Biðin styttist

Mótókross á LangasandinumNú er hafinn sjálfur laugardagurinn langi, biðin ógurlega eftir páskaegginu, miklu lengri dagur en nokkurn tíma föstudagurinn. Hvers vegna gerir maður sér þetta ár eftir ár? Að kaupa páskaegg og geta svo ekki borðað það strax? Nokkrir snjallir mótorhjólamenn hafa fundið ráð til að láta þennan dag líða hraðar. Þeir eru með mótokrossæfingu á Langasandinum.

Ég keypti eitt egg frá Nóa Síríus og fékk Freyju-hrísegg frá elsku vinnunni minni. Svo skiptum við erfðaprins bara fiftí-fiftí. Þessi Freyju-egg eru ansi góð og úttroðin af sælgæti, ég er búin að komast að því ... segi ekki hvernig.

Systurnar Anna og NínaHeyrt í strætó á leiðinni í bæinn í gær:
„Jói var með Guðnýju á þessum tíma. Þau leigðu með okkur Nonna.“
„Var hann ekki samt enn kvæntur Söru?“
„Jú, reyndar og svo var hann líka skotinn í Nonna.“

 

-----------         ------------          ----------------       ---------------        --------------       ------------- 

Himnaríki 1220Borghildur og ElísabetHeimsóknin í gærkvöldi var alveg frábær, góður matur og skemmtilegt fólk. Systir Önnu mætti með innbakaðar ólífur sem hún hitaði upp. Svo raðaði hún tannstönglum samviskusamlega í sérstakt tannstönglastatív, sjá mynd. Það var víst keypt í Santa Fe.

Eric, pabbi Bridgetar (sem hann á með Brooke) og Feliciu (með Stefaníu) hefur áttað sig á því að Dante er giftingarsjúkur. Á aðeins einni viku (eða skemur) hefur hann beðið þessarra tveggja dætra hans. Bridget sér eftir að hafa hryggbrotið Dante en Felicia ætlar ekki að sleppa barnsföður sínum. Held að flest annað sé komið.

Ég keypti áskrift að Stöð 2 Sport áðan. Ætla að prófa í einn og hálfan mánuð, þrátt fyrir að Formúlan sé sýnd í óruglaðri dagskrá. Held að testesterónið í mér hafi aukist til muna við drunurnar af Sandinum með þessum afleiðingum. Sá hluta af boldinu í endursýningu og slíkir blúnduþættir koma örugglega í veg fyrir að mér fari að vaxa skegg.

Hér að lokum kemur skemmtilegt myndbrot úr búlgarska Idolinu; Ken Lee.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Haha ég slepp sko alveg við þetta páskaeggjafár...ég er svo heppin

Ragnheiður , 22.3.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Heyrðu sko hérna í St. Andrä (suðurhluta Austurríkis) þar sem að ég eyði páskafríinu er aðal dagurinn í dag! Ég er nú þegar búin að borða of mikið af kjöti og súkkulaði og drekka of mikinn Schnapps! Ég mæli með að þú aðlagir þarfir þínar eftir súkkulaði bara eftir því. Getur bara sagst ætla að hafa þetta "austurrískt" í ár

Myndbandið er algjör snilld! Ég óska ykkur mæðginum gleðilegra páska!

Kveðja frá Austurríki  

Vera Knútsdóttir, 22.3.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er náttúrulega brilljant lausn hjá Veru... Ef mann langar í páskaeggið sitt á laugardeginum er maður bara að halda austurríska páska! Ég er viss um að hægt væri að leysa fleiri freistingavandamál á þennan hátt með aukinni kunnáttu í landafræði og siðum ólíkra þjóða!

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var búin að lesa um páskaeggjaóþolið hjá þér, Ragga, æ, æ!

Frábært Vera, næst ætla ég að halda austurríska páska, ekki spurning. Tek undir þetta hjá þér, Lára Hanna. Nú er það upprifjun í ólíkum páskasiðum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar við erum orðnar svona léttfullorðnar Gurrí mín, þá getum við borðað eins mikið af páskaeggjum og við viljum.  Hentu þér, ásamt erfðaprins auðvitað, í að snæða eggin núna og keyptu svo fleiri.  Páskar eru bara einu sinni á ári, engin spurning að nýta tækifærið.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 15:22

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

einfalt mál, ekkert óþol, óþolinmæði, ekkert ekkert ekkert EGG!

En líst vel á þetta fyrir "Léttfullorðnar lafðir" eins og ykkur Jenný!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2008 kl. 16:07

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég ætla sko að sanna fyrir og alheiminum að ég hafi viljastyrk! Ekkert páskaegg fyrr en í fyrramálið, eldsnemma!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2008 kl. 16:32

8 identicon

haha gott video

Hulda (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 17:13

9 Smámynd: Rebbý

alveg sammála með hvað það er erfitt að vita af egginu inni í ísskap bíðandi eftir páskadegi, en ég er meira spennt að brjóta það til að komast að málshættinum heldur en súkkulaðinu þó ég sé almennt óð í súkkulaði.

Rebbý, 22.3.2008 kl. 17:53

10 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ken Lee hrikalega sexý hahahahah.... gargandi snilld og alveg sannfærð um að hún sé að syngja á ensku

Svala Erlendsdóttir, 22.3.2008 kl. 18:54

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðilega páska elsku Gurrí mín og njóttu eggjanna.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:29

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Páskaeggið frá mömmu var að koma inn úr dyrunum, sem betur fer rifnaði pokinn utan um annað eggið og hver veit nema við smökkum, Anna.

Gleðilega páska sömuleiðis, elsku Steingerður!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 127
  • Sl. sólarhring: 307
  • Sl. viku: 819
  • Frá upphafi: 1505826

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 667
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband