Úlpa Ísfólksmannsins og samsæri vindmælingafólks landsins

Gummi bílstjóri og argur farþegiSamkvæmt vindmæli Vegagerðarinnar átti að vera prýðisveður á Kjalarnesinu. Minnir að hviðurnar hafi átt að vera að hámarki 20 m/sek. sem er EKKERT! Þær náðu upp undir 40 í gær. Upplifunin sjálf í morgun reyndist þó vera allt önnur. Kannski eru tölur bara blekking og hver veit nema stærðfræði sé stærsta lygin af þeim öllum! Ef ég blogga ekkert meira í dag hef ég komist óþægilega nærri sannleikanum um  stóra samsærið og kannski verið látin hverfa. Sem minnir mig á að fyrrum doktorsneminn, vitnið að barnsráninu úr Goddard-bókinni minni, er einmitt að átta sig á þessu sama, að hann er kominn hættulega nálægt einhverju og er jafnvel í lífshættu.

Viðey piðeyAlla vega ... strætisvagninn minn ók algjörlega grunlaus eftir Vesturlandsveginum í „logninu“ og nálgaðist óðfluga Kollafjörð. Allt í einu kom hrikaleg hviða og Gummi (37) bílstjóri þurfti að hægja helling á sér og setja hina höndina á stýrið til að aka ekki út í móa. Gummi (65) hélt alveg ró sinni og tottaði vindilinn töffaralega um leið og hann raulaði þjóðsönginn. Ekta íslensk hetja. Ef tískuvitund mín væri ekki svona sterk myndi ég mæta í sundbúningi (bikiní, sundgleraugu, öndunargríma) þegar hvassast er á Kjalarnesinu. Það gæti þó truflað einbeitingu bílstjóranna að hafa svo svartsýnan farþega innanborðs. Mig langar rosalega til að biðja Gumma (12) um að prófa einhvern morguninn að fara Sundabrautina þótt hún sé ekki tilbúin, bara til að fá fílinginn. Völvan var voða svartsýn á að Sundabrautin yrði að veruleika og sagði að það yrði mikið fjasað um hana. Mig langar ekkert í göng, mér líst vel á að fara yfir Viðey og svona. Viðey er ekki neitt neitt síðan sú hallærislega ákvörðun var tekin að hætta með ráðsmann, þá dó einhvern veginn allt út og bara þeir sem vilja fara í Viðeyjarstofu að borða (ef staðurinn er enn í gangi) "njóta" eyjunnar. Sagt með fyrirvara um frekari umhugsuna sem gæti breytt skoðuninni. Nenni ekki fleiri fjandans göngum, þetta er svo flott útsýnisleið að keyra og auk þess MIKLU ódýrari.

Ísfólkið bók 5Hingað kom ungur og yndislegur maður áðan. Hann afhenti mér Ísfólksbækurnar sem út hafa komið undanfarna mánuði í nýrri þýðingu og með nýjum kápumyndum. Þær seljast víst eins og heitar pönnukökur, enda alveg ný kynslóð komin á Ísfólksaldurinn.  Ég ætla að lesa (endurlesa) þær um páskana til að skrifa um í Vikuna. þessar sem út eru komnar og svo c.a. mánaðarlega. Ég sagði stráknum frá fordómum mínum gagnvart þessum bókum fyrir 25 árum. Þá var ég svona hlemmari, bjó ég við Laugaveginn, nýskilin með tveggja ára erfðaprins og vann á skrifstofunni hjá DV. Þegar vinkona mín kíkti í heimsókn eitt kvöldið bað ég hana um að passa fyrir mig í nokkrar mínútur á meðan ég hlypi út í sjoppu og keypti mér eitthvað að lesa. Á þessum árum átti ég bækur sem fylltu bara einn bókaskáp (bókahillur), iss, piss. Það eina sem til var í sjoppunni var fimmta heftið af Ísfólksbókunum, Dauðasyndin, það var ekki einu sinni til gömul Morgan Kane-bók eða væmin ástarsaga. Ég keypti og las þessa fimmtu bók og fannst hún bara fín. Svo var það virðuleg frænka mín sem lánaði mér fyrstu þrjár bækurnar. Ég las þær allar jafnóðum sem kom sér heldur betur vel í hittiðfyrra þegar ég var send til að taka viðtal við höfundinn, Margit Sandemo. Hún var þá stödd á Íslandi í árlegu fjallaklifri sínu og óbyggðahoppi. Jamm, best að fara í föstudagsmatinn í mötuneytinu, held að sveppasúpa og salat hljómi flott, betur en grísasteik og læti.

