á sér og setja hina höndina á stýrið til að aka ekki út í móa. Gummi (65) hélt alveg ró sinni og tottaði vindilinn töffaralega um leið og hann raulaði þjóðsönginn. Ekta íslensk hetja. Ef tískuvitund mín væri ekki svona sterk myndi ég mæta í sundbúningi (bikiní, sundgleraugu, öndunargríma) þegar hvassast er á Kjalarnesinu. Það gæti þó truflað einbeitingu bílstjóranna að hafa svo svartsýnan farþega innanborðs. Mig langar rosalega til að biðja Gumma (12) um að prófa einhvern morguninn að fara Sundabrautina þótt hún sé ekki tilbúin, bara til að fá fílinginn. Völvan var voða svartsýn á að Sundabrautin yrði að veruleika og sagði að það yrði mikið fjasað um hana. Mig langar ekkert í göng, mér líst vel á að fara yfir Viðey og svona. Viðey er ekki neitt neitt síðan sú hallærislega ákvörðun var tekin að hætta með ráðsmann, þá dó einhvern veginn allt út og bara þeir sem vilja fara í Viðeyjarstofu að borða (ef staðurinn er enn í gangi) "njóta" eyjunnar. Sagt með fyrirvara um frekari umhugsuna sem gæti breytt skoðuninni. Nenni ekki fleiri fjandans göngum, þetta er svo flott útsýnisleið að keyra og auk þess MIKLU ódýrari.
Hingað kom ungur og yndislegur maður áðan. Hann afhenti mér Ísfólksbækurnar sem út hafa komið undanfarna mánuði í nýrri þýðingu og með nýjum kápumyndum. Þær seljast víst eins og heitar pönnukökur, enda alveg ný kynslóð komin á Ísfólksaldurinn. Ég ætla að lesa (endurlesa) þær um páskana til að skrifa um í Vikuna. þessar sem út eru komnar og svo c.a. mánaðarlega. Ég sagði stráknum frá fordómum mínum gagnvart þessum bókum fyrir 25 árum. Þá var ég svona hlemmari, bjó ég við Laugaveginn, nýskilin með tveggja ára erfðaprins og vann á skrifstofunni hjá DV. Þegar vinkona mín kíkti í heimsókn eitt kvöldið bað ég hana um að passa fyrir mig í nokkrar mínútur á meðan ég hlypi út í sjoppu og keypti mér eitthvað að lesa. Á þessum árum átti ég bækur sem fylltu bara einn bókaskáp (bókahillur), iss, piss. Það eina sem til var í sjoppunni var fimmta heftið af Ísfólksbókunum, Dauðasyndin, það var ekki einu sinni til gömul Morgan Kane-bók eða væmin ástarsaga. Ég keypti og las þessa fimmtu bók og fannst hún bara fín. Svo var það virðuleg frænka mín sem lánaði mér fyrstu þrjár bækurnar. Ég las þær allar jafnóðum sem kom sér heldur betur vel í hittiðfyrra þegar ég var send til að taka viðtal við höfundinn, Margit Sandemo. Hún var þá stödd á Íslandi í árlegu fjallaklifri sínu og óbyggðahoppi. Jamm, best að fara í föstudagsmatinn í mötuneytinu, held að sveppasúpa og salat hljómi flott, betur en grísasteik og læti.
Ungi og yndislegi maðurinn var í svoooo flottri úlpu (keyptri í Köben) sem minnti mig aðeins á gömlu, góðu Álafoss-úlpurnar. Mig langar svo í hlýja og alltumfaðmandi úlpu ... en því miður virðast flestar úlpur sem seldar eru á Íslandi ná aðeins niður að mitti eða rassi og það er ekki nóg á ÍSLANDI þar sem "góðra" gróðurhúsaáhrifa gætir greinilega ekki lengur. Úlpur eiga að vera síðar til að halda á manni hita, líka á rassinum, auk þess klæðir mig mun betur að vera í einhverju síðu en stuttu! Ég á t.d. silfurlitan jakka, víðan, frekar hlýjan og soldið flottan en hann klæðir mig MJÖG illa, af því hann er stuttur, að ég minni helst á Cartman úr South Park þegar ég klæðist honum. Yfirleitt bjarga ég því með að vera með lambhúshettu til að þekkjast ekki en þá kemur yfir mig heiftarleg löngun til að ræna banka. Jakkinn hangir bara til skrauts heima og hefur það eina gagn að gera fatahengið ríkmannlegt (silfur).
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég fékk bækurnar um ísfólkið í gjöf á sínum tíma og las þær allar upp til agna og elskaði þær, las þær svo aftur einhverjum árum seinna - og er að hugsa um að lesa nýju bækurnar líka.. Mér finnst Margid Sandemo hreinasti snillingur, bækurnar Ríki Ljóssins og eitthvað meira frá henni standa algerlega undir sér líka.
Mikið er ég feginn því að þurfa ekki daglega á því að halda að vera í umferðinni um kollafjörðinn með misgömlum bílstjóra, hljómar samt eins og hálfgerð sápuópera sem fútt er í... knús í helgina Gurrí mín og takk fyrir mig.
Tiger, 14.3.2008 kl. 13:37
Hahahaha þú ert svo frábær.
Held að ég hafi lesið eitthvað af Ísfólkinu úr desperasjón eftir lesefni (frá dætrum mínum) og man ekki betur en að þær hafi verið smá heillandi. Ojá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 16:17
Ég las Ísfólkið á sínum tíma, og svo aftur einhverjum árum seinna, og svo aftur, já er búin að þrílesa þær, alltaf jafngóðar
Svanhildur Karlsdóttir, 14.3.2008 kl. 16:17
oh! ég las allar ísfólksbækurnar á sínum tíma. Kom meira að segja sumarstrákunum sem unnu í Fóðuriðjunni Ólafsdal til að kaupa þessar ágætu bókmenntir og lesa, þeir biðu næstu bókar ætíð með óþreyju
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 18:06
hæhæ. ekki langar mig að lesa um ísfólkið, en keyra skal ég Sundabrautina með glöðu geði, gott væri það fyrir uppbyggingu á Kjlarnesinu, þannig að flugvöllurinn geti verið á sínum stað. 'Eg vil allsekki fá hann uppá Hólmsheiðina, NEI NEI takk.
siggi
siggi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:28
heheheheh gleymdi ainu í Kjalarnesinu hér að ofan hehehehehheeheheh
siggi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:29
Jaháá... Ég er sko búin að lesa Ísfólkið 3svar sinnum. Kláraði 3ja skipti núna í vetur. Tók svo Galdrameistarann í beinu framhaldi af því og setti punktinn yfir i-ið með Ríki ljósins. Nema bara hvað, að ég held að það vanti 2 síðustu bækurnar í þeim flokki og hafi aldrei komið út. Svo ég var frekar fúl, nú vantar mig bara bláendann. Svekkelsi.... Allavega þá bara elska ég þessar bækur....
Söngfuglinn, 14.3.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.