Mig langar í svona síða fullorðinsCartmanUngi og yndislegi maðurinn var í svoooo flottri úlpu (keyptri í Köben) sem minnti mig aðeins á gömlu, góðu Álafoss-úlpurnar. Mig langar svo í hlýja og alltumfaðmandi úlpu ... en því miður virðast flestar úlpur sem seldar eru á Íslandi ná aðeins niður að mitti eða rassi og það er ekki nóg á ÍSLANDI þar sem "góðra" gróðurhúsaáhrifa gætir greinilega ekki lengur. Úlpur eiga að vera síðar til að halda á manni hita, líka á rassinum, auk þess klæðir mig mun betur að vera í einhverju síðu en stuttu! Ég á t.d. silfurlitan jakka, víðan, frekar hlýjan og soldið flottan en hann klæðir mig MJÖG illa, af því hann er stuttur, að ég minni helst á Cartman úr South Park þegar ég klæðist honum. Yfirleitt bjarga ég því með að vera með lambhúshettu til að þekkjast ekki en þá kemur yfir mig heiftarleg löngun til að ræna banka. Jakkinn hangir bara til skrauts heima og hefur það eina gagn að gera fatahengið ríkmannlegt (silfur).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Bad Gift Ég fékk bækurnar um ísfólkið í gjöf á sínum tíma og las þær allar upp til agna og elskaði þær, las þær svo aftur einhverjum árum seinna - og er að hugsa um að lesa nýju bækurnar líka.. Mér finnst Margid Sandemo hreinasti snillingur, bækurnar Ríki Ljóssins og eitthvað meira frá henni standa algerlega undir sér líka.

Mikið er ég feginn því að þurfa ekki daglega á því að halda að vera í umferðinni um kollafjörðinn með misgömlum bílstjóra, hljómar samt eins og hálfgerð sápuópera sem fútt er í... knús í helgina Gurrí mín og takk fyrir mig.





Tiger, 14.3.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha þú ert svo frábær.

Held að ég hafi lesið eitthvað af Ísfólkinu úr desperasjón eftir lesefni (frá dætrum mínum) og man ekki betur en að þær hafi verið smá heillandi.  Ojá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Ég las Ísfólkið á sínum tíma, og svo aftur einhverjum árum seinna, og svo aftur, já er búin að þrílesa þær, alltaf jafngóðar

Svanhildur Karlsdóttir, 14.3.2008 kl. 16:17

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

oh! ég las allar ísfólksbækurnar á sínum tíma. Kom meira að segja sumarstrákunum sem unnu í Fóðuriðjunni Ólafsdal til að kaupa þessar ágætu bókmenntir og lesa, þeir biðu næstu bókar ætíð með óþreyju

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 18:06

5 identicon

hæhæ. ekki langar mig að lesa um ísfólkið, en keyra skal ég Sundabrautina með glöðu geði, gott væri það fyrir uppbyggingu á Kjlarnesinu, þannig að flugvöllurinn geti verið á sínum stað. 'Eg vil allsekki fá hann uppá Hólmsheiðina, NEI NEI takk.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:28

6 identicon

heheheheh gleymdi ainu í Kjalarnesinu hér að ofan hehehehehheeheheh

siggi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:29

7 Smámynd: Söngfuglinn

Jaháá... Ég er sko búin að lesa Ísfólkið 3svar sinnum. Kláraði 3ja skipti núna í vetur. Tók svo Galdrameistarann í beinu framhaldi af því og setti punktinn yfir i-ið með Ríki ljósins. Nema bara hvað, að ég held að það vanti 2 síðustu bækurnar í þeim flokki og hafi aldrei komið út. Svo ég var frekar fúl, nú vantar mig bara bláendann. Svekkelsi....  Allavega þá bara elska ég þessar bækur....

Söngfuglinn, 14.3.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband